Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 52
50
MOHGUNN
Sv: Þau eru á ferli.
Sp: Hvemig ferðu að því að verjast þeim og koma í veg
fyrir að þau hafi áhrif á þig?
Sv: Það annast Vemdari minn fyrir mig.
Sp: Þarftu þá ekki að gera neitt?
Sv: Jújú. Ég verð að halda hugsun minni andlega hreinni
eftir beztu getu. Ég má ekki verða hræddur. Ég verð að vera
nálægt verndara mínum og hlýta leiðsögn hans.
Sp: Sumt fólk trúir á djöfulinn. Það er gott orð yfir hið illa.
Hvemig geturðu sigrast á djöflinum?
Sv: Aðeins á vinsamlegan hátt, andlegan máta. Það má
segja, að ég horfist í augu við þessi illu öfl. Þau sltynja kraft
minn, kraft guðs í mér og hverfa.
Sp: En hvemig fer nú ef hið illa verður sterkara en hið
góða afl þitt?
Sv: Það er ekki til neitt afl sterkara en kraftur kærleikans
eða guðs. Ég get því boðið hvers konar illum öflmn byrginn,
sært þau til að koma nálægt mér, en þau geta það ekki. Ég er
óttalaus. Þau neyðast til að láta mig í friði.
Sp: Þú ert hárviss um það?
Sv: Já, því ég veit að það er satt.
Ég vil aðeins geta þess til viðbótar að þessi athyglisverða
bók um lækningarnar á Filippseyjum, fjallar ekki eingöngu
um rannsóknir á þessum furðulegu kraftaverkmn, heldur
ekki síður um hina gamalkunnu, ótrúlegu tregðu læknavís-
indanna til þess að fallast á að það geti verið rétt sem gert er
beint fyrir framan nefið á mönnum og stendur öllum opið
til hinna nákvæmustu rannsókna. Það búa ekki allir yfir því
andlega hugrekki, sem minnst var á hér að framan, þegar
vitnað var til orða stjörnulíffræðingsins Röberts Swobes, sem
sagði: „Ég er reiðubúinn að horfast í augu við aðhlátur og
efasemdir" og „Mér er fjandans sama hvað starfsbræður mín-
ir í vísundunum segja, þegar þeir sjá þessar skýrslur mínar
og kvikmyndir“.