Morgunn


Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 28

Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 28
26 MORGUNN púpa og hafast við í botni djúpra vatnsfalla unz lausnarstund þeirra kemur, og þeir brjóta af sér skelina og fljúga sem Caddis-flugur upp í sólskinið og taka að skynja sitthvað af fegurð jarðarinnar. Svipuðu máli gegnir um vini okkar og okkur sjálf, er við á stundu dauðans losnum úr fjötrum holds- ins. Við hljótum víðari sjóndeildarhring og æðri skilning á leyndardómum og dásemdum tilverunnar og getum á sam- bandsfundum góðra miðla veitt ástvinum okkar og öðrum mönnum aukna þekkingu og hana því meiri, sem við höfum lengur dvalizt á tilvistarstigum æðri heima. Því meir sem hugir okkar, lífs eða liðinna, opnast og liæfi- leikar til æðra skilnings vaxa, því meiri fræðsla verður okkur veitt um lögmál og samhengi allrar tilveru. Engum hvers- dagslegum einstaklingi hér á jörðu, sem með opnum huga og einlægri þrá leitar sannleikans á fundum traustra miðla, bregzt það að hann nái sambandi við ástvini sína og aðra menn, sem hann þekkti, og öðlist óbifanlega sannfæringu um það, að þeir eru ekki horfnir úr tilverunni, heldur lifa áfram í æðri heimi. Þetta gerist með sama hætti um alla jörð. Það er eitt af lögmálum tilverunnar, sem endurtekur sig ávallt og hvar- vetna við samskonar skilyrði, og fullnægir því kröfum vís- indalegra rannsókna. Æðri fræðsla er og veitt þeim, sem óska hennar og eru hæfir til þess að veita henni viðtöku. Einn af mikils metnum kirkjuhöfðingjum Biskupakirkj- unnar ensku lét nýlega hafa það eftir sér á prenti, aS á miSils- fundum kœmi aldrei neitt jram nema almennar 'og lítilsverS- ar athugasemdir. Sjálfur hafði hann jafnt og nær allir prelát- ar kirkjunnar forðazt að kynna sér spíritismann, en taldi sér þó fært að bera fram þessa fráleitu staðhæfingu. Ég minnist þess að kirkjuhöfðingi þessi var eitt sinn gest- ur minn ásaml Sir Oliver Lodge, sem var heimsfrægur rann- sóknar- og vísindamaður á vegum framlífshyggjunnar. 1 sam- tali sínu við Sir Oliver forðaðist kirkjuhöfðinginn vandlega að ræða um þau efni. í hvert sinn er ég leitaðist við að leiða talið að spíritismanum, veik hann samstundis að öðrum um- talsefnum. Þeir einir, sem halda huga sínum opnum og víkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.