Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 64

Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 64
40 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Okkurgulur sandur nefnist safn tíu nýrra ritgerða og greina eftir jafn marga höf- unda, sem allar fjalla um verk Gyrðis Elíassonar frá ólíkum sjónarhornum. „Það má segja að þetta sé eins konar tilraun til að kortleggja skáldskap Gyrðis í samtímanum,“ segir Kristján Kristjánsson, útgefandi hjá Uppheimum, um Okkur gulan s a nd . H a n n segir hugmynd- ina að bókinni hafa komið frá ritstjóra henn- ar, Magnúsi Sig- urðssyni. „Hann stýrði þessari bók af mikilli röggsemi og fékk höfunda til liðs við sig til að sýna fjölbreytileikann í skáldskap Gyrðis og rekja meginlínurnar í honum, hvern með sínum hætti.“ Efni ritgerðanna er fjölbreytt enda spannar skáldskapur Gyrðis vítt svið; ljóð, smásögur, skáldsög- ur, þýðingar og sendibréf. „Hall- dór Guðmundsson, gamli útgefand- inn hans Gyrðis, bendir til dæmis á í grein sinni að hann hefur verið ötull bréfritari og rýnir í hvernig Gyrðir skrifar sendibréf.“ Guðmundur Andri Thorsson er í hópi greinahöfunda í bókinni. Grein hans, Tónarnir berast orð- tengdir, fjallar um tónlist í verk- um Gyrðis. „Það er mjög mikið um vísanir í tónlist,“ segir Guðmundur Andri. „Það er verið að spila músík í öllum hans sögum og ég fer aðeins yfir það. Svo náttúrulega er stíll hans tónlist. Ég reyni að lýsa því sem og hvaða hlutverki tónlistin gegnir í sögunum hams.“ Þeir sem hafa orðið handgengnir verkum Gyrðis í gegnum tíðina, verða gjarnan eindregnir „Gyrðis- menn“. Er einhver sérstök skýring á því? „Þú þarft ekki nema nokkrar setningar til að átta þig á að þú ert að lesa sögu eftir Gyrði. Um leið stígurðu inn í ákveðinn sagnaheim, sem hann hefur búið til, algjörlega einn. Það held ég að sé skýringin á því af hverju hann er svona ást- sæll. Hins vegar held ég það sé líka dálítið vanmetið, sem Hermann Stefánsson kemur inn á í merkilegri grein, hversu mikið Gyrðir hefur breyst á undanförnum árum; hvað seinni bækurnar eru frábrugðnar þeim fyrri. Á yfirborðinu virðist þetta allt dálítið lygnt, en það hefur orðið grundvallarbreyting.“ bergsteinn@frettabladid.is 40 menning@frettabladid.is Sagnaveröld Gyrðis kortlögð GYRÐIR ELÍASSON „Þú þarft ekki nema nokkrar setningar til að átta þig á að þú ert að lesa bók eftir Gyrði,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, sem skrifar grein um tónlist í verkum skáldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Árvissir góðgerðatónleikar Íslands- deildar góðgerðasamtakanna Carit- as verða haldnir á sunnudag og mun ágóðinnn renna til styrktar Mæðra- styrksnefnd. „Efnisskráin spannar mjög vítt svið, en hún nær allt frá endurreisnartímanum til dagsins í dag,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas. „Það gefa allir listamenn sem koma fram vinnu sína, en meðal þeirra sem taka þátt eru Kristján Jóhannsson sem fann sér tíma til að vera með okkur þó að hann hafi afar mikið að gera. Fyrir það erum við þakklát.