19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 19

19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 19
taksleysi og deyfð var yfir öllum bæjarmálum að mínu áliti og var það fyrst og fremst löngunin til að hafa áhrif á eigið samfélag, sem var kveikjan að framboði minu. Ég var ekki byrjuð að eiga börn og því meiri tími til að sinna félagsmálum en ella hefði verið. Eg efast stórlega um, að ég hefði haft afskipti af stjórnmálum, ef ég hefði átt börn á þessum tíma. Vilji konur í dag vera virkar í stjórn- málum, þurfa þær helst að vera ógiftar og barnlausar eða búnar að koma börnum sínum upp. 2. — Þegar ég bauð mig fyrst fram á Bíldudal, skipti kynferði mitt engu máli. Þegar prófkjör Framsóknarflokksins var i undir- búningi árið 1977 var mikið leitað til mín, vegna þess að engin kona var tilleiðanleg. Þá var það fyrst og fremst kynferði mitt, sem skipti máli. Það er erfitt að vera kona í stjórnmálum i dag, þar sem barnauppeldi og heimilisstörf samræmast illa stjórnmálastarfi. Þingið t.d. er vinnustaður, sem kona með börn og heimili getur illa unnið á. Fundarhöld eru á öllum tímum dags og stundum um helg- ar. Oft rikir skilningsleysi hjá ætt- mennum og kunningjum á því undirbúningsstarfi, sem nauðsyn- legt er undir þingstörf. 3. — Fyrir vestan var það atvinnuuppbygging staðarins, sem ég hafði mestan áhuga á. En ég hneigist meira inn á þau svið, sem vinna að því að gera konum kleift að taka þátt i félagsstörfum. Nú starfa ég mikið innan flokksins, er varaformaður Félags Framsóknar- kvenna, í stjórn fulltrúaráðsins og í almennum félagsstörfum. 4- - Eg vísa til svars míns hér næst á undan, en vil bæta því við, að mér hafa ekki verið faldir neinir sérstakir málaflokkar. 5. — Eg hef ekki verið það lengi í stjórnmálum, að merkjanlegar séu einhverjar miklar breytingar. Mér finnst oft að konur séu konum verstar, þær gera oft óhóflegar kröfur til kynsystra sinna, sem taka þátt í stjórnmálum og ætlast til þess að þær skari fram úr. Hin venjulega kona er ekki viðurkennd. 6. — Konur verða að skilja, að jjeim ber að hafa áhrif á jajóðlífið utan veggja heimilisins. Kon'ur hafa sýnt það og sannað, að þær geta stjórnað heimilum af ráð- deildarsemi. Þeim Jiarf að vera jafnt tamt að hugsa um fjárlög og búðarverð. Ef hægt væri að fá konur til að hugsa jafn samviskusamlega um jajóðlífið og hag síns eigin heimilis, er mikið unnið. SVAVA J AKOBSDÓTTIR: Konur eru óhræddari og áræðnari en áður 1. — Eg geri ráð fyrir að ástæðu þess megi rekja til leikrits míns „Hvað er í blýhólknum?“ sem frumsýnt var i nóvember 1970. Það er jDjóðfélagsádeila, pólitískt verk þar sem ég reyni að sýna félagsleg kjör kvenna á íslandi og draga fram mismun kynjanna á ýmsum sviöum jDjóðfélagsins. Fram að 1971, er ég fór í framboð hafði ég ekki starfað í neinum stjórnmálaflokki, en ég hef alla tið haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Það var ekki auðveld ákvörðun á sínum tíma að fara í framboð til Alþingis, en mér fannst að sem kona gæti ég ekki neitað úr því að leitað var fulltingis míns. Það er kvartað undan því að konur vilji ekki gefa kost á sér til stjórnmála- þátttöku og það síðan notað sem afsökun fyrir dræmri þátttöku kvenna í stjórnmálum. 2. — Erfitt er að svara þessari spurningu hlutlægt. Eg býst ekki við að leitað hefði verið til mín ef hin nýja kvenfrelsisalda hefði ekki verið að rísa og kvenfrelsismál verið ofarlega á baugi í stjórnmál- unum. Auðvitað er það manni fjötur um fót í stjórnmálunum að vera kona, þó ekki sé nema vegna þess að karlmönnum hefur tekist gegnum aldirnar að firra sig ýmsum störfum, sem hvíla nær eingöngu á herðum kvenna, svo sem heimilisstörfum og ábyrgð á fjölskyldu- og einkalífi. Þeir geta því fremur en konur einbeitt sér heils hugar að stjórnmálum sem eru ákaflega krefjandi (maður er alltaf á vakt). Hins vegar hafa konur af þessum sökum oft víð- tækari reynslu og næmari skilning á þvi hvar skórinn kreppir í lifi hins venjulega manns. 3. — Fyrsta mál mitt á Aljúngi var stofnun Jafnlaunaráðs (sem nú heitir Jafnréttisráð). Þá vann ég að lagasetningu um dagvistarmál barna og þá er kannski rétt að nefna Launasjóð rithöfunda, sem var mikið hagsmunamál þeirrar stéttar. Hér er ekki rúm fyrir langa upptalningu og læt ég Jdví nægja að nefna ýmis félagsmál (ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir efnalítið fólk t.d.), og svo vann ég að skóla- og menntamálum. Síðasta ár mitt á þingi var ég formaður mennta- málanefndar Neðri deildar og þá var starfið að framhaldsskóla- frumvarpinu einna tímafrekast og ánægjulegast. En þingmenn sitja flestir hverjir í mörgum þing- nefndum og vinna þar að hinum Framh. á bls. 69. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.