19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 14
Hetjur eða
hvunndagsfólk?
Konur hafa löngum verið at-
kvæðalitlar á vettvangi þjóðmála-
baráttunnar. Um þessar mundir
sitja aðeins þrjár konur á Alþingi,
og hafa ekki orðið fleiri, nema þær
sætu sem varamenn. I sveitar-
stjórnarmálum hafa konur látið
nokkru meira að sér kveða og sitja
nú þrjár í borgarstjórn Reykjavík-
ur og nokkrar konur til viðbótar
BESSl JÓHANNSDÓTTIR:
Dúkkulísumyndin
er að hverfa
1. — Afskipti mín af stjórnmál-
um hófust í Háskóla íslands. Árið
1972 var ég kosin fulltrúi Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta í
12
starfa að ýmsum þáttum borgar-
mála. í bæjarstjórnum og hrepps-
nefndum víða um land hafa konur
haslað sér aukinn völl að undan-
förnu, en hafa gjarnan helgað sér
ákveðna málaflokka öðrum frem-
ur. Hafa konur ef til vill önnur
áhugasvið en karlmenn, aðrar að-
stæður og hafa þær ekki fengið
nægilega hvatningu frá samfélag-
Stúdentaráð. Auk þess var ég for-
maður félags stúdenta i heim-
spekideild eitt ár og sat sem fulltrúi
stúdenta á deildarfundum í tvö ár.
Það var hins vegar tilviljun að ég
tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins til vals á frambjóðendum
flokksins við komandi borgar-
stjórnarkosningar 1974. Það kom
mér mikið á óvart hversu góða út-
komu ég fékk í prófkjörinu þar sem
ekkert var skipulega unnið í „bar-
áttunni“. Þetta gladdi mig þó
mjög mikið, enda hafði ég fullan
áhuga á að taka þátt í stjórnmál-
um.
2. — I upphafi hugleiddi ég það
aldrei hvort kynferði mitt yrði til
þess að hindra mig eða greiða fyrir
mér. Ástæðan fyrir því er e.t.v.
fyrst og fremst sú að í uppeldi mínu
var ég tekin sem einstaklingur en
ekki sem eingöngu „kynvera“.
3. — Ég hef unnið að mjög
mörgum málaflokkum enda hefur
það verið með vilja gert. Innsýn í
ákveðin mál fæst ekki nema með
snertingu við þau. Ef litið er eftir
einhverju megineinkenni má segja
að jDeir málaflokkar sem snerta
inu? Hvað varð til þess að þær
konur, sem eru virkar í stjórnmál-
um um þessar mundir, gáfu kost á
sér? Til þess að leita svara við þessu
lögðum við eftirfarandi spurningar
fyrir nokkrar konur, sem verið hafa
á Alþingi eða tekið þátt í sveitar-
stjórnarmálum:
uppeldis- og félagsmál séu mér
hugleiknastir, enda snerta þeir
beint menntun mína.
4. — Að vissu marki ef leitað er
skýringa á vali mínu á menntun
minni sem seinna endurvarpast á
val á málaflokkum.
5. —Viðhorf hafa breyst mjög
mikið á síðustu árum. Konur verða
í æ ríkari mæli að sýna að þær hafi
eitthvað til brunns að bera,
,,dúkkulisumyndin“ er að hverfa.
6. — Aðeins markviss vinna og
áhugi fyrir stjórnmálaþátttöku
getur breytt núverandi ástandi.
Konur þurfa að taka upp þær bar-
áttuaðferðir sem notaðar hafa
verið í þúsundir ára. Það gerist
ekkert ef einstaklingurinn lokar sig
inni i fílabeinsturni eins og konur
hafa um of gert. I dag eru karl-
menn á margan hátt meiri stuðn-
ingsmenn kvenna en kynsystur
þeirra, það er eins og þeir vilji
fremur meta konur sem einstakl-
inga og viðurkenna þátttöku þeirra
sem jafningja. Konur loka sig um
of inni í einhvers konar „kvenna-
komplexum“.