Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 28
28 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Stjórnskipan Íslands byggir á lýðræði, þótt þess sé ekki bein-
línis getið í stjórnarskránni, líkt
og er í stjórnarskrám sumra ann-
arra ríkja. Það kann að breytast í
kjölfar stjórnlagaþingsins sem er
framundan.
Sú umræða er ágeng, að áhugi
almennings á stjórnmálum fari
minnkandi, en án almennrar
þátttöku í stjórnmálum er hætta
á að lýðræðinu hnigni. Rannsóknir
hér á landi, fyrir efnahagshrunið,
bentu til þróunar í þessa átt. Kosn-
ingaþátttaka er almennt mikil
en traust almennings á stjórn-
málamönnum og á stofnunum lýð-
ræðisins hefur farið minnkandi
á undanförnum árum og áratug-
um – og hrapað í kjölfar efnahags-
hrunsins.
Spyrja má hvort aðrar leið-
ir en hefðbundið fulltrúalýðræði
séu færar til að stuðla að grunn-
markmiði lýðræðisins, þ.e. að upp-
spretta valdsins sé hjá almenningi
sjálfum. Í þessu sambandi hefur
hugtakið íbúalýðræði komið fram
en það hefur verið skilgreint
þannig að undir það falli öll til-
vik þar sem einstaklingum og/
eða hagsmunaaðilum er veitt tæki-
færi til að vinna með yfirvöld-
um að stefnumótun (eða ákvarð-
anatöku), eða yfirvöld leita eftir
skoðunum íbúa og/eða hagsmuna-
aðila og hafa þær til leiðsagnar við
ákvörðun sína.
Í Hafnarfirði er sterk hefð fyrir
íbúalýðræði, samráði og sam-
vinnu við íbúa. Haldin hafa verið
unglingaþing, íbúaþing, álvers-
kosningarnar og reglulega eru
haldnir samráðsfundir með íbúum,
nú síðast um fjárhagsáætlun næsta
árs.
Á laugardaginn ætlum við að
blása til Gaflarakaffis þar sem
möguleikar íbúanna til að hafa
áhrif á nærumhverfið verða til
umræðu. Um leið gefst bæjar búum
tækifæri til að koma að mótun lýð-
ræðisstefnu bæjarins.
Íbúaþing eins og þetta er mikil-
vægur vettvangur fyrir bæjarbúa
til að koma sjónarmiðum sínum,
tillögum og áherslum á framfæri.
Fyrir hönd bæjarstjórnar hvet ég
Hafnfirðinga alla til að vera virk-
ir þátttakendur í umræðunni um
bæinn okkar, samfélagið, þjónust-
una og umhverfið.
Með því leggjum við okkar að
mörkum á laugardaginn til að
gera góðan bæ enn betri. Allar
hugmyndir og tillögur skipta máli
fyrir okkur öll.
Horfum til framtíð-
ar í Hafnarfirði
Bæjarmál
Guðmundur Rúnar
Árnason
bæjarstjóri í Hafnarfirði
Íbúaþing eins og
þetta er mikil-
vægur vettvangur fyrir
bæjarbúa til að koma
sjónarmiðum sínum,
tillögum og áherslum á
framfæri.
Ein þeirra grundvallarskoðana sem Íslendingar hafa gengið
út frá er að þeir búi við þjóðskipu-
lag sem megi með réttu kenna við
lýðræði. Sama gildir um önnur
Vestur lönd. En á síðustu árum, og
af ærnu tilefni, hafa æ fleiri fund-
ið sig knúin til að spyrja sig sjálf
og aðra um réttmæti þessarar
almennu skoðunar – ekki síst hér
á þessu landi. Er Ísland réttnefnt
lýðræðisríki?
Ekkert er eðlilegra en að örvænt
sé um ástand lýðræðisins í ríki
sem orðið hefur fyrir jafn miklum
áföllum og Ísland. Hvernig má það
vera að landið hafi sætt þessum
hörmungum ef það laut lýðræðis-
legri stjórn, sem þá hlýtur að þýða
stjórn allra þegna með hagsmuni
heildarinnar að leiðarljósi? Hvað
brást? Var þetta allt okkur þegn-
unum að kenna – úr því að valdið
býr hjá okkur?
