19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 18

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 18
margir vilja gjarnan að fleiri konur láti að sér kveða í stjórnmálum. — 3. — Ég tel að það hafi komið fram í fyrstu spurningunni, — en auðvitað geri'ég mér grein fyrir að félagslegar umbætur krefjast efna- hagslegra framfara, því allar félagslegar umbætur kosta jú fjár- magn. — Þess vegna reyni ég að leggja mitt af mörkum til þeirra mála einnig. 4. — Félagslegar umbætur skipta ekki eingöngu máli fyrir konur — þær skipta máli fyrir alla þjóðar- heildina. — Þær eru undirstaða mannréttinda og jafnréttis, til að skapa þeim, sem minna mega sín betri lífskjör og reyna að jafna að- stöðu þeirra. Að því vil ég vinna og tel okkur konum það til sóma, ef í ljós kæmi, að við fylltum frekar þann hóp, sem berðist fyrir þeim málum en karlmenn. — Enda er það eitt af grundvallarhugsjónum jafnaðarstefnunnar sem ég fylgi að jafna aðstöðu þeirra, sem af ýmis- legum orsökum hafa ekki aðstöðu eða eru ekki sköpuð skilyrði til að halda til jafns við aðra í lífsbarátt- unni. 5. — Eg tel að þróunin sé í þá átt að konur geri sig meira gildandi í þjóðmálabaráttunni. — Enda eru konur smátt og smátt að hrista af sér minnimáttarkenndina og finna að þær eiga ekki síður erindi á þeirri braut en karlmenn. 6. — Best væri að sú hvatning kæmi frá karlmönnunum sjálfum, — með því að gera konum það kleyft að taka þátt í þjóðmálabar- áttunni. Auðvitað verður þá að koma til eðlileg verkaskipting á heimilunum. — En ef við fáum ekki nauðsynlega hvatningu úr þeirri átt — þá verður að halda út í hana án hennar, — ef brennandi áhugi er fyrir hendi — og hugur kvenna stendur til þess. — En auðvitað verður alltaf að gæta þess að börnin lendi ekki undir í jafn- réttisbaráttunni. — Gott ráð er einnig, að hleypa í sig kjarki og demba sér í slaginn. Min reynsla er sú að það er lítið að óttast. 16 RAGNHILDUR HELGADÓTTIR: Viðhorfin hafa furðulítið breyst 1. Eg var í fyrsta bekk Mennta- skólans í Reykjavík þegar Island varð lýðveldi. Ári síðar lauk heimsstyrjöldinni, sem staðið hafði frá því ég var níu ára gömul. Þetta tvennt, sjálfstæði landsins og frið- urinn skipti mestu. Fljótlega kom í ljós, að sérstakrar árvekni var þörf fyrir litla, friðsama og sjálfstæða þjóð, því að hver þjóðin af annarri missti sjálfstæði sitt vegna ofríkis kommúnismans og hervalds Rússa. Engin vörn var í hlutleysi þeirra. Varnarsamstarf við Banda- ríkin og aðrar vestrænar þjóðir var þess vegna mikið rætt á þessum árum. Mikill hiti var í mennta- skólanemum, sérstaklega hlutleys- issinnum. Mér fannst full þörf á því, að þeir, sem töldu sjálfstæðinu og friðnum meiri vörn í vestrænu samstarfi, legðu hönd á plóginn. Þetta var tvímælalaust það mál- efni, er olli upphafi þátttöku minnar í störfum Sjálfstæðis- flokksins. 2. Óneitanlega var það nokkuð torveldara, þvi að mjög var fátítt að stúlkurnar töluðu t. d. á mál- fundum í skólanum. 3. Heilbrigðis- og trygginga- málum, menningarmálum, utan- ríkismálum, iðnaðarmálum og fé- lagsmálum. Þann tíma, er ég sat á þingi var ég yfirleitt í senn í tveimur eða þremur nefndum um þessi mál. 4. Ef til vill óbeint og að því er varðar einstöku mál. Eins og sést af upptalningunni í næsta svari á undan hafa málaflokkarnir þó verið almenns eðlis og engan veg- inn um að ræða kynbundnar sér- greinar. 5. Viðhorfin hafa furðulítið breytzt, eða svo er að sjá af því, hve konur eru fáliðaðar í pólitískum trúnaðarstörfum á íslandi. Hlut- fall þeirra á þeim vettvangi er langtum lægra hér en í nokkru öðru Evrópulandi utan Færeyja. 6. Með því að útbreiða skilning á því, að landsmálin varða alla jafnt og vit og þekking til að stjórna þeim er ekki séreign karl- manna. SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR: Konur gera oft óhóflegar kröfur til kvenna 1. — Þegar bæjarstjórnarkosn- ingarnar 1970 áttu sér stað, var ég búsett á Bildudal. Mikið fram-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.