Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 24

Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 24
24 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Síðastliðið þriðjudagskvöld flutti Kammerkór Suðurlands, ásamt einsöngvurum og kammersveit, tónlist eftir breska tónskáldið John Tavener. Tónleikarnir fóru fram í Kristskirkju. Stjórnandi var Hilm- ar Örn Agnarsson. Ég hef frá því ég var ungur að árum verið á mörgum góðum og merkilegum tónleikum í Krists- kirkju. En þessi stund með tónlist Taveners var einhver sú dýpsta og tignarlegasta sem ég hef átt á tón- leikum. Verk hans voru í senn full af mannlegri reisn og djúpstæðri auðmýkt sem aðeins mestu lista- menn geta fært fram. Og flutning- ur tónlistarmannanna var svo ein- staklega sannur og magnaður að hvergi varð skilið milli flutnings og tónverks. Engu líkara var en tónleikagest- ir hefðu átt von á einhverju stór- kostlegu: Þeir troðfylltu kirkjuna; allir aukastólar setnir. Og þetta stórkostlega og afar sjaldgæfa gerðist: Tónlistin, flytjendur og áheyrendur urðu ein samtvinnuð heild í fágætlega djúpri upplifun. Á slíkum stundum ríkrar og sameiginlegrar reynslu finnum við að innst í verund okkar erum við öll eitt og hið sama: Manneskjan í sínu æðsta veldi og tign. Ég þakka fyrir mig. Fáein orð um mikinn viðburð Tónleikar Birgir Sigurðsson rithöfundur Um síðustu helgi varð nokkur umræða um rafbíl borgar- stjóra Reykjavíkur og lýsti borgar stjóri því yfir að hann ætl- aði í ljósi reynslunnar af rafbíln- um sínum að snúa sér að metan- bílum. Ekki skal með neinu móti gert lítið úr þeim tækifærum sem felast í nýtingu á metan sem orkugjafa hér á landi. Hins vegar er ekki ástæða til að for- dæma rafbíla almennt á grund- velli reynslu borgarstjóra, þótt þessi „gamaldags“ rafbíll hafi ekki staðið sig sem skyldi. Hann var hannaður fyrir meira en ára- tug og smíðaður fyrir indverskt veðurfar. Eitt fölt laufblað kallar ekki á fordæmingu skógarins. Enginn vafi er á að rafbílar munu á næstu árum ryðja sér hraðar til rúms en margir gera sér grein fyrir. Fyrir því eru margar ástæður en kannski er sú mikilvægasta að orkunýting rafbíla er 3-4 sinnum meiri en bíla sem ganga fyrir venjulegu jarðefnaeldsneyti. Það sem hefur helst tafið fyrir innrás rafbílanna er þróun rafhlöðunnar. Stutt drægni, skammur endingartími, mikil þyngd og hátt verð hefur með sanni verið sagt um rafhlöð- urnar. En nú er að verða mikil breyting á. Samkvæmt þróunar- áætlun sem unnin er af banda- ríska orkuráðuneytinu í sam- starfi við framleiðendur rafhlaða fyrir bíla er áætlað að innan 5 ára eða svo megi reikna með að drægni á einni hleðslu venjulegs bíls aukist upp í 300-500 km, raf- hlöðurnar léttist um 30-50%, end- ing þeirra muni ná a.m.k. 12-14 árum og verðið lækka þannig að bílarnir verði samkeppnishæfir í verði. Þegar eru að koma á mark- að „venjulegir“ og rúmgóðir raf- bílar og flestir helstu bílafram- leiðendur heims stefna að því að hefja framleiðslu á slíkum bílum á næstu 2-5 árum. Mörg lönd, bæði austan hafs og vestan, í Asíu og Ástralíu hafa mótað sér þá stefnu að hefja raf- bílavæðingu á næstu árum. T.d. ákvað Nýja Sjáland árið 2007 að verða forysturíki í rafbílavæð- ingu í heiminum. Í BNA og víða á meginlandi Evrópu hafa margs konar aðgerðir verið ákveðnar til að liðka fyrir þessari þróun. Má þar bæði nefna breytta skatt- lagningu og tímabundna fjár- styrki til kaupa á rafbílum eða öðrum vistvænum bílum. Engin þjóð hefur ákjósanlegri stöðu en Ísland til að nýta rafmagn á bílana sína um leið og framboð verður nægjanlegt á slíkum bílum. Hér er nú þegar næg vist- væn raforka fyrir allan bíla- flotann og gjaldeyris sparnaður gæti í framtíðinni orðið af svipaðri stærð og þegar þjóðin hætti að mestu að nota olíu til upphitunar húsa. Má nefna í því samhengi að sparnaður við hús- hitun með rafmagni og hitaveitu var áætlaður 67 milljarðar króna árið 2009. Mikilvæg forsenda fyrir raf- væðingu í samgöngum er upp- bygging innviða til að hlaða rafhlöðurnar. Koma þarf upp hleðslubúnaði sem víðast um landið, bæði heima hjá bílnum og að heiman. Hér á landi er reiknað með að um 80% af hleðslu rafbíla fari fram í heimahöfn bílsins, þ.e. á heimilum eða við fyrirtæki, en önnur hleðsla mun eiga sér stað á