Fréttablaðið - 19.11.2010, Síða 86

Fréttablaðið - 19.11.2010, Síða 86
62 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGURFÖSTUDAGSLAGIÐ „Lag sem kemur mér alltaf í gír- inn á föstudögum er On to the Next One með Jay-Z og Swizz Beatz.“ Pálmi Ragnar Ásgeirsson, lagahöfund- ur og meðlimur upptökufyrirtækisins StopWaitGo. „Núna langar mig að líma allt dótið mitt á mig svo það verði ekki tekið af mér,“ segir Athena Ragna, fyrir- sæta og nemi í tískumarkaðssetn- ingu í Kaupmannahöfn. Athena lenti í því á dögunum að vera rænd tvisvar á einni viku á götum Kaupmannahafnar. Ráns- alda gengur yfir borgina þessa dagana og danskir fjölmiðlar hafa hvatt almenning til að vera á betur á varðbergi en áður. Athena vonast til að reynsla hennar verði öðrum víti til varnaðar, enda Kaupmanna- höfn gríðarlega vinsæll viðkomu- staður Íslendinga, sem hafa hingað til ekki nefnt borgina á nafn í sömu andrá og vasaþjófa. Þegar fyrra ránið var framið var Athena á leiðinni á Ráðhús- torgið á sunnudegi. Mikið af fólki var á ferðinni og hún rakst utan í nokkra á leið sinni. „Svo þegar ég ætlaði að fá mér að borða með vin- konu minni var ekkert veski, engin myndavél og enginn sími. Ég tók ekkert eftir þessu,“ segir hún. „Ég tek fulla ábyrgð á seinna ráninu því þá var ég bara kærulaus. Ég lét töskuna mína frá mér þegar ég var á Strikinu. Ég sá engan í kringum mig nema fólkið sem var með mér. Svo 30 sekúndum seinna var task- an horfin.“ Seinni þjófarnir komust á brott á með það sem fyrri þjófarnir náðu ekki: eldri bráðabirgðasíma, hús- lykla og lestarkort. Athena tekur þessari einstöku óheppni með jafn- aðargeði. „Í fyrsta skipti var ég miður mín, en í annað skipti var ég bara „nei, kommon!“. Mamma mín skellihló líka þegar hún frétti þetta,“ segir hún og játar að hún sé miklu varkárari í dag. Fólkið í kringum Athenu hefur einnig orðið fyrir barðinu á þjófum sem hafa verið sérstaklega klókir undanfarið. „Það komu stelpur í heimsókn yfir helgi og tvær af þeim voru rændar, strákurinn sem ég bý með var rændur, tvær stelpur úr bekknum mínum voru rændar. Þetta er alltaf að gerast,“ segir Athena. Fréttablaðið greindi frá ævintýr- um Athenu í sumar, en til stóð að hún léki lítið hlutverk í kvikmynd Guy Maddin, Keyhole. Krepp- an kom í veg fyrir það þegar hún var komin með handrit og flug- miða í hendurnar á leið til Kan- ada, þar sem myndin er tekin upp. Framleiðendurnir höfðu ekki efni á að greiða henni laun og uppi- hald og var því heimastúlka feng- in í hlutverkið. „Þetta var búið að vera í gangi frá því í febrúar. Ég var heillengi að sannfærast, en svo var þetta loksins að fara að gerast,“ segir Athena sem tekur óheppninni með stóískri ró. „Skítur skeður.“ atlifannar@frettabladid.is ATHENA RAGNA: NÚNA LANGAR MIG AÐ LÍMA ALLT DÓTIÐ MITT Á MIG Rænd tvisvar á einni viku á götum Kaupmannahafnar ANSANS ÓHEPPNI Athena lenti í því að vera rænd tvisvar á einni viku í Kaupmanna- höfn. Hún flutti þangað fyrir þremur mánuðum og leggur stund á nám í tísku- markaðssetningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við verðum í Noregi um jólin og áramótin en þegar við fréttum af þessum tónleikum fannst okkur lítið tiltökumál að bæta Íslandi á listann,“ segir Ástralinn Craig Murray. Hann hyggst fljúga alla leið til Íslands og vera viðstaddur jóla- tónleika Frostrósa sem haldnir verða á Akureyri um miðjan næsta mánuð. Murray er að eigin sögn forfallinn Eurovision-aðdáandi og hefur verið allar götur síðan Abba-flokkurinn kom, sá og sigraði árið 1974. Hann ætti því að fá nóg fyrir sinn pening enda troða upp á tónleikunum þrír söngvarar sem eru með slíka reynslu á bakinu: þau Friðrik Ómar, Regína Ósk og Hera Björk. Craig upplýsir að hann hafi notið liðsinnis Heru Bjarkar við að panta sér hótel og miða á tónleik- ana en hann, ásamt félaga sínum Darryl, ætla einnig að skoða Reykjavík og fara ferðamanna- leiðina Þingvellir-Gullfoss-Geysir. Hann viður- kennir að þetta hljómi ekkert sérstaklega rök- rétt, að fara frá Ástralíu til Íslands og hlýða þar á jólatónlist, en: „Það kom okkur bara svo stórkost- lega á óvart hvað allt er ódýrt á Íslandi, flugið til Akureyrar kostaði nánast ekki neitt.