Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 44
8 föstudagur 19. nóvember Hún er nýorðin 27 ára, nýskriðin úr leiklistar- skólanum og nýja stelpan í Þjóðleikhús- inu. Fyrstu vikuna var hún látin sitja næstum nakin fyrir á plakati og er núna að heimsækja grunnskóla í prinsessu- kjól. Þórunn Arna Kristjánsdóttir hefur komist að því að leikkonustarfið er svo sannar lega fjölbreytt og hún elskar hverja mínútu. Viðtal: Álfrún Pálsdóttir Fatnaður: Sonja Bent Ljósmyndir: Anton Brink M ér líður stund- um eins og ég sé í starfsþjálfun í Þjóðleikhúsinu. F i n n s t ó ra u n - verulegt að þetta sé vinnan mín en svo man ég það þegar ég fæ útborgað. Það er ágætis tilbreyt- ing að fá laun í hverjum mánuði,” segir Þórunn Arna, eða Tóta eins og hún alla jafna er kölluð, með breitt bros á vör. Tóta er fædd og uppalin á Ísa- firði og þar steig hún sín fyrstu skref í leiklistinni. Hún stofnaði sinn eigin leikhóp með vinkonum sínum sex ára og tók þátt í upp- færslum á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar og Litla leikklúbbsins. Hún missti aldrei úr eina einustu sýningu. Tóta viðurkennir þó að hún hafi oft öfundað krakkana sem bjuggu í Reykjavík því þar fannst henni vera miklu meiri möguleikar og stærri tækifæri á leiklistarsviðinu. Eftir á að hyggja hefði hún þó hvergi annars stað- ar viljað alast upp. „Hvar sem ég hefði fæðst í heiminum þá hefði ég sennilega aldrei fengið eins mörg tækifæri og ég fékk á Ísa- firði.“ „Það er svo skrítið að þrátt fyrir að hafa alltaf átt mér þann draum að verða leikkona, vera alltaf leikandi og syngjandi, þá var ég alveg ofsalega lítil og feimin í skólanum, þorði eigin- lega aldrei að segja neitt nema hafa hugsað það mjög vel áður og fannst allir klárari en ég. Svo þegar átti að sýna leikrit í skól- anum var ég alltaf jafnt spennt. Núna væri komið tækifærið mitt til að láta ljós mitt skína og allt- af var ég jafnt svekkt þegar mér var sagt að hlutverkið mitt væri að vera ein af stelpunum í kórn- um,“ segir Tóta og rifjar upp sína fyrstu leikhúsminningu sem barn þegar hún hágrét yfir söngleikn- um Söngvaseið. „Við fjölskyldan fórum saman á Söngvaseið þegar ég var sex ára. Spes leikhúsferð til Reykjavíkur. Ég man að ég var rosa leið þegar ég sá að sætin okkar voru á efsta bekk á svöl- unum. Fattaði ekki að salurinn hallaði því ég hafði aldrei farið í þannig leikhús,“ segir Tóta og bætir við að hún hafi farið að há- gráta í lokin á sýningunni. Upp- numin af leikhústöfrunum. „Ég var mjög tilfinningaríkt og óhefl- að barn,“ hlær Tóta. HIÐ ALRÆMDA INNTÖKU- PRÓF Eftir þrjár tilraunir í hið alræmda inntökupróf leiklistardeildar Listaháskólans komst Tóta inn. Hún viðurkennir að hún hafi verið byrjuð að skipuleggja bú- ferlaflutninga og byrjuð að undir- búa að sækja leiklistarnám ann- ars staðar en Íslandi þegar hún loks komst inn. „Fyrst sótti ég um þegar ég var að klára stúdentsprófið á Ísafirði. Ég sótti bæði um í söngnámið og leiklistina í Listaháskólanum og var svo mikið fiðrildi að ég tók því ekkert svo nærri mér þegar ég komst ekki áfram í leiklist- inni því daginn eftir komst ég inn í söngdeildina og ákvað að það yrði þá bara þannig,“ segir Tóta en á sínu öðru ári í söngn- um var hana aftur farið að klæja í puttana að reyna við leiklistina og fór í inntökuprófið af fullri al- vöru eins og hún sjálf