Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 19.11.2010, Qupperneq 70
46 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Söngvaskáldið Svavar Knútur hefur gefið út sína aðra plötu, Amma, sem var hljóð rituð á stofutónleikum í október. Plöt- una tileinkar hann ömmum sínum enda eru þau flest komin til ára sinna og hafa verið sungin af eldri kynslóð- um, þar á meðal Sofðu unga ástin mín og Kvöldið er fag- urt. Svavar segist eiga þrjár ömmur en tvær þeirra eru á lífi, þær Svava og Vilborg. „Svava amma kom á tónleik- ana þegar við tókum þetta upp. Hún er voða glöð og fékk eintak frá mér um daginn,“ segir hann. „Það er yndislegt að fá að gera þetta. Það eru svo mikil forréttindi að fá að skapa svona.“ Svavar er nýkominn heim úr mánaðarlangri tónleika- ferð um Þýskaland til að kynna sína síðustu plötu, Kvöldvaka, sem kemur út þar í landi í janúar. „Þegar ég er að spila er ég alltaf með eitt eða tvö gömul íslensk með. Mér þykir vænt um þessi lög og mér finnst þau eiga svo vel við ömmur mínar. Maður er líka að heiðra fortíðina með þessu.“ Hann ætlar að fylgja plötunni eftir með útgáfutón- leikum þar sem frítt verður inn fyrir allar ömmur. -fb Svavar Knútur syngur fyrir ömmur sínar SVAVAR KNÚTUR Svavar tileinkar ömmum sínum plötuna, sem nefnist einfaldlega Amma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fótboltakappinn Guðmundur Reyn- ir Gunnarsson, eða Mummi, heldur útgáfutónleika í Iðnó á laugardag- inn vegna sinnar fyrstu sólóplötu, Various Times in Johnny’s Life. Þetta verður í fyrsta sinn sem Mummi spilar opinberlega en hann er hvergi banginn. „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Það þýðir ekkert að vera stressað- ur.“ Hljómsveitin sem Mummi hefur sett saman fyrir tónleikana er skip- uð fyrrverandi félögum hans úr þriðja flokki KR í fótbolta. Tveir þeirra eru einnig með honum í meistaraflokki KR, þeir Egill Jóns- son og Atli Jónasson. „Við vorum allir saman í þriðja flokki nema einn. Við mynduðum svakalegt lið á sínum tíma,“ segir bakvörðurinn knái. Strákarnir unnu alla leikina sem þeir tóku þátt í það sumarið og hömpuðu bæði Íslands- og bikar- meistaratitli. Aðspurður segist Mummi lengi hafa dreymt um að gera sólóplötu. „Tónlistin er eitt af því skemmti- legasta sem maður gerir og það er ennþá skemmtilegra ef maður gefur eitthvað út sjálfur.“ Hann hefur lokið sjö stigum í píanóleik og menntunin nýttist honum vel á plötunni því hún er uppfull af píanó- skotnu poppi í anda bresku hljóm- sveitarinnar Coldplay. Mummi var í láni hjá KR í sumar frá sænska liðinu GAIS. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum þar og veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það skýrist ekkert fyrr en um áramótin því þeir eru í fríi núna. Það verður bara að koma í ljós hvað gerist.“ Útgáfutónleikarnir á laugardag- inn hefjast stundvíslega klukkan 20.30. Húsið opnar hálftíma fyrr. -fb Meistarar saman í hljómsveit Mumma BÍLSKÚRSÆFING Mummi og félagar á bílskúrsæfingu fyrir tónleikana í Iðnó á laugar- daginn. Mummi spilar á hljómborðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Páll Óskar Hjálmtýsson kom í óvænta heimsókn á leikskólann Álftaborg á miðvikudaginn. Palli var á leiðinni að Lyngási en fór húsavillt og mætti því starfsmönnum Álfta borgar á kaffistofu leikskólans. Heimsóknin endaði með samsöng þar sem Palli og börnin tóku lagið. „Hann heillaði okkur algjör- lega upp úr skónum,“ segir Anna Ágústsdóttir, leikskólastjóri á Álftaborg, en leikskólinn fékk óvænta heimsókn frá Páli Ósk- ari Hjálmtýssyni á miðviku- dagsmorguninn. „Hann kemur inn á kaffistofu og spyr okkur hvar Lyngás sé til húsa og vissi greinilega að hann hefði farið húsavillt. Við vísuðum Palla á réttan stað og spurðum hann í leiðinni hvort hann væri ekki til í að taka lagið fyrir krakkana, sem hann gerði, og þau sungu líka fyrir hann,“ segir Anna, og bætir því við að lagið hans Palla hafi hljómað stanslaust það sem eftir lifði dags á leikskólanum. Haraldur Diego fékk heldur betur að heyra af komu Páls Óskars, en hann á þriggja ára son á Álfta- borg. „Ég fer að sækja litla strák- inn minn á leikskólann og þegar ég kem er starfsmaður að aðstoða hann í föt. Hún spyr strákinn hvort hann vilji ekki segja pabba hver hafi komið í heimsókn, hann horfir á mig og segir: „Gordjöss! Gordjöss kom í heimsókn“,“ segir Haraldur, sem gat ekki annað en hlegið við frásögnina. „Ég verð að viðurkenna að Páll Óskar var ekkert sérstaklega hátt skrifað- ur hjá mér en hann hefur verið að skríða upp vinsældalistann. Þarna skreið hann síðan algjör- lega á toppinn,“ segir Haraldur. Fréttablaðið hafði samband við Pál Óskar, sem fannst heimsóknin hin ánægjulegasta. „Ég var á leið- inni á Lyngás, þar sem ég var að veita styrk, og fór bara húsavillt. Þær báðu mig um að taka lagið fyrir krakkana og ég gerði það. Þetta var án efa ánægjulegasta óvænta heimsókn sem ég hef farið í,“ segir Palli léttur í bragði. kristjana@frettabladid.is PÁLL ÓSKAR SÖNG ÓVÆNT FYRIR BÖRNIN Á ÁLFTABORG SKEMMTILEG HEIMSÓKN Páll Óskar fór húsavillt en lét það ekki á sig fá og tók lagið fyrir krakkana á Álftaborg, sem glöddust mjög við heimsóknina. 48 Tússpennar gull eða silfur Fullt verð stk. kr. 890,- 2 stk. kr. 1.246,- Allt fyrir persónulegu jólakortin Kauptu 2 stk. og sparaðu kr. 534 20% afsláttur af öllum ljósmynda- pappír Límbútar fyrir myndir fylgja frítt með öllum ljósmyndapappír Fullt verð kr. 721,- 20% afsláttur Fylgir frítt með! Vnr. S7EK-993 Vnr. APL00113 JODIE FOSTER á afmæli í dag og er orðin 48 ára gömul. Næst á dagskránni hjá henni er að frumsýna myndina The Beaver, en hún leikstýrir og fer með aðalhlutverk. Mel Gibson leikur einnig stórt hlutverk í myndinni.folk@frettabladid.is Þetta var án efa ánægjulegasta óvænta heimsókn sem ég hef farið í. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON TÓNLISTARMAÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.