Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 82

Fréttablaðið - 19.11.2010, Page 82
58 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Nú liggja fyrir drög að niðurröðun leikja í Pepsi-deild karla næsta sumar. Þátttaka íslenska U- 21 landsliðsins í EM í Danmörku næsta sumar hefur mikil áhrif en mótið fer fram dagana 11.-25. júní. Gert er ráð fyrir því að Íslands- mótið hefjist 1. maí en ljúki 1. október. Um talsvert lengra tímabil er að ræða en á síðasta sumri þegar tímabilið hófst 10. maí og lauk 25. september. Samkvæmt þeim drögum sem liðin í Pepsi-deild karla fengu að sjá á dögunum er gert ráð fyrir fimm umferðum í maímánuði, rétt eins og í fyrra. Hins vegar eiga 6. og 7. umferð- in að fara fram á meðan EM í Dan- mörku stendur. Þau félög sem eiga leikmenn í U-21 landsliðinu geta fengið þeim leikjum flýtt fram í maí og myndu þá spila sjö deildar- leiki í þeim mánuði auk þess sem gert er ráð fyrir því að 16 liða úrslit bikarkeppninnar fari fram 29.-30. maí. Ef af því verður er ljóst að álagið á leikmenn verður mikið í maí, sem og á sjálfa vellina sem oft hafa verið viðkvæmir snemma vors. Þó er enn verið að vinna að drög- unum og verða lokatillögur lagðar fyrir formenn og framkvæmda- stjóra félaganna á fundi um helgina. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að spila heila umferð eftir landsleik Íslands og Danmerkur 4. júní og áður en EM í Danmörku hefst 11. júní. Það gæti mögulega létt á álaginu í maímánuði. - esá Drög að niðurröðun fyrir Pepsi-deild karla 2011: Mögulegt að lið spili sjö leiki strax í maí MIKIÐ ÁLAG Úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar á síðasta sumri en Blikar mega eiga von á því að missa einhverja leikmenn í U-21 landsliðið í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN F í t o n / S Í A VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT ÁSTOD2.IS Ný alíslensk og hörkuspennandi gamanþáttaröð í 12 þáttum. Siggi Hlemm er fráskilinn ljúflingur á fertugsaldri sem erfir myndbandaleigu eftir föður sinn. En rekstur mynd- bandaleigu er honum síður en svo efst í huga því lengi hefur hann gælt við þá hugmynd að gerast alvöru einkaspæjari. Úr því rætist þegar hann flækist inn í stórhættulegt og eldfimt sakamál sem teygir anga sína mjög víða. HANDBOLTI Þungu fargi var létt af leikmönnum Vals í gær eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur liðsins í N1-deildinni í sjö leikjum var staðreynd og leikmenn fögn- uðu inni í klefa líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Lái þeim hver sem vill eftir verstu byrjun í sögu félagsins. „Þetta var virkilega sætt enda búið að vera djöfull erfitt. Það var enn sætara að ná sigri í svona leik á þetta erfiðum útivelli þar sem margt var á móti okkur,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, sem gat loksins leyft sér að brosa í leikslok. Leikurinn í gær fer ekki í sögu- bækurnar fyrir gæði en skemmti- legur var hann. Sveiflurnar voru með ólíkindum og dramatíkin hélst allt til loka. Í stöðunni 6-6 spóluðu Valsmenn fram úr og náðu sex marka for- skoti, 6-12. Í upphafi síðari hálf- leiks náðu þeir sjö marka forskoti, 7-14, en þá hófst endurkoma heima- manna. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark, 13-14, og jöfnuðu loks- ins í stöðunni 20-20 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir. Þá fóru þeir ákaflega illa að ráði sínu. Létu reka sig ítrekað af velli fyrir klaufaleg brot og það nýttu Valsmenn sér til þess að merja sigur og það mikilvægan. Sigurinn var svo sannarlega ekki fallegur og það eru enn verulegar brota- lamir á leik Valsliðsins. Sigurinn ætti þó að gefa þeim smá byr í seglin. „Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar fyrir okkur en þetta er eitt- hvað til að byggja ofan á. Menn verða samt að gera sér grein fyrir því að þeir verða að leggja enn harðar að sér til þess að ná næstu stigum. Þetta kemur ekkert af sjálfu sér þó svo að við höfum unnið einn leik,“ bætti Júlíus við. Mosfellingar hafa verið að missa menn í meiðsli og gamlar kempur voru því mættar á svæðið. Hauk- ur Sigurvinsson stal senunni með ótrúlegum leik í gær en það dugði ekki til. „Það var hrikalegt að tapa þess- um leik og enn eina ferðina töpum við leik í restina á heimavelli. Það er ekki nógu gott. Við töpuðum þessum leik samt ekki raunveru- lega þá heldur þegar við lentum mörgum mörkum undir í síðari hálfleik. Strákarnir sýndu síðan karakter að koma til baka en við verðum að gera betur,“ sagði hundsvekktur þjálfari Aftureld- ingar, Gunnar Andrésson. henry@frettabladid.is Þetta var virkilega sætt Sex leikja taphrinu Vals lauk í Mosfellsbænum í gær er Valsmenn mörðu sigur á baráttuglöðu liði Aftureldingar. Litlu munaði að Valur glutraði niður unnum leik. LANGÞRÁÐUR FÖGNUÐUR Valsmaðurinn Ernir Hrafn Arnarsson fagnar en hann mætti í gær sínu gamla félagi úr Mosfellsbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.