sérstökum hleðslupóstum. Síðan verður einnig í boði hraðhleðsla sem staðsett verður t.d. á stöðum hliðstæðum bensín stöðvum. Fyrir tækið EVEN hf. beitir sér nú fyrir að hrinda í framkvæmd sameiginlegu átaki fyrirtækja, ríkisstofnana og sveitarfélaga um að byggja upp slíkt kerfi. Nú þegar hafa allmörg stór fyrir- tæki og nokkur sveitarfélög og ríkisstofnanir ákveðið að vera með. Þá hefur umhverfisráðu- neytið, fyrst ráðuneyta, ákveðið að taka þátt í átakinu. Er vonast til að ekki færri en 300 aðilar muni á næstu misserum leggja verkefninu lið. Má kynna sér átakið á vefslóðinni www.nle.is. Eftir hremmingar síðustu ára hér á landi tala margir um nauð- syn þess að breyta um hugarfar. Oftast er vísað til efnahagsmála en þess er ekki síður þörf á sviði umhverfismála og meðferðar á auðlindum heimsins. Á nýliðnu þingi Norðurlandaráðs var aðal- áherslan á „grænan hagvöxt“ og sjálfbærni á öllum sviðum. Mikil- vægur þáttur í því er að fara betur með orkuauðlindir jarðar og draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Þar mun rafvæðing samgangna gegna stóru hlut- verki. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um uppstokkun á skattakerfinu, sem vísar til nýrra tíma í þróun umferðar. Því ber að fagna. Þegar landið fer að rísa hjá okkur á ný og við förum að endurnýja bílana okkar aftur ætti rafbíll að vera sá kostur sem fyrst yrði skoðaður. Rafbílavæðing Íslands Rafbílavæðing Magnús Jónsson veðurfræðingur og áhugamaður um rafbíla Bjarni Harðarson, upplýsinga-fulltrúi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins og gjald- keri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgun blaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusam- bandið hefði. Hann beitir í greinarkorni sínu þeim kunnuglegu brögðum sem sjá má hjá mönnum sem sjást ekk- ert fyrir þegar þeir vilja afflytja mál annarra. Þau eru hér eink- um hálfsannleikur, óvinahatur og sögufölsun. Hann segir að nú þegar eyði þjóðin „umtalsverðu fé til þýðinga á regluverki EES“ og að ég bendi á að „sú vinna öll og kostnaður margfaldast við inn- göngu í ESB“. Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fell- ur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það. Næsta fullyrðing er afbragðs- góð: „Og jafnt þó enginn lesi þýð- ingar þessar mun þýðingastarfið hafa áhrif á íslensku þar sem sam- hliða þýðingum munu skriffinnar margskonar starfa við að orðtaka regluverk þessi, yfirfara og kynna nýyrði og talsmáta sem þar verð- ur til og svo mætti lengi telja.“ Hvernig skriffinnarnir fara að því að gera þetta án þess að lesa þýð- ingarnar veit ég ekki, en kannski er það þannig sem Bjarni starfar sjálfur við að afla sér upplýsinga. Mig grunar það þegar ég les næstu setningar þar sem hann fullyrðir að „danski kansellí- stíllinn hafi komist mjög nærri því að eyðileggja íslenskt ritmál“ og að það hafi síðan verið „ævi- verk Fjölnismanna að snúa ofan af þeim ósköpum“. Þessi afgreiðsla á lærdómsöld Íslendinga, ritmáli manna eins Hallgríms Pétursson- ar, fjölda rímnaskálda, Jóns Vídal- íns, Jóns Indíafara, Þorleifs Hall- dórssonar og Eggerts Ólafssonar, svo aðeins nokkrir séu nefndir, finnst mér bera vott um fágæta fáfræði um 17. og 18. öld og rit- mál þess tíma. Margir af þessum mönnum voru ekki aðeins alþýðu- menn heldur einnig hálærðir og fluttu inn menningu og menntir frá Evrópu, engu síður en Fjölnis- menn sem sjálfir voru afkasta- miklir þýðendur, einkum þó Jónas Hallgrímsson. Óvinurinn í líki stofnanamáls- ins sem Bjarni stillir upp and- spænis „kjarnmiklu íslensku alþýðumáli“ er svo eitthvað sem verður til hvort sem Íslendingar eru í ESB eða EES, því eins og Bjarni veit munu embættismenn þurfa að birta lög, reglur og upp- lýsingar stjórnvalda eftir sem áður og sýnist mér Bjarni sjálf- ur verða mikið í því hlutverki að túlka þær fyrir almenning í land- inu sem fulltrúi eins ráðuneytis ríkisins. En mér sýnist hann þurfa að vanda sig miklu betur í því hlutverki. Órækt í hugsun Ísland og ESB Gauti Kristmannsson dósent í þýðingafræði við HÍ Þessi stund með tónlist Taveners var einhver sú dýpsta og tignarlegasta sem ég hef átt á tónleikum. Engin þjóð hefur ákjósanlegri stöðu en Ísland til að nýta rafmagn á bílana sína um leið og framboð verður nægjanlegt