Fréttablaðið - 19.11.2010, Side 16

Fréttablaðið - 19.11.2010, Side 16
16 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvað var að gerast undir jökli fyrir gos? K le tta g a rð a r K ö llu n a rk le ttsve g u r Sæ b rau t Héðinsgat a Tolli vinnustofa, Héðinsgötu 2, 104 Reykjavík V I N N U S T O F A Ég verð með vinnustofu mína opna almenningi hvern föstudag frá kl. 14-18 fram að jólum. Allir velkomnir. Vísindatímaritið Nature birti í vikunni rannsókn hóps íslenskra og erlendra vísindamanna á eldgos- unum sem urðu í Eyjafjalla- jökli á fyrri hluta þessa árs. Forsíða ritsins, sem er eitt það virtasta sinnar tegund- ar, var lögð undir rannsókn- ina. Seinna gosið sem hófst um miðjan apríl raskaði flugumferð í Evrópu dögum saman. Rannsóknin leiðir í ljós hvernig gosórói í jökl- inum í ár hefur átt sér átján ára undanfara neðanjarðar kvikuhreyfinga og jarð- hræringa. „Hæg, oft samfelld, þensla og landris eru algengir undanfarar eldgosa í mjög virkum eldstöðv- um með háa gostíðni,“ segir í rannsókn á orsökum eldgosanna í Eyjfjallajökli fyrr á þessu ári. Sextán vísinda- menn koma að rannsókninni en hana leiddu Freysteinn Sig- mundsson og Sigrún Hreins- dóttir, jarðeðlis- fræðingar á Jarðvísinda- stofnun Háskól- ans. „Mælingar á jarðskorpu- hreyfingum eru gagnlegar til að meta kvikuhreyfingar neðanjarð- ar, því þrýstibreytingar í rótum eldstöðva valda mælanlegum til- færslum á yfirborði jarðar.“ Nákvæmar mælingar á jarð- skorpuhreyfingum í og við Eyja- fjallajökul sýna fram á að eld- gosið sem í apríl setti flugumferð í Evrópu úr skorðum, með millj- arðatilkostnaði, og undanfari þess á Fimmvörðuhálsi, á sér um 18 ára aðdraganda í kvikuhreyf- ingum neðanjarðar. Freysteinn segir að með nákvæmum GPS-landmælingum og bylgjuvíxlmælingum úr ratsjár gervitunglum hafi mátt sýna tímaröð breytinga á jarð- skorpunni með nokkurra milli- metra nákvæmni. Með því að vinna líkön úr gögnunum hafi svo mátt teikna upp hvernig kvikan hafi færst til og safnast upp inni í eldfjallinu og „lagnakerfi“ þess áður en til eldsumbrota kom. Eldsumbrot fyrri tíma segir Freysteinn að hafi verið tengd kvikusöfnun á fjögurra til sex kílómetra dýpi í lagnakerfi fjalls- ins. Aukna virkni segir Freysteinn að hafi mátt merkja í bólgnun Eyjafjallajökuls strax í byrjun ársins, en þegar kom fram í mars þandist fjallið út um allt að fimm millímetra á dag. Hinn 20. mars hófst svo sprungugos á Fimmvörðuhálsi sem stóð til 12. apríl og hinn 14. apríl hófst svo eldgos úr toppgíg Eyjafjallajökuls. Rannsóknin sýnir að frá jan- úar 2010 og fram til 20. mars, þegar fyrra gosið hófst, mynd- aðist um 50 milljón rúmmetra kvikuinnskot undir austurhluta Eyjafjallajökuls. Alla jafna dregur úr þrýstingi þegar gýs og eldfjöll „hjaðna“ á ný, en fram kemur í rannsókn- inni að sú hafi ekki verið raun- in á meðan á fyrra gosinu stóð. Af því er dregin sú ályktun að kvikan hafi komið upp af miklu dýpi. Freysteinn segir einna mest spennandi hafa verið við rann- sóknina hvernig nákvæmlega hafi verið hægt að mæla hreyf- ingar fjallsins og hversu góða mynd var hægt að draga upp af lagnakerfi Eyjafjallajökuls. „Eitt af því sem helst kom á óvart er hversu lagnakerfið er flókið. Það var ekki eitt aðalkvikuhólf virkt í fjallinu og safnaði kviku í þessi 18 ár fyrir gosið, líkt og menn sjá oft fyrir sér í líkönum fyrir virk- ustu eldfjöll jarðar,“ segir hann og kveður að fremur hafi verið um að ræða tvö eða fleiri kviku- innskot með ólíkar tegundir hraunkviku. Þegar gosið í toppgíg Eyja- fjallajökuls hófst svo 14. apríl seig fjallið saman vegna þrýsti- falls í kvikugeymi grunnt undir hájöklinum. Segir í rannsókn- inni að samspil kvikuinnskotsins undir austurhluta fjallsins, við bergkviku sem fyrir var undir miðju fjallinu virðist hafa hleypt sprengigosinu af stað. Komist er að þeirri niðurstöðu í rannsókninni að hegðun Eyja- fjallajökuls megi sennilega rekja til þess að eldfjallið sé utan rek- beltanna með kaldari innviði og takmarkað magn kviku á grunnu dýpi. FREYSTEINN SIGMUNDSSON RANNSÓKNARMYNDIR Á myndinni til vinstri má sjá útlínur svæða á og við Eyjafjallajökul þar sem jarðhræringa og þrýstings varð vart fyrir gosin í ár, en hægra megin sést kvikuinnskot sem myndaðist undir austurhluta jökulsins. MYND/NATURE Eldsumbrotin áttu sér 18 ára aðdraganda ELDGOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Fram kemur í nýbirtri rannsókn á hegðun Eyjafjallajökuls fyrir og í eldsumbrotunum í ár að yfirfæra megi niðurstöðurnar á aðra heimshluta, svo sem á gos sem varð í Karimskí-eldfjallinu á Kamtsjatka-skaga í austurhluta Rússlands árið 1996, en þar komu upp ólíkar tegundir kviku hvor á sínum stað í fjallinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eitt af því sem helst kom á óvart er hversu lagnakerfið er flókið. FREYSTEINN SIGMUNDSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.