Morgunn - 01.06.1975, Blaðsíða 97
BÆKUK
95
og mest ljómandi allra heimspekikenninga, hefur að lokum
eytt myrkri villunnar, og kemur nú skínandi fram, einkum
i Plótinusi, platonista, sem svo líkist meistara sínum, að mað-
ur skyldi ætla, að þeir lifðu saman, eða öllu fremur þareð
svo langur tími aðskilur þá, að Plató sé endurfæddur í Plót-
ínusi.“
Ýmsir kaflar í biblíunni (Matthíasarguðspjalli 16.. kafli
13-14; Jóhannesarguðspjalli, 9. kafli o.fl.) benda ótvirætt til
þess, að Jesús og lærisveinar hans hafi trúað á endurfæðingu.
Enda virðist nokkuð augljóst að endurholdgun sé nauðsynleg
á andlegri þroskabraut okkar, því Jesús sagði, að til þess að
ganga inn i riki Guðs yrðum við að vera eins fullkominn og
vor himneski faðir er fullkominn. En hvernig er það hugsan-
legt að nokkur maður nái endanlegri fullkomnum á eimii
stuttri ævi, sem aðeins nær yfir nokkra tugi ára? Þetta hlýt-
ur að taka okkur flest langan tíma, því mikið er að læra. Þess
vegna er ekki ólíklegt að við verðum að ganga gegn um marg-
ar endurfæðingar, þannig að hvert líf á jörðunni verði skref
á leið okkar að markinu mikla.
Það er all-athyglisvert, að síðari heimsstyrjöldin endaði
með beitingu kjamorkusprengju, sem hratt i lilað öld kjam-
orku og geimferða einmitt sama árið og hin stórmerku hand-
rit fundust við Dauðahafið árið 1945. En handrit þau, sem
kennd eru við Nag-Hammadi gefa í skyn, að Jesús hafi ann-
að hvort verið Esseni, eða lagt stund á fræði þeirra. Hann
hafi haft við þá náið samband árin sem Biblían er svo þögul
um, þ.e. frá tólf ára aldri hans til þrítugs. En Essenar trúðu
á endurholdgun.
Rósakrossmenn telja sig hafa sannanir fyrir þvi, að Jesús
hafi tekið vígslur í fomum launhelgum Egyptalands, eins
og Móses, og jafnframt stundað nám í Tíbet og Indlandi.
Telja þeir að þetta nám og þessi ferðalög hafi einmitt farið
fram á tímabilinu á ævi Jesú, sem Biblían er svo þögul um,
nefnilega frá tólf ára aldri til þrítugs.
I bókinni um Jesú Krist í dálestrum Edgars Cayces virðist
beinlínis gert ráð fyrir að þetta sé rétt hermt um það, hvar