á slíkum bílum. Á sjúkrahúsinu á Ísafirði er áætlað að skera niður um 197 milljónir króna á næsta ári. Það þýðir lokun. Það er þyngra en tárum taki. Á sama tíma er verið að bruðla miskunnarlaust með opinbert fé á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð, svo undrun hlýtur að vekja og spurningu um hvort stjórnvöld séu nú endanlega orðin kexrugluð. Tilkynnt var 17. júní sl. um 60- 70 milljóna króna fjárveitingu til Hrafnseyrar vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar. Allt vegna þess að nú á að setja þann gamla í plexígler, plast og rafrænt form, samkvæmt „spennandi til- lögu“ sem kynnt var með pomp og prakt. Engin sundurliðuð kostnað- aráætlun fylgdi, enda ekki spurt um slíkt, síst af fjölmiðlum. Sam- kvæmt gamla stílnum verður svo farið fram á aðra fjárveitingu ef að líkum lætur, því grunur margra hér vestra er að þessi dugi skammt. Og einmitt núna þegar til- kynnt er um lokanir sjúkrahúsa, standa yfir miklar „endurbætur“ á húsakynnum á Hrafnseyri. Þar stendur varla steinn yfir steini, svo umfangsmiklar eru þær. Samt var nýlega varið milljónum króna í endurnýjun gólfefna, park- et meira og minna, nýjar og full- komnar vatnslagnir, málningu og nefndu það bara. Mikið af þessu hefur verið molað mélinu smærra. Þetta er þvílíkt rugl að fáheyrt verður að telja. Vinstri höndin hefur ekki hugmynd um hvað sú hægri er að gera. Svo tekur út yfir allan þjófabálk að áður en þessar „spennandi“ endurbætur hófust var eitt besta aðgengi sem fyrir- fannst á Vestfjörðum fyrir hreyfi- hamlaða einmitt á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Nú er búið að splundra því til að setja upp eitt- hvert snobbkerfi fyrir framan húsið í staðinn. Steinsteypa og plexígler fyrir milljónir króna í stað Prestastéttarinnar sem köll- uð var og dugði fullkomlega. Svo datt einhverjum spekingum í hug að nú væri einmitt rétti tím- inn til að byggja nýja heimreið á Hrafnseyrarstað, þrátt fyrir enga þörf. Þar hefur nú fjöldi stórvirkra vinnuvéla verið að verki uppundir mánuð og framið slík skemmdar- verk á staðnum að hlýtur að varða við lög. Eyðilegging á náttúru- perlu. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú, að nýja heimreiðin verður helmingi lengri en sú gamla og er lögð á mestu snjóastöðum sem fyrirfinnast í Hrafnseyrar- hvammi. Hver skyldi bera ábyrgð á þessari hrikalegu vitleysu? Bóndinn á Auðkúlu, Hreinn Þórðarson, neitaði Vegagerðinni um efnistöku á landi sínu vegna þessarar nýju heimreiðar. Varla kemur slíkt oft fyrir. Kveikir það ekki á neinum perum, að maður sem hefur búið alla sína ævi í nágrenni við Jón Sigurðsson, neit- ar að standa að svona rugli, þrátt fyrir að peningar séu í boði? Hvers konar forgangsröðun er það að byggja óþarfa heimreið í minningu og af virðingu við Jón Sigurðsson, eins og formaður Hrafnseyrarnefndar komst svo hnyttilega að orði, í stað þess að minnast hans með því til dæmis að sjá til þess að allir Íslendingar hafi nóg að bíta og brenna? Og brytja niður húsið á staðnum. Óskiljan- legt. Samtímis og þjóðin rambar á barmi örvæntingar vegna hótana um að loka þurfi sjúkrahúsum á landsbyggðinni vegna fjárskorts! Dómgreindarleysi á háu stigi. Margir sem til þekkja telja að Hrafnseyrarvitleysan kosti ekki undir 100 milljónum þegar upp verður staðið. Síðan er allt annað bruðl sem sannanlega er þar í gangi og hefur verið undanfarin ár samkvæmt beinhörðum opin- berum tölum. Sumir Vestfirðingar kalla framkvæmdirnar á Hrafns- eyri náttúruhamfarir af manna- völdum, meðan aðrir segja að þær jaðri við að vera glæpsamlegar. En loka sjúkrahúsinu á Ísafirði, það skulum við gera! Ekki kæmi á óvart að stundum glitruðu tár á hvarmi á styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli þessa dagana. Dómgreindarleysi stjórnvalda er með eindæmum Vestfirðir Hallgrímur Sveinsson Brekku í Dýrafirði Hreinn Þórðarson Auðkúlu í Arnarfirði Ekki kæmi á óvart að stundum glitruðu tár á hvarmi á styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli þessa dag- ana. P.o. Box 126 ::: 121 Reykjavík ::: Sími 546 1984 ::: info@1984.is ::: www.1984.is Hýsing og lén - allt á einum stað fyrir eitt lágt verð. 628 kr./mán.* *Miðað við 3 ára hýsingarsamning

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.