Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 66
42 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Bækur ★★★ Önnur líf Ævar Örn Jósepsson Uppheimar Af skunkum og svörtum englum Löggugengið úr bókum Ævars Arnar, þau Stefán, Katrín, Árni og Guðni, er löngu orðið heimilisvinir flestra Íslendinga, ekki síst eftir sjónvarpsþáttaraðirnar eftir fyrstu bókunum tveimur. Hér eru þau mætt í sjöttu sögunni og hafa þróast hvert í sína áttina eins og fólk gerir. Árni orðinn hamingjusamur út- hverfaplebbi með konu og tvö börn, Katrín einstæð móðir tveggja unglinga í Hvassaleit- inu, Stefán í þunglyndi eftir konumissi og Guðni á góðri leið með að drekka sig í hel. Ekki beysin uppskrift að rannsóknarteymi, en auðvitað finna þau lausn gátunnar, þótt mikið gangi á og áföllin læði sér inn í þeirra eigin raðir. Málið sem þau fást við hér, brútalt morð á ungri konu, er ógeðfellt með eindæm- um, ekki síst þar sem sama stúlkan hafði orðið fyrir hrottalegri hópnauðgun rúmu ári áður. Óhugnaðurinn vex enn við það að stúlkan er frænka Katrínar og fyrrverandi barnfóstra og Katrín því í raun beggja vegna borðsins, bæði rannsóknaraðili og aðstandandi. Inn í söguna fléttast búsáhaldabyltingin í janúar 2009 og árekstur anarkistanna á Austurvelli og máttarstólpa þjóðfélagsins, dópsala Lalla feita, ungbarnasund og uppgerð á Landrover, svo fátt eitt sé nefnt. Úr verður spennandi saga sem rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugs- unar og kemur sífellt á óvart. Annað málið sem löggurnar glíma við og splundrar hópnum er þó óleyst í bókarlok svo lesendur geta strax farið að láta sig hlakka til næstu sögu í beinu framhaldi. Sagan flakkar fram og aftur í tíma, byrjar í maí 2010, fer síðan aftur til jan- úar 2009 og lýkur í október 2010. Þannig gefst lesendum færi á að kynnast fórnarlambinu og aðstæðum þess betur en oft gerist í sakamálasögum og láta sig því örlög hennar meiru varða. Ævar Örn er flinkur krimmahöfundur, byggir sögurnar vel, kynnir bæði fórnarlömb og löggur í þaula af næmum mannskilningi, er gagnrýnin á samfélagið og skrifar betri og eðlilegri samtöl en nokkur annar íslenskur höfundur. Glæpamennirnir fá meira að segja oft eigin rödd, þótt samúðin með þeim sé eðlilega af skornum skammti og persónulýsingarnar því meira einhliða. Önnur líf sver sig í ætt fyrri bóka Ævars Arnar, en ástæðan fyrir nauðgun- inni þykir mér dálítið ótrúverðug og skemma annars flott plott. Engu að síður er sagan fínasta glæpasaga, spennan byggð upp jafnt og þétt eins og vera ber og lausn gátunnar langt frá því augljós. Svo ekki sé nú minnst á hversu gaman það er að viðhalda kynnunum við gengið á Hverfisgötunni. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Fínn krimmi með flottu plotti og góðri persónusköpun. Rígheldur athygli lesandans, vekur til umhugsunar og kemur á óvart. Þjóðminjasafn Íslands vinnur nú að söfnun heimilda um heimatil- búið, viðgert og notað. Búin hefur verið til sérstök spurningaskrá til að kanna hvort og í hvaða mæli fólk gerir við búshluti, fatnað eða annað heima hjá sér, hvað það býr til sjálft og hversu mikið það notar hlutina eða endurnýtir. „Við erum að spyrja vítt og breitt út í það sem kannski má kalla einhvers konar sjálfsþurft,“ segir Ágúst Ó. Georgsson, fag- stjóri Þjóðháttasafns. „Hvort fólk endurnýti hlutina, skipti um dekk, baki brauð, taki slátur, búi til sín eigin jólakort og svo fram vegis. Margir hafa á tilfinningunni að Ísland sé ein- nota land, þar sem því gamla er einfaldlega hent og eitthvað nýtt keypt í stað- inn. En það er einmitt það sem við erum að reyna að fiska eftir með þessari spurningaskrá.“ Tilefni heimildasöfnunarinn- ar er sýning um sama efni sem haldin verður í Þjóðminjasafninu eftir áramót. „Það er forvitnilegt að komast að því hvernig þetta hefur breyst í gegnum árin og hvort kreppan hafi haft áhrif á þessa þróun. Eftir hrun,“ segir Ágúst, sem vonast til að með þessu móti verði unnt að varðveita mikilvæga þekkingu sem annars er hætt við að fari for- görðum. Ágúst hvetur fólk til að leggja heimildasöfnunni lið. Hægt er að nálgast spurningaskrána á heima- síðu safnsins, thjodminjasafn.is, eða hringja beint í safnið. - bs Heimatilbúið, viðgert og notað GAMALT OG GOTT Góði hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu, er í hópi þeirra staða þar sem hægt er að kaupa notuð húsgögn og búsáhöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁGÚST Ó. GEORGSSON … allt sem þú þarft Meðal efnis í blaðinu: Allt um jólamatinn; forréttir, aðalréttir, eftirréttir og borðskreytingar. Fjölbreytt jólaskraut og jólaföndur. Ólíkir jólasiðir. Íslenskar og alþjóðlegar uppskriftir að jólakökum og jólasælgæti.Nánari upplýsingar veitir: Ruth Bergsdóttir 512 5469/ 694 4103 ruth@365.is Auglý sendur trygg ið ykkur pláss í blaðin u! Jólahandbókin kemur út 30. nóvember
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.