Fréttablaðið - 19.11.2010, Side 45

Fréttablaðið - 19.11.2010, Side 45
19. nóvember föstudagur 9 vill meina að leiklistin eigi betur við hana enda félagsvera. Fyrsta leiklistarfélagið „Þarna erum við Dísa vinkona mín enn og aftur komnar í búning, vissum fátt skemmtilegra. Við vorum alltaf að búa til leikrit og skemmtiatriði. Í dag er Dísa óperusöngkona í Berlín og ég orðin leikkona og erum svo heppnar að það fylgir starfinu okkar að vera alla daga í búningi. Við Dísa kynntumst þegar við vorum þriggja ára og höfum verið bestu vinkonur alla tíð síðan.“ Óborganleg fjölskyldumynd „Fjölskyldan í sumarfríi, stór- kostleg mynd sem væri ekki til í dag því henni hefði hrein- lega verið eytt af digitalvélinni. Pabbi hefur skellt myndavélinni á borðið, hlaupið síðan á sinn stað, allir tilbúnir með sísið og þegar flassið kom brostum við öll eins og enginn væri morgun- dagurinn. Enda er fátt skemmtilegra en að fara í sumarbústað með skemmtilegu fólki.“ Garðvinna „Þarna er ég í garðinum hennar Nönnu frænku að hjálpa henni að hugsa um blómin. Garðurinn hennar Nönnu var eins konar töfragarður fyrir barn eins og mig. Tré til að klifra í, endalausir felustaðir, dularfullir steinar, kartöflugarður og ótrúlega falleg blóm voru uppspretta mikilla ævintýra sem öll hófust með því að ég fann mér eina Gleym-mér-ei sem ég límdi á fötin mín.“ Tóta, sem hefur alltaf verið mikil barnagæla og vill meina að ef hún hefði ekki elt leikkonudrauminn væri hún líklegast kennari í dag. „Mér finnst svakalega gaman að kenna. Hef verið að kenna leiklist í Ísaksskóla og það er rosalega gef- andi að sjá hvað einn klukkutími af leiklistarnámi á viku gerir fyrir krakkana. Þau þroskast mikið í því ferli og í mínum bekk var enginn látinn leika tré. Það eiga allir að fá sín móment á sviðinu.“ ALLTAF MEÐ ATRIÐI Tóta er staðráðin í að festa sig í sessi í leikarabransanum enda er þetta það sem hún vill gera. „Þetta er erfiður bransi og mikil sam- keppni. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af því. Þegar við i bekknum settum upp verk í Nemendaleik- húsinu vorum við búin að ákveða að vinna með hvert öðru og ekki reyna að láta okkar ljós skína sterkast á sviðinu,“ segir hún og bætir við að slíkt komi oft niður á hópnum. „Það er líka einkenni góðra leikara að láta alla í kring- um sig líta vel út og við vildum gera það.“ Tóta þarf að hugsa sig um vel og lengi þegar hún er spurð að því hvert sé hennar draumahlut- verk. Eftir langan umhugsunar- frest segir hún: „Seinna á ferlinum mundi ég vilja leika alvöru konu. Þegar maður er búin með barna- hlutverkin, þá væri gaman að fá að bregða sér í hlutverk sterkrar konu eða kannski tálkvendis.“ Athyglisýki og hressleiki í partí- um einkennir oft leikarastéttina. Er hún ein af þeim sem eru allt- af með uppistand fyrir gesti í gleðskap? „Já, fjölskyldan mín er örugglega komin með ógeð á mér því það er varla búin að vera veisla án þess að ég hef haldið ræðu, sungið eða verið með atriði. Mér finnst samt langskemmtilegast að halda veislur sjálf og vera veislu- stjóri í mínu eigin partíi,“ hlær Tóta. Hún segist ekki myndu gefast upp þótt tækifærum myndi fækka hér á landi heldur færi hún bara eitthvert annað. „Ég er opin fyrir öllu og heimurinn er svo stór og býður upp á marga möguleika. Ég er alveg til í að fara eitthvert annað og skoða aðra leikhúsheima en eins og staðan er núna ætla ég að njóta og nýta þetta tækifæri sem ég fékk í Þjóðleikhúsinu. Eins og ég sagði áðan get ég verið mjög þrjósk þó að saklausa útlitið segi annað. Ég er komin til að vera,“ segir Tóta glaðbeitt og sannfærir undirritaða undir eins. Ásta Hermannsdóttir förðunarfræðingur og meistari í snyrtifræði verður með kennslu og kynningu laugardaginn 20. nóv. frá kl 14.00-16.30 og ætlar hún að sýna og leiðbeina hvernig best er að nota hreina Mineral farðann okkar. 15% afsláttur af blush í kinnar- og augnskuggum. Gefðu unaðslegt dekur í jólagjöf Hugaðu að líkama og sál ólakertin fást hjá okkur íslensk framleiðsla J jafakassar frá – 1.990 kr.G www.signaturesofnature.is Verlsanir okkar eru í Smáralind 2. hæð við D-inngang | sími 511-10-09

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.