Sé litið á svið stjórnmálanna
kynnu margir að segja að við
kusum þetta yfir okkur. En þá
verður strax að bæta því við, svo
allrar sanngirni sé gætt, að ekki
var margra kosta völ. Stjórnmála-
flokkar þessa lands eru svo svip-
líkir í reynd að vandséð er að tala
eigi um þá í fleirtölu. Og eitt þeirra
lykilatriða sem þeir hafa aldrei séð
ástæðu til að hrófla við er sú stað-
reynd að lýðræði tíðkast ekki á
sviði efnahagslífsins. Með öðrum
orðum kusum við einmitt ekki
yfir okkur þá menn sem kenndu
sig við óljósa víkingarómantík og
sólunduðu botnlausu bólufé sínu í
svallveislur og spilavíti markaðs-
hyggjunnar – og fóru í leiðinni
langt með að leggja íslenska ríkið
í rúst.
Hvaða lærdóm má draga af
þessum hörmungum? Hvernig má
koma í veg fyrir að sagan endur-
taki sig? Vanmáttur ríkisvaldsins
gagnvart auðmönnunum, fum þess
og fát, afhjúpar djúpstæðan mis-
brest í þjóðskipulaginu sem ekki
verður lagaður með því einu að
efla eftirlit og grátbiðja markaðs-
menn um að „bæta siðferði sitt“.
Lýðræðislega kjörin stjórnvöld
mega sín einfaldlega lítils gagn-
vart peningavaldinu við núver-
andi aðstæður. Hvað er þá til ráða?
Svarið liggur eiginlega í augum
uppi: lýðræðið þarf að teygja anga
sína lengra, það þarf að ná inn í
fyrirtækin sjálf. En er það ger-
legt?
Svarið er afdráttarlaust já – auð-
vitað er hægt að reka fyrirtæki
lýðræðislega, og það hefur verið
gert með góðum árangri. Gott
dæmi um slíkt er Mondragón-
samvinnufélagið sem er sjöunda
stærsta fyrirtæki Spánar og
hefur starfað í rúm 60 ár með afar
góðum árangri. Stjórn fyrirtækis-
ins er lýðræðislega kjörin og hver
starfsmaður hefur eitt atkvæði.
Spurningin er einföld: úr því að
okkur er treyst til að velja okkur
fulltrúa sem stjórna landinu, af
hverju ættum við þá ekki að vera
þess umkomin að velja okkur full-
trúa í stjórn fyrirtækjanna sem
við störfum hjá? Sömu rök gilda
að sjálfsögðu um stofnanir ríkis-
ins – þær ætti að lýðræðisvæða á
sama hátt.
Nú er lag að láta á þessar hug-
myndir reyna á Íslandi og raunar
víðar. Lýðræði á efnahags sviðinu
yrði ótvírætt skref í þá átt að rekst-
ur fyrirtækja og stofnana taki að
þjóna hagsmunum allra þegna
en ekki bara fárra stjórnenda og
eigenda sem skara sífellt eld að
sinni köku. Lýðræðis leg fyrir tæki
hljóta eðli málsins samkvæmt
að lúta öðrum markmiðum en
óseðjandi hagvexti, gróðafíkn og
umhverfisspjöllum. Þau verða lóð
á vogarskálar þeirrar hugsjónar
að peningar eigi að þjóna fólki en
ekki öfugt.
Þannig rís krafan um lýðræði
að nýju eins og alda sem brotnar
á rústum þjóðskipulags sóunar,
útþenslu og sukks sem við höfum
alltof lengi mátt búa í. Lýðræðis-
félagið Alda sem starfa mun að
samfélagsbreytingum í anda lýð-
ræðis og sjálfbærni verður stofn-
að á laugardag kl. 16 í Hugmynda-
húsinu, Grandagarði 2. Allt
áhugafólk um þessi málefni er vel-
komið á fundinn.
Lýðræði í verki – á öllum sviðum
Lýðræði
Björn
Þorsteinsson
heimspekingur
Sé litið á svið stjórnmálanna kynnu marg-
ir að segja að við kusum þetta yfir okkur.
En þá verður strax að bæta því við, svo
allrar sanngirni sé gætt, að ekki var margra kosta völ.
Hann er nú ekki langur afreka-listinn hjá nýjum meirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur.
