Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 12
12 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Styrkjum þingræðið, ekki losa ríkisstjórnina frá Alþingi Stjórnlagaþings frambjóðandi Björn Einarsson læknir og heimspekinemi Nr. 6340 Heimasíða með myndskeiði www.bjorneinarsson.is FRAMKVÆMDIR „Þetta er algert lykil- atriði fyrir okkur,“ segir Ásgeir Loftsson, yfirverkfræðingur hjá Ístaki, um sjö verkefni fyrirtækis- ins í Noregi sem samtals eru upp á um 11 milljarða króna. „Þeim verkefnum sem voru í gangi fyrir hrunið hefur verið að ljúka og það er orðið mjög lítið að gera hérna heima,“ segir Ásgeir, sem kveður Ístak því horfa út fyrir landsteinana. Fyrirtækið hafi meðal annars boðið í mörg verk í Noregi. „Við höfum bara fengið brot af þeim verkefnum sem við höfum reynt að fá.“ Í síðustu viku var Ístak lægst- bjóðandi í nýju jarðgangaverkefni. Með því er andvirði núverandi samninga Ístaks í Noregi komið í tæpar 600 milljónir norskra króna, sem svarar til áðurnefndra 11 milljarða íslenskra króna. „Þetta var fyrst og fremst hugs- að til að tryggja okkar starfsmönn- um vinnu þegar botninn datt úr þessu hérna heima. Fyrstu verk- in komu inn í apríl á síðasta ári og byrjuðu þá um haustið þannig að við erum búnir að vera í þessari lotu í rúmt eitt ár,“ segir Ásgeir. Verkefni Ístaks í Noregi eru allt frá Bergen og til Norður-Noregs. Um er að ræða þrenn jarðgöng, tvo grjótgarða og síðan dýpkunar- verkefni við hafnir. Ásgeir segir starfsmennina ytra aðallega vera Íslendinga. „Það eru yfir tvö hundruð manns að vinna þarna. Grunnurinn er gamlir og góðir Ístaksstarfsmenn en svo hefur eitthvað bæst við líka af góðu fólki,“ segir hann. Stærstu verkefni Ístaks erlend- is eru hins vegar í Grænlandi þar sem yfir hundrað manns voru í sumar. Verið er að ljúka við skóla í Nuuk og byggingu vatnsaflsvirkj- unar í Ilulissat við Diskóflóa á að ljúka árið 2013. Þetta eru verk upp á samtals um 15 milljarða króna. Þess utan er Ístak nú að reisa byggingar við viðlegukant fyrir skemmtiferðaskip á Jamaíka. Þar eru nú um tuttugu starfsmenn frá fyrirtækinu. Með þessum verkum nálgast upphæð núverandi verk- samninga Ístaks erlendis 30 millj- arða. Sem fyrr segir er verkefnastaðan á Íslandi bágborin. „En það er kannski Búðarhálsvirkjun sem er vonarglætan í þessu hjá okkur,“ segir Ásgeir. Heildarverkið þar er upp á um tíu milljarða en óvissa er um framgang þess. „Það eru ákveðnir fyrirvarar um fjármögn- un en við erum þó byrjaðir á fyrsta hlutanum.“ gar@frettabladid.is Verkefni í Noregi skila Ístaki 11 milljörðum króna Ístak er með verkefni fyrir ellefu milljarða króna í Noregi. Með verkum í Grænlandi og á Jamaíka nálgast virði utanlandsverkefna 30 milljarða. Yfirverkfræðingur segir vonarglætu Ístaks á Íslandi vera á Búðarhálsi. GRJÓTFLUTNINGAR Í GRYLLEFJORD Framkvæmdir Ístaks við grjótgarð í Gryllefjord í Norður-Noregi hófust á þessu ári og á að ljúka í lok næsta árs. MYND/ÞORGILS ARASON SETTI UPP BLÁA NEFIÐ Í Lissabon, þar sem tveggja daga leiðtogafundur NATO hefst í dag, setti þessi mótmæl- andi upp trúðsgervi og blátt nef í gær þegar efnt var til mótmælafundar. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Áform heilbrigðisráðuneytisins um að stað- setja sameinaða stofnun Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar í Heilsuverndarstöðinni á Baróns- stíg vöktu hörð viðbrögð á þingi í fyrradag. Frumvarp um sameiningu stofnananna var til umræðu. Ársleigan í Heilsuverndarstöðini er tólf milljónum króna dýrari en í því húsnæði sem Framkvæmda- sýsla ríksins mælir með að leigt verði undir samein- aða stofnun. Er það jafnframt stærra. „Eru þeir tímar ekki liðnir að við getum bruðlað svona með peninga?“ spurði Ásbjörn Óttarsson Sjálf- stæðisflokki. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, tók undir og vakti jafnframt athygli á að sautján ár væru enn eftir af núverandi húsaleigusamningi land læknis. Sagði hann rannsóknarefni hvers vegna ríkið gerði svo langa leigusamninga. Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki sagði að af lestri umsagnar fjármálaráðuneytisins um frum- varpið væri greinilegt að fjármálaráðuneytið væri foxillt út í heilbrigðisráðuneytið. Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra sagði til skoðunar að færa starfsemi úr ráðuneytinu yfir til nýju stofnunarinnar. Því þyrfti að gera ráð fyrir stærra rými. Lengd leigusamninga ríkisins, án uppsagnar- og endurskoðunarákvæða, kallaði ráðherrann vandræða- gang. - bþs Þingmenn furða sig á áformum um að taka ekki hagstæðu boði um húsaleigu: Heilbrigðisráðuneytið bruðlar HEILSUVERNDARSTÖÐIN Leiguhúsnæðið er tólf milljónum krónum dýrara en húsnæðið sem Framkvæmdasýsla ríkisins mælir með. SAMGÖNGUR Gríðarleg umferðar- teppa varð í Ártúnsbrekkunni og Miklubraut í gærmorgun og varð til þess að fjöldi manns kom of seint á áfangastað. Ökumaður sem Vísir ræddi við var um klukkustund á leiðinni í vinnu frá Grafarvogi. Samkvæmt umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var afrein frá Miklubraut inn á Skeiðarvog lokuð vegna framkvæmda. Afrein lokuð frá Miklubraut: Var klukkutíma á leið í vinnu Síbrotamaður dæmdur Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir líkams árásir og fjölmörg umferðar- laga brot. Þá var maðurinn dæmdur fyrir að hafa hótað lögreglumanni og fjölskyldu hans ofbeldi þegar lögreglu- menn höfðu afskipti af honum. DÓMSMÁL Auglýsingaskilti sem sett var upp án leyfis í bæjarlandi á Reykjavíkurvegi 60 í Hafnarfirði verður nú fjarlægt af framkvæmdasviði bæjarins eftir að eigandi skiltisins hefur hunsað írekaðar kröfur um að taka það niður. Honum verður síðan sendur reikning- ur fyrir verkinu. HAFNARFJÖRÐUR Auglýsingaskilti fjarlægt VIÐSKIPTI Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur selt iðn- fyrirtækið Límtré Vírnet til félagsins Uxahryggja fyrir 720 milljónir króna. Þar af nema skuldir sex hundruð milljónum króna. Límtré Vírnet var áður hluti af BM Vallá sem varð gjald- þrota í maí. Tveir fjárfestar eiga samtals áttatíu prósent í Uxahryggjum. Það eru Kristinn Aðalsteinsson, sonur Aðalsteins Jónssonar, sem betur er þekktur sem Alli ríki á Eskifirði, og Hjörleifur Jakobs- son, fyrrverandi forstjóri Kjalar. Heimamenn í Borgarnesi áttu frumkvæðið að stofnun Uxa- hryggja til að tryggja starfsemi þar. Stefnt er á að fjölga hlut- höfum. - jab Búið að selja Límtré Vírnet: Tryggja rekstur í Borgarnesi BORGARNES Heimamenn í Borgarnesi áttu frumkvæði að því að stofna félag sem keypti rekstur Límtrés Vírnets af félagi Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni repúblikana í Banda- ríkjunum, sagði í viðtali við ABC-stöð- ina í gær að hún gæti sigrað Barack Obama í forsetakosningunum 2012. Palin kemur nú fram í hverju við- talinu á fætur öðru þar sem hún segist vera að hugsa sinn gang og íhuga hvort hún ætti að bjóða sig fram til forseta í næstu kosningum. Palin beitti sér mikið í nýafstöðnum þingkosningum í landinu og er hún einn helsti tals- maður Teboðshreyfingarinnar svo- kölluðu sem skilgreina má sem hægri- sinnaða repúblikana. Palin varð þó fyrir áfalli þegar tilkynnt var að Lisa Murkowski hefði sigrað í baráttunni um sæti Alaska, heima ríkis Palin, í kosningunum sem fram fóru á dög- unum. Murkowski, sem er sitjandi öldunga- deildarþingmaður, bar sigurorð af Joe Miller, sem Palin studdi með ráðum og dáð. Murkowski var hins vegar ekki á kjörseðlinum því hún hafði tapað fyrir Miller í forkosningum repúblikana. Lög Alaska og sumra annara ríkja, leyfa kjósendum að skrifa nafn ein- hvers annars en þeirra sem eru í fram- boði á kjörseðilinn og dugði það henni til sigurs. Slíkt hefur ekki gerst í rúm- lega fimmtíu ár í Bandaríkjunum. Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni repúblikana, íhugar forsetaframboð: Telur sig geta sigrað Barack Obama SARAH PALIN Hún hefur farið mikinn fyrir Teboðshreyfing- una svokölluðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.