Morgunn


Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 42

Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 42
40 MORGUNN Margir segja um þessi fyrirbæri á Filippseyjum sem svo: „Þessir undralæknar eru farvegir fyrir öfl, sem ekki er hægt að komast hjá að telja yfirnáttúruleg. Aðrar útskýringar duga ekki til.“ Bob Swobe sagði við mig eftir að hafa verið vitni að starfi Antonios Agpaoa: „Harold, þetta er sjaldgæfi hvíti hrafninn, sem visindin hafa verið að leita að. Og ef við getum sannað að til sé einn hvítur hrafn, þá vitum við án minnsta vafa, að til hljóta að vera aðrir hvítir hrafnar. Það sem ég hef séð og tekið myndir af er hafið yfir öll orð. Áður en ég kom hingað hefði ég alls ekki getað trúað því sem vísindamaður, að ég kynni nokkurn tíma að breyta grundvallarskoðunum mínum, myndi nokkru sinni ganga í berhögg við menntun mína og þjálfun með því að viðurkenna að öfl eins og þau sem ég hef orðið vitni að hvernig starfa gegn um Tony, gœtu veriS til. Nú veit ég að nýr heimur ótrúlegra möguleika hefur opn- ast, og mig varðar ekkert um það hvað starfsbræður mínir í vísindum segja, þegar ég sýni þeim þessar kvikmyndir og gef skýrslu mína. Fg er reiðubúinn að horfast í augu við að- hlátur og efasemdir, sökum þess að ég veit, að það sem Tonio er að gera er sannleikanum samkvæmt og ófalsað, þótt ég þykist hins vegar ekki bera neitt skyn á það, hvernig hann fer að þessu eða hvaða afl hér er á ferðinni." Samkvæmt frásögn Shermans brást læknirinn Wanderman hins vegar öðru vísi við. Taldi hann, þrátt fyrir allt sem hann var vitni að, að Tonio væri bara sjónhverfingamaður, sem notaði dýrablóð til blekkinga, falin rakblöð o. þ. h., þótt hann gæti vitanlega ekki skýrt, hvernig hægt væri að skera með rakblöðum án þess að ör sæist á eftir. Þá kvað liann hrein- lætisaðstæður allar við uppskurðina fyrir neðan allar hellur og hlytu þær að vera stórhættulegar fyrir sjúklinga, enda þótt ekki hafi borist fréttir af smitun eins einasta þeirra sem upp hafa verið skornir. Tony bauð dr. Wanderman að skoða æxli sem hann hafði tekið úr maga konu nokkurrar og taka jafnframt blóðprufur af blóði hennar. En dr. Wanderman hafnaði hvorutveggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.