Fréttablaðið - 19.11.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 19.11.2010, Síða 8
8 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Nýr Volkswagen Polo hefur svo sannarlega slegið í gegn á árinu 2010. Fyrir utan að vera mest seldi bíll landsins á árinu var hann valinn Alheimsbíll ársins og Bíll ársins í Evrópu. Polo 1.6 TDI vann líka sparaksturskeppni Atlantsolíu og fór 100 km á aðeins 2,93 lítrum. Það gerist einfaldlega ekki betra. Nýttu þér hagstætt verð og njóttu allra kosta verðlaunabílsins Volkswagen Polo! Das Auto. BÍLAÁBYRGÐ HEKLU - Nýr VW Polo fæst með allt að fimm ára ábyrgð 2010. Besta árið fyrir Polo.Nýr Polo kostar aðeins 2.390.000 kr. *Polo Trendline 1.2 MPI, 70 hestöfl, beinskiptur. Aðeins 27.232 kr. á mánuði miðað við bílasamning SP Fjármögnunar til 84 mánaða með breytilegum vöxtum og 30% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,39%. www.volkswagen.is 1. Adam Sandler. 2. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. 3. Reading. 1. Með hvaða fræga banda- ríska kvikmyndaleikara fundaði Gestur Valur Svansson nýverið? 2. Hvað heitir forstjóri Saga fjárfestingarbanka? 3. Við hvaða knattspyrnulið er Eiður Smári Guðjohnsen orðaður? SVÖR ORKUMÁL Nýjustu athuganir Lands- virkjunar og fleiri aðila sýna fram á að sæstrengur til meginlands Evrópu muni líklega skila sér í gróða. Heildarkostnaður við virkj- anir, flutningskerfi frá Íslandi, landsstöðvar og streng er áætlað- ur um 2,5 milljarðar evra, eða um 380 milljarðar íslenskra króna. Edvard G. Guðnason, deildar- stjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar, segir hagkvæmni tengingar við Evrópu hafa verið margsinnis kannaða á síðustu árum og hefur Landsvirkjun tekið þátt í nokkrum sæstrengsverkefnum frá tíunda áratug síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið að rannsóknunum og í megin- atriðum hafa niðurstöðurnar hingað til verið þær að verkið sé framkvæmanlegt en myndi líklega ekki skila arði. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur orkuverð í Evrópu hins vegar hækkað töluvert. Edvard segir það vera einn megin grundvöllinn fyrir því að Landsvirkjun hafi ákveðið að skoða málið að nýju, ásamt aukinni þörf á erlendum mörkuðum fyrir orkugjafa sem ekki losa gróðurhúsa lofttegundir. „Á undanförnum árum hafa verið lagðir margir jafnsauma- sæstrengir, bæði lengri og á meira dýpi en áður hefur verið gert,“ segir Edvard. „Það er vaxandi eftirspurn eftir strengjum á erlendum mörkuðum og það eru fáir framleiðendur, sem þýðir að það er ekki mikil samkeppni á þessum markaði.“ Orkuverð í nágrannalöndunum hækkar sífellt miðað við orkuverð hérlendis og segir Edvard því hugsan legt að sæstrengur myndi skila meiri arði. Séu gefnar þær forsendur að sæstrengurinn lægi frá austur- strönd Íslands til Skotlands yrði lengdin um 1.200 kílómetrar. Flutningsgeta væri um 700 mega- vött og er framkvæmdartími áætl- aður um fjögur ár. Seldar væru um 5.200 gígavattstundir á ári og væri raforkuverð eins og það var í fyrra fengjust um 60 evrur á hverja gíga- vattstund. Líftími hvers strengs er talinn vera um 30 ár. „Ýmsar spár gera ráð fyrir því að markaðsverð raforku hækki hratt á komandi árum,“ segir Edvard. „Markmið Landsvirkjunar er að tengjast þessari þróun.“ sunna@frettabladid.is Landsvirkjun telur sæstreng mögulegan Landsvirkjun telur að sæstrengur frá Íslandi til Evrópu muni líklega skila sér í arði vegna hækkandi orkuverðs erlendis. Framkvæmdirnar myndu kosta um 400 milljarða íslenskra króna væri strengurinn lagður frá Íslandi til Skotlands. Sæstrengur 1900 km 1170 km 1250 k m ATHAFNAVIKA SAMGÖNGUR Iceland Express ætlar að fljúga til Edinborgar í Skotlandi, Belfast á N-Írlandi og Dublin á Írlandi næsta sumar. Flogið verður tvisvar til þrisvar í viku til borganna þriggja. Í tilkynningu segir að Iceland Express verði eina félagið sem bjóði upp á beint flug til Íslands frá þessum þremur borgum. Áætlað er að flugin tengist leiða- kerfinu til New York og Boston og komi til með að styrkja það enn frekar. Eins og fram hefur komið hyggst Iceland Express færa út kvíarnar næsta sumar og fljúga daglega til New York frá og með júníbyrjun. Félagið mun líka fjölga áfangastöðum í Bandaríkj- unum. Áfangastöðum fjölgar: Iceland Express flýgur til Belfast og Edinborgar NÝSKÖPUN Hjálpartæki þeirra sem ánægju hafa af því að prjóna bar sigur úr býtum í Snilldarlausnum Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, sem lauk í gær. Þátttakendur í keppninni áttu að auka notagildi pappakassa. Sigurvegararnir voru þær Lilja Björk Hauksdóttir, Magnea Ósk Örvarsdóttir og Sigurveig Gunnars dóttir, sem eru nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, en þær útbjuggu hirslu úr pappa- kassa fyrir garnhnykla. Göt eru á hliðum kassans og út um þau má þræða enda garnsins. Þetta fyrir komulag kemur í veg fyrir að garnið flækist við prjónaskapinn. Til viðbótar útbjuggu þær pappa- spjöld sem nota má sem skil- rúm þegar prjónað er úr fleiri en einum hnykli. Nemendur við Framhaldsskól- inn á Húsavík sendu fimm mynd- bönd í keppnina þar sem pappa- kassinn var útfærður en enginn einn skóli sendi inn jafn mörg myndbönd. - jab FRÁ ÚRSLITUNUM Jón Gnarr borgarstjóri afhenti verðlaun fyrir bestu lausnina, frumlegustu hugmyndina og flottasta myndbandið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Prjónapappakassinn er snilld: Getur hindrað garnaflækju VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.