Forljótar strípur á Hverfis-
götunni og annað í þeim
dúr telst vart til afreka en
við sjáum hvað setur. Hvað
skipulagsmál varðar þá
heyri ég hvorki hósta né
stunu frá nýja meirihlutan-
um í borgarstjórn um flug-
völlinn skrýtna í Vatns-
mýrinni. Kannski er því
Besti Flokkurinn kominn í
sama gírinn hvað flugvöll-
inn varðar og fjórflokkur-
inn sem lítur á flugvöllinn
sem heilaga kú sem ber að
vernda í bak og fyrir.
Völlur breytinganna
í borginni er greinilega
strætó og í vagnana eru komnar
raddtilkynningar með tilheyrandi
bjölluglamri sem tilkynna hvaða
stoppistöð er næst og þegar stopp-
að er á viðkomandi stöð. Oft eru
stoppistöðvar skírðar nöfnum sem
segja fólki ekki neitt. Þessi nýja
„þjónusta“ sem kannski nýtist
1% farþega er pirrandi og þreyt-
andi plága og angrar allt venju-
legt fólk og flesta vagnstjórana.
Kvörtunum rignir yfir strætó
vegna þessa en reynt er að fela
það og óánægju vagnstjóra og gera
lítið úr öllu saman. Látið er að því
liggja að almenn ánægja sé með
uppá tækið og fáeinir kverúlantar
á móti þessu. Þar að auki er ætlun-
in að setja upp skjái í vögnum sem
sýna hvaða stoppistöð er næst. Það
er góð hugmynd og er þá lítið eftir
af rökum fyrir raddtilkynningum
og bjölluglamri því allir ættu að
vera læsir.
Ferðamenn geta lesið af skján-
um og hafa ekkert að gera með
raddtilkynningar því þeir skilja
illa íslenskan framburð. Blindir
geta ekki lesið af þessum skjáum
en kannski sjónskertir því letrið
er mjög stórt. Ég hef bent á góða
lausn fyrir blinda og sjónskerta
sem felst í því að tilkynningar þess-
ar megi heyra í heyrnartólum sem
geta verið við fremstu sæti í vagni
og tvö heyrnartól ættu að nægja í
hverjum vagni. Þá geta þeir sem
vilja hlustað á þessar tilkynn-
ingar og bjölluglamur en við hin
fáum frið fyrir plág-
unni. Ég hef reynd-
ar aldrei séð blinda
manneskju í strætó
en það er önnur saga.
Vandinn er sá að yfir-
menn strætó ætla
sér að troða þessum
raddtilkynningum
og bjölluglamri uppá
alla farþegana og líka
þá farþega sem vilja
ekki hlusta á þvæl-
una. Þeir vilja vís-
ast fækka farþegum.
Kannski væri réttast
að hafa svona raddtil-
kynningar og bjöllu-
glamur í einkabílum
yfirmanna strætó og sjá hvernig
þeim líkar plágan.
Yfirmenn strætó og nokkrir aðil-
ar í borgarstjórn hafa sett fram
hugmyndir um að láta BSÍ taka við
hlutverki Hlemms og Lækjartorgs
sem miðstöð strætósamgangna.
Þetta var tilkynnt með miklum
fagnaðarlátum af fólki sem aldrei
notar strætó og þetta virðist vera
í anda hugmynda um umhverfis-
vænan miðbæ. Það gleymist að BSÍ
er ekki miðpunktur eins né neins og
fórnarlömbin verða farþegar strætó
sem vanir eru að bruna beint í mið-
bæinn og á háskólasvæðið, en þurfa
þá að skipta yfir í annan vagn með
tilheyrandi tímatöfum og veseni.
Allar þessar fyrrnefndu breyting-
ar eru gerðar af fólki sem virð-
ist halda að strætófarþegar séu
vangefnir upp til hópa eða að um
gripaflutninga sé að ræða. Í stíl
við þennan hugsunarhátt eru flest
strætóskýlin sem halda hvorki
vatni né vindum og það að salernis-
aðstaðan fyrir farþega á Hlemmi er
í formi útikamars.
Strætó og skipulagsmál
Strætó
Einar Gunnar
Birgisson
rithöfundur
Í stíl við
þennan hugs-
unarhátt eru
flest strætó-
skýlin sem
halda hvorki
vatni né vind-
um.
Bómullarpeysa
Tilboð:
SUÐURHRAUN 12C