Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 68
44 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Leikhús ★★★★
Mojito
Höfundur og leikstjóri: Jón Atli
Jónasson
Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson
og Þórir Sæmundsson
Jón Atli Jónasson heldur áfram að
safna frösum og afsökunum hruns-
ins í leikrænar frásagnir. Í leik-
ritinu Mojito, sem frumsýnt var í
Tjarnarbíó á miðvikudagskvöldið,
fáum við að sjá enn eina birting-
armynd uppeldisfræði góðærisins
svokallaða. Í þessari mynd er það
fyrirlitningin og innihaldsleysið
sem er í fyrirrúmi.
Tveir menn sem greinilega
hafa setið í skilanefnd einhvers
bankans hittast fyrir tilviljun og
fara að rifja upp eitt einstakt fyll-
erí og vesenið sem það orsakaði.
Gæti þó verið lýsing á „góðæris“-
tímabilinu í heild sinni. Áhorfend-
um er skipt niður í hópa hvorum
megin sviðs þannig að viðbrögð
smitast og atburðarrásin stend-
ur eins og öxull millum þeirra. Í
upphafi skiptast tveir menn á að
blanda sér drykki við lítinn bar
undir háværum tónum höggvandi
teknótónlistar sem lyftir þeim upp
í stemningu og hæðir sem partý-
in verða að gera til þess að kall-
ast góð.
Þessi inngangur er þó nokkuð
langur og þegar mennirnir loks-
ins fara að tala saman er öll sam-
koman komin inn í þessa stemn-
ingu. Stefán Hallur Stefánsson
leikur skilanefndarmanninn og
Þórir Sæmundsson félaga hans
sem síðar bregður sér svo í hlut-
verk Farúks og reyndar fleiri.
Farúk er eigandi indversk/pakist-
anska veitingastaðarins sem ungu
mennirnir lögðu undir sig til þess
að halda svokallað strákakvöld
sem þó breyttist í parakvöld og
eru frásagnir af þeim samskipt-
um vægast sagt smokkfullar af
kvenfyrirlitningu. Fyrir utan að í
taumlausri gleðinni var staðnum
nánast rústað. Glösum stútað og
stólar brotnir í spað.
Stefán Hallur fær hér upp í hend-
urnar karakter og texta sem rýkur
af stað og snýst í andhverfu sína
í nánast hverju útspili, eins og
runa sjálfsmarka. Hver var hann?
Líklega guðspjallamaður græð-
ginnar og um leið talsmaður tóm-
hyggjunnar en aðferðin til þess
að koma þessari glæsilegu ámát-
legu persónu til skila var húmor-
inn. Allt kom honum á óvart og allt
varð honum að afsökunum. Það er
ekki laust við að fréttatímar undan-
farinna ára sem hafa hljómað í föst-
um frösum sem í þessu samhengi
verði sprenghlægilegir en þó með
sorglegum undirtónum.
Þórir Sæmundsson í hlutverki
indversk/pakistanska veitinga-
mannsins hélt uppi reisn og fágun
og andstæðurnar urðu mjög skýrar.
Hann var fulltrúi þeirra sem stóðu
á báðum fótum meðan hinn var á
stöðugu flugi sem honum sjálfum
þótti sérlega fyndið og var sí og æ
að skýra út að fyrirlitleg framkoma
eins og að klípa þjóna í rassinn eða
hella sprútti upp í stúlku til þess að
gera hana að sinni væri bara hluti
af hans gríni.
Jón Atli teflir hér fram tveimur
andstæðum persónum sem báðar
segja sögu sína, önnur er sönn en
hin líklega ekki lygasaga, en þó til-
búningur. Skemmtunin er sviðsett
með þeim aðkeyptu hjálpartækj-
um sem einkenndi mörg útrásar-
partýin, þ.e. hvítu í nös og flottum
drykkjum í glös. Allt verður þetta
að heita eitthvað, þar með er hægt
að setja á það merkimiða. Með því
að vera rosalega klár Mojito-bland-
ari, sem skilanefndar maðurinn
stærir sig af, er hann kominn í
hæstu hæðir í einhverju. Að þetta
eitthvað, er tómt bull, skiptir hvorki
hann né aðra úr hans kreðsum máli,
meðan á vímunni stendur.
Samspil leikaranna var ein-
stakt og hliðarsporin í frásögninni
styrktu myndirnar af andstæðun-
um. Jón Atli Jónasson leikstýrir
hér sjálfur og það er greinilegt að
honum farnast það hlutverk mjög
vel. Hann kann orðið listina við að
lauma heilli kynslóð, heilli sögun-
arvél vitleysunnar og innihalds-
leysi frasanna undir viljann í texta
sínum.
Vafalítið munu fleiri vilja kljást
við þennan texta og vinna með
þessar persónur sem gjarnan væri
hægt að þróa áfram í önnur og
stærri verk. Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Flott sýning þar sem
flugust á orð og fastir frasar sem svo
sannarlega hanga enn í loftinu.
Að klípa þjóninn í rassinn
JÓN ATLI JÓNASSON Kann orðið listina að lauma heilli kynslóð, heilli sögunarvél
vitleysunnar og innihaldsleysi frasanna undir viljann í texta sínum, segir meðal annar
í leikdómnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hræddur við Gili
trutt og vondu
nornina Björgvin
Franz Gíslason
er húsvörður á Æ
vintýragangin-
um í Stundinni o
kkar.
krakkar@frettabladid.is
Krakkasíðan er í helgar-
blaði Fréttablaðsins
Sýningar í
fullum gangi
Strandgata 11, Hafnarfjörður l Sími 512 3777 l www.kailash.is
Kailash er ný verslun á
Strandgötu 11 í Hafnarf
sem sérhæfir sig í andle
vörum frá Tíbet og Nep
Verslunin selur meðal a
Buddhastyttur, talnabön
skartgripi, reykelsi, pon
og margt fleira.
Verið velkomin og að
sjálfsögðu er alltaf heit
á tekatlinum.
Verslunin er opin virka
daga frá kl. 11-18 og
laugardaga frá kl. 11-14
Auglýsingasími
Flautuleikararnir Guðrún Birgisdóttir og Martial
Nardeau flytja sónötur Wilhelms Friedemanns
Bach í heild sinni á tónleikum í Hallgrímskirkju á
sunnudag.
Tilefnið er að á mánudag verða liðin þrjú hundr-
uð ár frá fæðingu Wilhelms Friedemanns Bach,
elsta sonar Johanns Sebastians Bach og Maríu Bar-
böru, en hann er af mörgum talinn sá sona Bachs
sem mesta tónlistarhæfileikana hafði. Sónötur hans
fyrir tvær flautur eru sérkennilegar og einstæðar
tónsmíðar enda hafa flautudúó alla tíð sóst eftir því
að hafa þau á valdi sínu.
Mikið jafnræði er milli raddanna og tónlistin
tekur oft á sig furðulegar og frumlegar myndir.
Tónleikarnir hefjast í Hallgrímskirkju klukkan
17 á sunnudag,. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.500
krónur en 1.500 krónur fyrir listvini Hallgríms-
kirkju.
Flytja flautusónötur Bachs
FLYTJENDURNIR Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau flytja
flautusónötur Bachs í Hallgrímskirkju á sunnudag.