orðaði það. „Ég komst í lokahópinn. Það var mikið sjokk að komast ekki inn því mér fannst allt ganga svo vel. Ég bölvaði skólanum í sand og ösku og ætlaði sko aldrei aftur líta við þessum leiklistarskóla,“ rifjar Tóta upp með bros á vör en strax árið eftir var hún mætt á nýjan leik. „Ég get verið rosa- lega þrjósk þegar ég vil það en það hefur kannski hjálpað að í það skiptið var ég alveg afslöpp- uð og hálfpartinn búin að skipu- leggja að flytja til útlanda og kanna nýjar slóðir. En þá komst ég alla leið,“ segir Tóta sposk og vill meina að það hafi verið örlög að hún hafi komist inn á þeim tímapunkti sem hún gerði. „Ég hefði ekki getað verið heppnari með bekk og prísa mínum sæla að hafa verið með þessu hæfi- leikaríka fólki í bekk. Við náum öll svo vel saman og erum sam- heldinn hópur. Eftir á að hyggja hefði ég ekki viljað komast inn fyrr en þá,“ bætir Tóta við og ber Listaháskólanum vel söguna. „Þegar ég byrjaði hugsaði ég leikhús bara út frá stóru leik- húsunum og frægustu verkunum en í Listaháskólanum opnuðust augu mín fyrir alls konar leiklist- arstefnum og jaðarlistum. Þetta var frábær tími og ég lærði heil- mikið þó að ég telji mig ennþá vera heilmikið að læra.“ BORGAR SIG AÐ VERA BARNALEGUR Tóta segist hafa prófað mikið gegnum tíðina sem barn og meðal annars spilað á fiðlu og lært klass- ískan söng. „Ég er alltof óöguð í svoleiðis nám. Ég er mikil félags- vera og það hentar mér alls ekki vera inni í herbergi að æfa mig marga tíma á dag. Kannski að það sé ástæðan fyrir því að mér gekk aldrei neitt afburðavel í skóla fyrr en núna.“ Hún kláraði þó söngnámið og er í raun útlærð óperusöngkona líka. „Það sem kom mér í gegn- um söngnámið var að ég tók þátt í uppfærslum í Óperunni og fékk því smá útrás fyrir leikarahliðina í leiðinni. Það gerði það að verkum að ég kláraði söngnámið og hafði sjálfstraustið til að sækja um leik- listarskólann í þriðja sinn.“ Tóta var ein af þremur í sínum útskriftarbekk sem fékk samning hjá einu stærsta leikhúsi landsins, Þjóðleikhúsinu, og má meðal ann- ars berja hana augum í leikritinu Finnski hesturinn ásamt því að hún leikur sjálfa prinsessuna í barnaleikritinu Ballið á Bessastöð- um sem verður frumsýnt í janúar. Hvernig brást hún við þegar hún fékk samningstilboð frá Þjóðleik- húsinu svona nýskriðin úr námi? „Ég varð svo glöð að ég fór út í búð og keypti mér skó,“ segir Tóta hlæjandi og viðurkennir að það hafi verið ákveðinn léttir að kom- ast að hjá stóru leikhúsi strax eftir útskrift enda fylgir leikarastarfinu oft óvissa enda mikil samkeppni á litlum markaði. Tóta vill meina að hún sé loksins að græða á því að líta út fyrir að vera mun yngri en hún er. „Loksins er farið að borga sig að hafa verið síðastur til að fá brjóst, vera 158 sentimetrar á hæð og þurfa alltaf að sýna skilríki. Það er ekkert skrítið að ég sé alltaf sett í barnahlutverkið og mér líkar það vel enn sem komið er,“ segir NÝJA STELPAN Í LEIKHÚSINU Tilfinningarík og óhefluð Þórunn Arna Kristjánsdóttir er lærð óperusöngkona en segist vera of mikið fiðrildi til að geta starfað við það. Hún „Loksins er farið að borga sig að hafa verið síðastur til að fá brjóst, vera 158 sentimetrar á hæð og þurfa alltaf að sýna skilríki. Það er ekkert skrítið að ég sé alltaf sett í barnahlutverkið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.