Fréttablaðið - 19.11.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 19.11.2010, Síða 36
 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR4 „Ég lagði höfuðið lengi í bleyti til að finna nafn við hæfi og sem tengd- ist kökuskreytingum, en nafnið er lýsandi fyrir ástandið í þjóðfélag- inu, að hér fáist allt í köku og auð- vitað að fólk komi allt í köku,“ segir brosmild Kristín Eik Gústafsdóttir sem á morgun lætur drauma sína rætast og heldur upp á opnun köku- skreytingabúðar sinnar Allt í köku, um leið og hún fagnar þrítugsafmæli sínu og meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Á sunnudag opnar verslunin svo form- lega almenningi. „Við Katrín systir áttum ekki aftur kvæmt frá hrærivélinni eftir að komið var að okkur að halda barnaafmæli. Það eru ekki nema tvö ár síðan en bara á þeim stutta tíma erum við báðar orðnar for- fallnar kökuskreytingarkonur og vitum ekkert skemmtilegra en að föndra við kökuskraut. Hins vegar kom fljótt í ljós að efniviður til kökuskreytinga var afar fátæk- legur hér heima svo við fórum að panta vörur að utan. Við það opnað- ist heimur kökuskreytinga og opin- beraðist enn betur hversu Íslend- ingar eru ótrúlega skammt á veg komnir í kökuskreytingum því fari maður til Bandaríkjanna, sem er mekka kökuskreytingarmenning- ar, er ekki þverfótað fyrir heillandi sérverslunum og heilu samfélögin til í kringum kökuskreytingar. Ég sá því í hendi mér að svona verslun sárvantaði heima og ákvað að kasta örlagateningunum,“ segir Kristín Eik um þessa skemmtilegu viðbót í flóru sælkeraverslana. Einnig verð- ur hægt að kaupa allt í köku í vef- versluninni www.alltikoku.is, þar sem líka má finna skemmtilegan fróðleik um kökuskreytingar, kon- fekt, mótagerð og bakstur. „Sykurmassi er töfraefni í köku- skreytingar og möguleikarnir óþrjót- andi. Landsmenn geta nú loks unnið með fínasta sykurmassamerki ver- aldar, sem er SatinIce frá Satin Fine Foods, og notaður af bestu bökurum heims, en margir þekkja merkið úr frægustu kökuþáttum sjónvarps- stöðvanna. Þá erum við með duftsyk- urmassa sem er frábær í skreyting- ar sem á að geyma, því hann þornar upp og hægt að geyma stytturn- ar áratugum saman eins og hverj- ar aðrar postulínsstyttur,“ segir Kristín Eik í heimilislegri verslun sinni þar sem finna má úrval sykur- massa- og konfektmóta, tilbúinn syk- urmassa, mynstur mottur, matarliti, skrautsykur, piparkökumót, bækur, bökunarmót og gómsæt bragðefni. „Hér er nú ævintýraland bak- arans og algjör veisla að koma því loks fæst allt sem þarf í dýrind- is kökuskreytingar á einum stað. Kökuskreytingar eru afbragðs útrás fyrir sköpunarkraftinn og allir geta spreytt sig á fallegri köku með aðdá- unarverðum árangri,“ segir Kristín Eik og útskýrir ánægjuna við köku- og konfektgerð. „Allir verða svo einlægt ánægðir þegar þeim eru boðin sætindi. Það eru laun sem enginn stenst eftir vinnu að baki gómsætrar og fagurr- ar köku.“ Allt í köku er á Suðurlandsbraut 4 og verður opin alla virka daga. Sjá nánar á www.alltikoku.is. thordis@frettabladid.is Enginn stenst fagra köku Dyr að ævintýralandi allra sem elska fallegar kökur, konfekt og sætindi ljúkast upp á sunnudaginn þegar kökuskreytingabúðin Allt í köku verður opnuð með áður óséðu úrvali kökuskreytingarvarnings. Sykurmassi býður upp á endalaus tæki- færi fyrir ímyndunaraflið í kökugerð. Styttur úr sykurmassa, eins og þessi af litla barninu sofandi, má geyma áratugum saman og vinsælt að nota slíkar styttur aftur og aftur á skírnartertur í fjölskyldum. Kristín Eik Gústafsdóttir, eigandi Allt í köku, heldur spennandi námskeið í sykurmassa- gerð, sykurmassaskreytingum og konfekt- og mótagerð eftir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Loi Krathong, árleg hátíð Taílendingafélagsins á Íslandi, verður haldin í Rimaskóla á morgun frá klukkan 11 til 18. Löng hefð er fyrir hátíðinni í Taílandi, en hún er til dýrðar gyðju vatnsins og haldin á fullu tungli í tólfta mánuði taílenska tunglalmanaksins. „Við erum bara að fagna okkar menningu og samvinnu Taílend- inga á Íslandi,“ segir Petra Delux- sanna formaður Taílendinga- félagsins. „Þetta er tækifæri til að gera eitthvað saman og vera fín í taílensku búningunum okkar, sem við fáum ekki oft tækifæri til að nota.“ Fjölbreyttur taílenskur matur verður seldur á hátíðinni og eins og venjan er rennur allur ágóðinn til styrktar góðu málefni. „Í fyrra vorum við að safna fyrir Búdda- félagið á Íslandi,“ segir Petra, „en núna verður allur ágóðinn sendur til Taílands til að hjálpa þeim sem urðu illa úti í flóðunum í október.“ Hátíðin er öllum opin enda segir Petra að í hugum Taílend- inga þýði hátíð einmitt að allir séu velkomnir. - fsb Hátíð þýðir að allir eru velkomnir Loi Krathong, hátíð Taílendingafélagsins, verður haldin í Rimaskóla á morgun. Myndin var tekin á hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nýsköp- unarmessa Háskóla Íslands verður haldin á Háskólatorgi í dag milli klukkan 11 og 17.15. Þar verða Hagnýtingar- verðlaun HÍ afhent auk þess sem sprota- fyrirtæki sem hafa sprottið úr jarðvegi Háskólans verða með kynningu. Þau eru Amivix, Gavia, Global- Call, Meniga og Ýmir Mobile. Heimild: www. hi.is Allur ágóði rennur til verkefna innanlands. NemendurMenntaskólans í Kópavogi íáfanga umsjálfboðiðRauðakross starf sjá um markaðinn. RAUÐA KROSSINS 20. nóvember Kópavogsdeild Rauða krossins heldur markað laugardaginn 20. nóvember kl. 11-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða handverk sjálfboðaliða deildarinnar, sauma- og prjónavörur, kökur og annað föndur. Þá verða notuð föt til sölu og skiptidótamarkaður einnig í gangi þar sem fólki gefst tækifæri til að koma með dót og skipta út fyrir annað. Einnig verður hægt að kaupa notuð leikföng á vægu verði. Auk þessa verður handverk frá Mósambík til sölu, skartgripir, töskur, batik-myndir og fleira. MARKAÐUR HERRA- KULDASKÓR Úrval af herrakuldaskóm úr leðri, fóðruðum með lambsgæru. Stærðir: 41 - 47 Verð: 23.700.- Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.