“ Eitthvað sem kemur ekki til af góðu. Craig verður hins vegar ekki sleppt án þess að hann sé spurður út í frammistöðu Heru Bjarkar í Osló sem vakti mikla athygli en fékk ekki mörg stig. „Ég var mjög vonsvikinn með niðurstöðuna, ég hélt í alvöru að hún væri að fara að vinna þessa keppni og trúði því.“ - fgg Fljúga frá Ástralíu til að sjá Frostrósir KEMUR HÁLFA LEIÐ YFIR HNÖTTINN Craig Murray og unnusti hans Darryl Brown (t.h) eru miklir nautnabelgir og ferðalangar og setja það ekki fyrir sig að koma alla leið til Íslands til að sjá Frostrósir. Helgi Svavar Helgason hefur tekið að sér að semja tónlistina við rómantísku gamanmyndina Okkar eigin Osló í leikstjórn Reynis Lyngdal. Helgi, þekkt- astur fyrir að vera trymbill í Hjálmum og Flís, hefur unnið töluvert með Stefáni Jónssyni, prófessor í leiklist við Lista- háskóla Íslands, og samdi meðal ann- ars tónlistina við Enron sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Reynir Lyngdal segist í samtali við Fréttablaðið einnig ætla sjálf- ur að koma að gerð tónlistarinn- ar. „Við erum svona að spá, ég og Helgi, hvort við eigum ekki að endurhljóðblanda gömul íslensk dægurlög. Myndin á að vera svolítið íslensk og við viljum nýta músíkina. Það er til svo mikið af tónlist sem eitt sinn þótti hallærisleg en er alveg geðveikt góð,“ segir Reynir en hann er ekki ókunnur endurhljóð- blöndunum enda hefur hann starfað sem plötusnúður á skemmtistöðum samhliða kvikmyndagerðarhlut- verkinu. Kvikmyndin er nú í klippiherberginu en tökuliðið var nýverið í Osló að taka upp ástarsenur. Að sögn Reynis mátti reynd- ar litlu muna að dagsverki þeirra yrði stolið einn daginn. „Það var brotist inn í einn bílinn hjá okkur og við fengum mikið sjokk því þar voru upptökur dags- ins geymdar á geisladiski. Sem betur fer var bara einu kvenmannsveski stolið.“ Reynir reiknar með því að myndin verði frumsýnd í febrúar. - fgg Helgi Svavar semur fyrir Osló SAMAN Reynir Lyngdal og Helgi Svavar ætla jafnvel að endurhljóðblanda gömul íslensk dægurlög sem þóttu einu sinni hallærisleg en gætu verið töff í dag. „… af þeim skáldsögum sem þessi penni hefur lesið á þessu hausti er MÖRG ERU L JÓN SIN S E Y RU sú merkilegasta vegna stílgáfu, næmni og skáldlegra tilþrifa.“ P B B / F R É T T A T Í M I N N F B / F R É T TA B L A ÐI Ð Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.t. Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 13:00 Lau 20.11. Kl. 15:00 Sun 21.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 15:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 15:00 100 sýn. Sun 5.12. Kl. 13:00 br. sýn.t. Sun 5.12. Kl. 15:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fim 30.12. Kl. 16:00 br. sýn.t. Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Sun 5.12. Kl. 20:00 Sun 5.12. Kl. 20:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fim 30.12. Kl. 19:00 Fös 7.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 2.12. Kl. 20:00 Fim 3.12. Kl. 20:00 Aukas. U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Ö Ö Ö Ö Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 14:30 Sun 28.11. Kl. 11:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 14:30 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 Leitin að jólunum Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 14:00 Íslandsklukkan – á Akureyri (Hof, menningarhús) U Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö U Ö Ö Ö Ö U U Ö U U Ö U U U U U U Ö U U Ö FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.