Fréttablaðið - 19.11.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 19.11.2010, Síða 2
2 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR ALÞINGI Fjórtán þingmenn úr Framsóknarflokki, Hreyfingunni og Sjálfstæðisflokki vilja að for- sætisráðherra undibúi máls- höfðun á hendur breska ríkinu fyrir alþjóð- legum dómstól vegna beit- ingar hryðju- verkalaga gegn íslenska ríkinu og íslenskum fyrirtækjum. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð fram í gær. Gunn- ar Bragi Sveinsson Framsóknar- flokki er fyrsti flutningsmaður. Vilja þeir að gerð verði krafa um skaðabætur fyrir það tjón sem beiting laganna olli íslenska rík- inu og íslenskum fyrirtækjum. Nauðsynlegt sé að fá staðfest að sá gjörningur hafi verið með öllu óviðeigandi, ómálefnalegur og ólöglegur. - bþs Þingmenn þriggja flokka: Vilja í mál við breska ríkið GUNNAR BRAGI SVEINSSON SPURNING DAGSINS Úlfar, eru þetta nokkuð ein- tómar svikamyllur sem þið ætlið að setja upp? „Alls ekki, og þetta er ekkert út í vindinn heldur.“ Landsvirkjun íhugar að koma upp vindmyllum á Suðurlandi til raforkufram- leiðslu. Úlfar Linnet er sérfræðingur hjá Landsvirkjun. HEILBRIGÐISMÁL „Ég tel mér skylt að standa vörð um þessa þjónustu hér á landi. Ef semja á niður verð um allt að tuttugu prósent er sjálf- hætt og læknarnir fara annað,“ segir Kristján Guðmundsson, for- maður samninganefndar sérfræði- lækna. Sérfræðilæknar munu ekki semja um átján prósent lækkun á taxta til að mæta sparnaðarkröfu fjárlaga, að hans sögn. Sjúkratryggingar Íslands áætla að útgjöld vegna lækniskostnaðar árið 2011 verði rúmlega sex milljarðar króna en fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir rétt tæpum fimm milljörðum. Stjórnvöld áætla því 1.126 milljóna króna sparnað á þessum fjárlagalið eða 18,7 prósent. Kristján segir í raun þrjá kosti í stöðunni til að mæta kröfu fjár- lagafrumvarpsins. „Semja við lækna um lægra verð, hækka sjúk- lingagjöld eða henda út úr kerfinu vissri þjónustu.“ Viðmælendur Fréttablaðsins hafa á orði að án afgerandi breyt- inga á fjárlagafrumvarpinu stefni í harkaleg átök lækna við ríkið. Kristján segir of snemmt að spá slíku en ef svo yrði væri það ekki fyrsta skipti. „Það má líka segja að það tekur langan tíma að byggja upp gott heilbrigðiskerfi en það tekur enga stund að rífa niður.“ Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands eru allir lausir 1. apríl næstkomandi, þeir fyrstu renna út um áramót- in. Undir nefndum fjárlagalið fjárlagafrumvarpsins eru sjálf- stætt starfandi sérfræðilækn- ar, rannsókna- og röntgenstofur en jafnframt sjálfstætt starfandi heimilislæknar og greiðslur til rannsóknastofa á Landspítala vegna sjúklinga utan spítalans. Um fjörutíu prósent lækna sem vinna samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar eru ekki í neinu eða afar litlu starfi hjá ríkinu eða stofnunum sem njóta rekstrar- styrkja frá hinu opinbera. Þessir læknar eru með um sextíu prósent af veltunni. Rúmlega 140 læknar starfa alfarið á eigin vegum en sérfræðilæknar eru um 340 tals- ins á Íslandi. Skipta má heilbrigðisþjónustu á Íslandi niður í þrjár megin- stoðir. Þjónustu heilbrigðisstofn- ana, heilsugæslu og starfsemi sér- fræðilækna. Sérgreinarnar eru fjölmargar, eða ríflega 25 talsins. Komur til sérfræðilækna árið 2009 voru 443 þúsund talsins. svavar@frettabladid.is Læknar semja ekki um stórfellda lækkun Áætluð útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna lækniskostnaðar árið 2011 eru 1,2 milljörðum hærri en ríkið ætlar málaflokknum. Sjálfhætt fyrir sérfræðilækna ef lækka á gjaldskrá um allt að 20 prósent, segir formaður samninganefndar. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sak- fellt lögreglumann á höfuðborgar- svæðinu fyrir að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfa og ekki gætt lögmætra aðferða. Maðurinn var dæmdur á tveggja ára skilorð, en ákvörðun um refs- ingu var frestað. Umræddur lögreglumaður var enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Málið snerist um það er hann sem stjórnandi lögregluaðgerðar, í miðbæ Reykjavíkur, fyrirskip- aði öðrum lögreglumanni að aka með handtekinn mann þaðan út á Granda og skilja hann þar eftir. - jss Gætti ekki lögmætra aðferða: Lögreglumaður fær skilorðsdóm LÖGREGLUMÁL Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var yfirheyrður af starfsmönnum sérstaks saksóknara í allan gærdag vegna rannsóknar emb- ættisins á nokkrum málum tengdum Glitni. Lárus féllst fyrr í vikunni á að mæta til yfir- heyrslu í gær, eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag. Lárus kom til landsins í gærmorgun með flugi frá London og mætti stuttu síðar til yfir- heyrslu. Tíu starfsmenn Glitnis, Saga Capi- tal og FL Group voru yfirheyrðir á þriðjudag vegna rannsóknarinnar og fleiri bættust í þann hóp í gær. Yfirheyrslurnar í gær stóðu fram á kvöld. Auk Glitnis beinist rann- sóknin meðal annars að félög- unum Stím, Baugi, FL Group, 101 Capital, Fons og Land- ic Properties. Félögin voru öll á vegum fólks úr svo- kallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar; Ingibjargar Pálmadóttur, Hannesar Smárasonar, Pálma Haraldssonar og Jóns Ásgeirs sjálfs. Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari, segir að lagt hafi verið hald á töluvert magn af gögnum í húsleitunum tuttugu vegna málsins á þriðjudag. Nokkurn tíma muni taka að fara yfir þau. Meðal þeirra sem hafa verið yfir- heyrðir vegna málsins er Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var sjóðsstjóri gjald- eyrissjóðsins GLB FX. Sjóðurinn keypti verðlaust skuldabréf á Stím hf. af Saga Capital á 1,2 milljarða haustið 2008. Fréttablaðið hefur síðan á þriðjudag ítrekað reynt að ná tali af Magnúsi Pálma til að leita skýringa á því hvers vegna sjóður- inn kaus að skera Saga Capital úr snörunni með þessum hætti. Til- raunirnar hafa ekki borið árangur og Magnús Pálmi hefur ekki svar- að skilaboðum blaðsins. - sh Fjölgað hefur um nokkra í hópi yfirheyrðra vegna Glitnismálsins: Lárus Welding yfirheyrður í gær LÁRUS WELDING Í viðtali í Silfri Egils örfáum vikum fyrir bankahrun sagði Lárus að Stím-við- skiptin hefðu bara verið viðskipti eins og hver önnur sem bankinn gerði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa banda- ríska bílaframleiðandans Gener- al Motors, GM, hækkaði um tæp átta prósent frá útboði í fyrstu við- skiptum með bréfin á hlutabréfa- markað í New York í í gær. Bandaríska ríkið lagði í kringum fimmtíu milljarða dala, jafnvirði 5.600 milljarða króna á núvirði, til fyrirtækisins til að forða því frá þroti í fyrra. Fyrirtæki stjórnvalda sem skráð er fyrir hlutnum seldi um fjörutíu prósent af hlutafjár- eign sinni í útboðinu. Bloom berg- fréttastofan segir ríkið geta komið út á sléttu selji það afganginn, 37 prósenta eignahlut, á rétt rúma 53 dali á hlut. - jab SKRÁNINGU FAGNAÐ Bílar GM stóðu fyrir utan kauphöllina í New York í tilefni af skráningu á markað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GM aftur á hlutabréfamarkað: Ríkið gæti kom- ið út á sléttu LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 1. desem- ber eftir að hafa reynt að smygla um 800 grömmum af amfetamíni til landsins. Maðurinn hafði falið amfetamínið í tveimur pörum af skóm sem hann hafði meðferðis, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Maðurinn er serbneskur en hefur komið hingað til lands í nokkrum sinnum. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði hann síðastliðinn miðvikudag, þegar hann var að koma til landsins frá Kaupmannahöfn. - jss Handtekinn með amfetamín: Með eiturlyf í skónum UMHVERFISMÁL Færeyingar eru ævareiðir Skotum en fyrirtæki í Skotlandi hefur þegið styrk Evrópusambandsins upp á hundrað þúsund pund, jafnvirði átján milljóna króna. Fyrirtækið veiðir lax í net. Færeyingar segja styrkveitinguna geta stefnt alþjóðlegum samningum um verndun laxastofna í hættu. Í netútgáfu breska dag- blaðsins The Times í gær kom fram að reiði Færeyinga væri slík að þeir hótuðu að hefja veiðar á laxi í net á ný. Orri Vigfússon, formaður Norður-Atlants- hafslaxasjóðsins (NASF), segir ólíklegt að Færeyingar hóti þessu og málið hljóti að vera byggt á misskilningi Times. Færeyingar hafi gert verndarsamning við NASF árið 1991 og hafi þeir leyfi til að veiða 550 tonn af laxi á 26 línubátum á sjó. „Færeyingar hugsa mikið um gæði. Netveiddur lax er verri og lítið fæst fyrir hann miðað við línuveiddan fisk,“ segir Orri og efast stórlega um að Færeyingar hlaupi til og byrji að veiða lax í net í allra nánustu framtíð. Hann bendir á að NASF hafi keypt upp neta- rétt við strendur flestra landa sem liggi við Atlantshaf. Skotar og Norðmenn hafi alltaf verið til vandræða, þeir vilji þjóðnýta réttindi landeigenda að ám og vötnum. „Skotar halda alltaf að allt sé frítt. Þegar þeir greiddu í sjóð- inn okkar söfnuðu þeir í hann í Bretlandi,“ segir Orri. - jab Breska blaðið Times segir Færeyinga ævareiða Skotum og hóta að veiða lax í net á nýjan leik: Þáðu netaveiðistyrk frá Evrópusambandinu ORRI VIGFÚSSON Skotar og Norðmenn hafa alltaf verið til vandræða, segir formaður NASF. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÆKNAVAKTIN Á SMÁRATORGI Formaður samninganefndar sérfræðilækna, Kristján Guðmundsson, segir að þeir muni ekki semja um átján prósenta lækkun á taxta til að mæta sparnaðarkröfu fjárlaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.