19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 18

19. júní - 19.06.1980, Page 18
margir vilja gjarnan að fleiri konur láti að sér kveða í stjórnmálum. — 3. — Ég tel að það hafi komið fram í fyrstu spurningunni, — en auðvitað geri'ég mér grein fyrir að félagslegar umbætur krefjast efna- hagslegra framfara, því allar félagslegar umbætur kosta jú fjár- magn. — Þess vegna reyni ég að leggja mitt af mörkum til þeirra mála einnig. 4. — Félagslegar umbætur skipta ekki eingöngu máli fyrir konur — þær skipta máli fyrir alla þjóðar- heildina. — Þær eru undirstaða mannréttinda og jafnréttis, til að skapa þeim, sem minna mega sín betri lífskjör og reyna að jafna að- stöðu þeirra. Að því vil ég vinna og tel okkur konum það til sóma, ef í ljós kæmi, að við fylltum frekar þann hóp, sem berðist fyrir þeim málum en karlmenn. — Enda er það eitt af grundvallarhugsjónum jafnaðarstefnunnar sem ég fylgi að jafna aðstöðu þeirra, sem af ýmis- legum orsökum hafa ekki aðstöðu eða eru ekki sköpuð skilyrði til að halda til jafns við aðra í lífsbarátt- unni. 5. — Eg tel að þróunin sé í þá átt að konur geri sig meira gildandi í þjóðmálabaráttunni. — Enda eru konur smátt og smátt að hrista af sér minnimáttarkenndina og finna að þær eiga ekki síður erindi á þeirri braut en karlmenn. 6. — Best væri að sú hvatning kæmi frá karlmönnunum sjálfum, — með því að gera konum það kleyft að taka þátt í þjóðmálabar- áttunni. Auðvitað verður þá að koma til eðlileg verkaskipting á heimilunum. — En ef við fáum ekki nauðsynlega hvatningu úr þeirri átt — þá verður að halda út í hana án hennar, — ef brennandi áhugi er fyrir hendi — og hugur kvenna stendur til þess. — En auðvitað verður alltaf að gæta þess að börnin lendi ekki undir í jafn- réttisbaráttunni. — Gott ráð er einnig, að hleypa í sig kjarki og demba sér í slaginn. Min reynsla er sú að það er lítið að óttast. 16 RAGNHILDUR HELGADÓTTIR: Viðhorfin hafa furðulítið breyst 1. Eg var í fyrsta bekk Mennta- skólans í Reykjavík þegar Island varð lýðveldi. Ári síðar lauk heimsstyrjöldinni, sem staðið hafði frá því ég var níu ára gömul. Þetta tvennt, sjálfstæði landsins og frið- urinn skipti mestu. Fljótlega kom í ljós, að sérstakrar árvekni var þörf fyrir litla, friðsama og sjálfstæða þjóð, því að hver þjóðin af annarri missti sjálfstæði sitt vegna ofríkis kommúnismans og hervalds Rússa. Engin vörn var í hlutleysi þeirra. Varnarsamstarf við Banda- ríkin og aðrar vestrænar þjóðir var þess vegna mikið rætt á þessum árum. Mikill hiti var í mennta- skólanemum, sérstaklega hlutleys- issinnum. Mér fannst full þörf á því, að þeir, sem töldu sjálfstæðinu og friðnum meiri vörn í vestrænu samstarfi, legðu hönd á plóginn. Þetta var tvímælalaust það mál- efni, er olli upphafi þátttöku minnar í störfum Sjálfstæðis- flokksins. 2. Óneitanlega var það nokkuð torveldara, þvi að mjög var fátítt að stúlkurnar töluðu t. d. á mál- fundum í skólanum. 3. Heilbrigðis- og trygginga- málum, menningarmálum, utan- ríkismálum, iðnaðarmálum og fé- lagsmálum. Þann tíma, er ég sat á þingi var ég yfirleitt í senn í tveimur eða þremur nefndum um þessi mál. 4. Ef til vill óbeint og að því er varðar einstöku mál. Eins og sést af upptalningunni í næsta svari á undan hafa málaflokkarnir þó verið almenns eðlis og engan veg- inn um að ræða kynbundnar sér- greinar. 5. Viðhorfin hafa furðulítið breytzt, eða svo er að sjá af því, hve konur eru fáliðaðar í pólitískum trúnaðarstörfum á íslandi. Hlut- fall þeirra á þeim vettvangi er langtum lægra hér en í nokkru öðru Evrópulandi utan Færeyja. 6. Með því að útbreiða skilning á því, að landsmálin varða alla jafnt og vit og þekking til að stjórna þeim er ekki séreign karl- manna. SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR: Konur gera oft óhóflegar kröfur til kvenna 1. — Þegar bæjarstjórnarkosn- ingarnar 1970 áttu sér stað, var ég búsett á Bildudal. Mikið fram-

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.