“ Fjölmargir aðrir listamenn koma fram og má þar nefna Huldu Björk Garðarsdóttur sópransöngkonu, Gunnar Kvaran sellóleikara og Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu- leikara. „Þetta er í 18. sinn sem við höld- um góðgerðatónleika við upphaf jólaundirbúningsins og fyrir marga marka þeir upphafið að aðvent- unni,“ segir Sigríður sem bendir á að miðaverði hafi mjög verið stillt í hóf, en aðgangseyrinn er 3.000 krónur. Tónleikarnir eru í Krists- kirkju Landakoti og hefjast klukk- an fjögur. - sbt Upphafið að aðventunni KRISTJÁN JÓHANNSSON Á meðal þeirra sem koma fram á góðgerðatónleikum Caritas til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Tónlist ★★★★ Goldberg-tilbrigðin eftir Bach Kammermúsíkklúbburinn Ekki svefnlyf, heldur örvandi Ein ógeðfelldasta senan í kvikmyndinni Lömbin þagna sýnir mannætuna Hannibal þar sem hann er nýbúinn að myrða tvo lögregluþjóna. Líkin af þeim liggja á gólfinu og það flýtur allt í blóði. Hannibal stendur yfir þeim dreymandi á svipinn og er að hlusta á upphafið að Goldberg-tilbrigðunum eftir Bach. Senan í myndinni er gott dæmi um það sem kallað hefur verið „kontra- punktur hins heyranlega og sýnilega“ (audio/visual counterpoint). Tónlistin er þarna í öfugu samhengi við það sem áheyrandinn sér. Þetta er stílbragð í kvikmyndagerð til að draga fram andstæður og gera hið ljóta enn ljótara. Morð verður enn viðbjóðslegra við hliðina á rólegri tónlist Bachs. Það er eitt að fremja morð en annað að fremja morð og hlusta svo á guðdómlega músík yfir líkunum. Kannski er það þó engin tilviljun að Hannibal hefur svona miklar mætur á Goldberg-tilbrigðunum. Hann er brjálaður, en hann er líka geðlæknir og Bach hugsaði einmitt tilbrigðin sem nokkurs konar geðlyf. Þau voru jú samin að beiðni greifa nokkurs sem þjáðist af svefnleysi. Nemandi Bachs, Goldberg að nafni, bjó hjá greifanum og átti hann að stytta greifanum and- vökustundirnar, og jafnvel spila hann í svefn með tilbrigðunum. Sem svefnlyf eru Goldberg-tilbrigðin misheppnuð. Þau eru svo lifandi og björt að þau fylla mann gleði, ekki svefnhöfgi. Sérstaklega þegar þau eru leikin eins og í Kammermúsíkklúbbnum í Bústaðakirkju á sunnudaginn var. Þau Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari spiluðu. Upphaflega voru tilbrigðin skrifuð fyrir sembal en eru sennilega oftar leikin á píanó í dag. Hér voru þau flutt í útsetningu rússneska fiðluleikarans Dmitrys Sitkovetsky. Segjast verður eins og er að þetta er frábær útsetning. Hún er alveg laus við tilgerð. Mismunandi hliðar tónlistarinnar koma út eins og maður þekkir þær. Samt eru blæbrigðin og litir skýrari – og afmarkaðri. Hinar fjölmörgu raddir fá allar að njóta sín í strengjaumgjörðinni, þær hafa meira rými, það fer betur um þær á einhvern undarlegan hátt. Þremenningarnir spiluðu af aðdáunarverðri festu og aga, en samt var túlkunin fjörug og spennandi. Hvergi var dauður punktur í leiknum. Marg- breytilegt tónmálið var stílhreint og fallega mótað af hópnum. Þetta var ekki svefnlyf, heldur örvandi efni! Á undan var tríó op. 9 nr. 3 eftir Beethoven. Það kom yfirleitt vel út. Stundum örlaði á smá óöryggi. En Goldberg-tilbrigðin á eftir voru svo skemmtileg að það fyrirgafst auðveldlega. Jónas Sen Niðurstaða: Glæsilegur flutningur á Goldberg-tilbrigðum Bachs í strengja- útsetningu verður lengi í minnum hafður. GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Höfundar greina: Fríða Björk Ingvarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Halldór Guðmundsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hermann Stefánsson, Ingunn Snædal, Jón Kalman Stefánsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sveinn Yngvi Egilsson. Ritstjóri: Magnús Sigurðsson. OKKURGULUR SANDUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is SÝNT Í JANÚAR HLEMMUR Í MYNDUM Ljósmyndasýningin Hlemmur eftir Helga Halldórsson var opnuð í Ljós- myndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu í gær. Sýningin gefur innsýn í daglegt líf farþega, fastagesta og starfsfólks á Hlemmi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.