Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 30

Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 30
 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR30 timamot@frettabladid.is „Það er um að gera að gera sér dagamun þegar tilefnið gefst,“ segir Pétur Eggerz leikari en hann fagnar fimmtugs- afmæli sínu í dag með fjölskyldu og vinum. Pétur ólst upp í Reykjavík en fjölskylda hans var meðal frumbyggja í Breiðholti og flutti inn í fyrstu blokkina sem þar var byggð, á H-daginn 1968. Pétur segir gaman að hafa alist upp í hverfi í mótun. „Þá var Breiðholtið nánast uppi í sveit. Allir skólar sem maður fór í voru nýir, fyrst var ég í Breiðholtsskóla, tók landspróf í Hólabrekkuskóla og fór svo í Fjölbraut. Mér leið mjög vel að alast þarna upp, enda er ég aftur kominn í Breiðholtið.“ Aðspurður segist Pétur fjölskyldumaður. Stórfjölskyld- an sé samheldin og hittist oft. „Við erum þrjú systkinin. Mamma kemur úr stórri og samheldinni fjölskyldu en hún er yngst af fimmtán systkinum. Eins er föðurfjölskylda mín samheldin. Ég og Alda, konan mín eigum tvo unglinga og hún uppkominn son sem sjálfur er kominn með börn. Auð- vitað finnst manni alltaf að maður mætti eyða meiri tíma með fjölskyldunni, hún skiptir mig miklu máli.“ Pétur er einn af stofnendum Möguleikhússins og rekur það enn ásamt eiginkonu sinni. Þessa dagana er hann á þönum milli sýninga og æfinga en þessi árstími er anna- samur hjá Möguleikhúsinu. „Við erum með fjórar sýningar í gangi og erum að æfa upp tvær sýningar fyrir jólin. Desem- ber er annasamur en við hjálpum Þjóðminjasafninu að taka á móti jólasveinunum.“ Aðspurður hvort leiklistarbakterían hafi gripið hann snemma segist Pétur hafa byrjað að leika í barnaskóla. „Ég tók síðan þátt í að stofna leikfélag í FB en það var þó ekki fyrr en dálitlu eftir að ég kláraði stúdentinn að mér datt í hug að leggja leiklistina fyrir mig. Ég fór þá til London í leiklistarnám og hef starfað við leiklist meira og minna síðan.“ Þegar Pétur er spurður hvort hálfrar aldarafmæli sé til- efni til að horfa yfir farinn veg segir hann öll tímamót til- efni til að líta bæði um öxl, en líka til framtíðar. „Ég er mjög sáttur við mitt líf og starf og lít bjartsýnn fram á veginn. Það er góð tilfinning að eldast.“ heida@frettabladid.is PÉTUR EGGERZ LEIKARI: FIMMTUGUR Góð tilfinning að eldast 75 GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR leikkona er 75 ára í dag. „Ef við höfum ekki vinnu er um að gera að búa hana til og þá fara æfintýrin að gerast.“ ÁNÆGÐUR MEÐ LÍFIÐ Pétur Eggerz fagnar fimmtugsafmæli í dag og segir það góða tilfinningu að eldast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Olgeir Gottliebsson fv. hitaveitustjóri, Túngötu 1, Ólafsfirði, lést þriðjudaginn 9. nóvember. Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 20. nóvember kl. 14.00. Unnur Lovísa Friðriksdóttir Friðrik G. Olgeirsson Guðrún Þorsteinsdóttir Sigríður Olgeirsdóttir Björn Gunnarsson Snorri Þ. Olgeirsson Rósa Einarsdóttir og barnabörn Móðir okkar, Hjördís Þorsteinsdóttir Blikaási 25, Hafnarfirði, andaðist þann 14. nóvember síðastliðinn. Íris Randversdóttir Randver Þ. Randversson Lára Björk Steingrímsdóttir Margrét Hildur Steingrímsdóttir Rafnar Steingrímsson Okkar bestu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Gestheiðar Jónsdóttur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Anna Kristjánsdóttir Grímkell Pálsson Sigríður Eikaas og fjölskyldur 80 ára afmæli Hann Sumarliði á Ferjubakka verður 80 ára 22. nóv. Af því tilefni langar okkur að gleðjast með vinum og vandamönnum laugar- daginn 20. nóv. frá kl. 15.00 á Valfelli í Borgarhreppi. Systkinin Vinsamlegast látið vita ef þið sjáið ykkur fært að koma í síma 861-1432 eða evasum@simnet.is Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Kristbjörg Benediktsdóttir lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 12. nóvember sl. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.00 frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hörður Hjartarson Benedikt Harðarson Jóhanna Ólafsdóttir Una Björk Harðardóttir Pétur Hansson Hörður Harðarson Guðrún Hrund Sigurðardóttir Brynjar Harðarson Guðrún Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, Sigurðar Lárusar Kristjánssonar (Sigga í Bót) Lindasíðu 4, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri og Öldrunarlækningadeildar Kristnesspítala. Kristján Jakob Pétursson Ragnheiður Ólafsdóttir Guðmundur Friðrik Sigurðsson Auður Hansen Ingibjörg Anna Sigurðardóttir Gunnlaugur Sverrisson Harpa Hrönn Sigurðardóttir Gunnar Viktorsson Kristlaug María Sigurðardóttir Loftur Guðni Kristjánsson Íris Halla Sigurðardóttir Jón E. Árnason afa- og langafabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, bróður og mágs, Gísla Haukssonar Hólmvaði 2, Reykjavík. Karen S. Kristjánsdóttir Unnur Gísladóttir Einar Ómarsson Anna Kristín Gísladóttir Unnur Gísladóttir Haukur Berg Bergvinsson Halldór Hauksson Sumarlína Pétursdóttir Bergrós Hauksdóttir Kristjana Berg Hauksdóttir Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, Birgir Örn Lárusson Vallarbarði 13, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur að heimili sínu sunnudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 15.00. Lárus Geir Brandsson Ingibjörg Marinósdóttir Íris Dögg Lárusdóttir Hafdís Kristín Lárusdóttir Lilja Benediktsdóttir Rakel Auður Árnadóttir MOSAIK Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Mörtu Sonju Magnúsdóttur Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólkinu á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun, ljúft viðmót og hlýju. Aðstandendur. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.