Fréttablaðið - 19.11.2010, Side 35

Fréttablaðið - 19.11.2010, Side 35
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 3 Sögufélagið Steini stendur fyrir þjóðlegri sögustund á morgun, laugardag, í Klébergsskóla á Kjalarnesi. Sögustundin sem Sögufélagið Steini stendur að er hugsuð sem eins konar framhald af degi íslenskrar tungu 16. nóvember síðast liðinn. Þema sögustundarinnar er þjóð- skáldið Matthías Jochumsson, sem meðal annars var prestur á Kjalar- nesi, en nú í nóvember eru 175 ár liðin frá fæðingardegi hans sem og 90 ár frá dánardegi hans, en Matthíast lést 18. nóvember 1920. Gestir sögustundarinnar eru rit- höfundurinn og sagnfræðingurinn Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, sem meðal annars skrifaði bókina Upp á Sigurhæðir sem fjallar um ævi Matthíasar. Erindi Þórunnar nefn- ist Matthías Jochumsson – Einn frægasti nábúi Esju. Ljóð eftir Matthías sem og brot úr leikverki hans, Skugga-Sveini, verða lesin af Jóni Júlíussyni leik- ara og Geirlaugu Þorvaldsdóttur leikkonu. Þá flytja nemendur úr Klébergsskóla tónlistaratriði og séra Gunnar Kristjánsson flytur erindi um þau ár sem Matthías bjó á Móum. Dagskráin hefst klukkan 16 og aðgangseyrir er 1.000 krón- ur. - jma Þjóðleg sögustund Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir er meðal þeirra sem fjalla um Matthías Jochums son í Klébergsskóla á Kjalarnesi á morgun. Tónlist á mörkum djass og blús er þema tvennra tónleika sem kvart- ett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar heldur í Risinu næst- komandi sunnudags- og mánudags- kvöld. Tónlistin er að hluta til ný og að hluta til gömul, meðal annars af plötunum Blátt ljós og Bláir skuggar en þó verður ekki sama efnisskráin á báðum tónleikun- um. Auk Sigurðar skipa kvartettinn þeir Þórir Baldursson á Hammond- orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Einar Scheving á tromm- ur. - jma Klúbbvæn djasstónlist Kvartett Sigurðar Flosasonar heldur tvenna tónleika í Risinu. Efnisskrá tónleikanna sem kvartett Sigurðar Flosasonar stendur fyrir um helgina er ekki sú sama bæði kvöldin. Vegna alþjóðlegu athafnavikunnar verður Vísinda- porti Háskólaseturs Vestfjarða breytt í Kaffihúsið Ver- öld. Þar munu ólíkir einstaklingar hittast og ræða vel valin málefni í hópum. Að lokum verða niðurstöður umræðnanna settar á „vegg viskunnar“ og í framhald- inu birtar á netinu. Kaffihúsið verður opnað kl. 12.10. heimild. www.hsvest.is Kæru viðskiptavinir DIGRANESVEGUR 10 // 200 KÓPAVOGUR // SÍMI 527 2777 // INFO@MYSECRET.IS // WWW.MYSECTRET.IS Þar sem okkur er óheimilt að vera með fullyrðingar sem eru ekki vísindalega rannsakaðar, höfum við breitt því og eru nýjar vörur komnar á markaðinn. Ýmsar heimildir frá virtum háskólum víðsvegar um heiminn ásamt rannsóknum og sögum sýna að engifer er talinn vera mjög virk jurt við ýmsum kvillum. Í aada frá My Secret er einungis notaður 100% ferskt engifer. aada er íslenskt vörumerki og íslensk framleiðsla. „Engifer hefur verið einn af hornsteinum austurlenskra náttúrulækninga í þúsaldir” Heimild: www.lyfja.is „Engiferdrykkurinn aada hefur hjálpað mér við gigt og bólgum“ Reynsludaga: Anna Árnadóttir „Engifer virkar jafnvel gegn vöðvaverkjum og slitgigt og verkjalyf” Heimild: www.heilsuhusið.is „Engifer hefur í nokkur ár verið rannsakaður við liðverkjum og bólgum” Heimild: www.heilsa.is Fleiri reynslusögur viðskiptavina okkar er að finna á www.mysecret.is Á tilboði fram að jólum í næstu verslun Engiferdrykkurinn aada frá My Secret E n g i f e r e h f | D i g r a n e s v e g i 1 0 | 2 0 0 K ó p a v o g i | S í m i 5 2 7 - 2 7 7 7 | w w w. m y s e c r e t . i s

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.