19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 25

19. júní - 19.06.1980, Page 25
Skeyti sent 4. febrúar 1980 Vigdís Finnbogadóttir lcikhússtjóri, Aragötu 2, Rcykjavík. Stjórn Kvcnréttindaíélags Islands fagnar |>ví, að |>ú hefur gcfið kost á þér til forsctakjörs. Frumkvæði þitt vcrður konum hvatning til að láta að sér kveða á öllum sviðum þjóðlífsins. Óskum þér brautargengis í kosningabaráttunni og vonum að þú hljótir stuðning jafnt kvcnna scm karla. F. h. stjórnar KRFl, Sólveig Ólafsdóttir formadur myndi það þýða sigur þeirra við- horfa, að allir þjóðfélagsþegnar hafi í reynd jafnan rétt til ábyrgð- arstarfa án tillits til kynferðis og hjúskaparstöðu.“ Heldur þú, að kosning þín myndi hafa áhrif út fyrir land- steinana? „Af þeim viðbrögðum, sem þeg- ar hafa komið fram erlendis, er ljóst, að hún myndi hafa mikil áhrif. Erlend blöð telja, að það yrði sigur fyrir þá lýðræðisvakningu og jafnréttisbaráttu, sem háð hefur verið víða um lönd, að vísu með misgóðum árangri. Sannleikurinn er reyndar sá, að konur hafa í mörgum tilvikum ekki tekið þeirri hvatningu, sem karlmenn liafa veitt þeim og ekki viljað í raun axla þá ábyrgð, sem fjölmargir karlar vildu fegnir, að konur tækju til jafns við þá. Iíg held, að það sé að verða skoðun langflestra karl- manna, að jafnari ábyrgð sé öllum til góðs, en konur verða líka að hafa kjark og hugrekki, jafnvel þótt hefðir og fordómar geti orðið ljón á veginum.“ Þú átt sjö ára gamla kjördóttur, sem ekki er aðeins óvanalegt fyrir forsetaframbjóðanda, heldur er það einnig mjög sjaldgæft, að ógiftar konur fái að taka kjörbörn. Reyndist ekki erfitt fyrir þig að fá að taka barn? ,JÚ, það gekk ekki vandræða- laust fyrir sig i fyrstu. Ég hafði beðið lengi og mér var sagt, að ógiftur einstaklingur ætti hér ekki sama rétt og aðrir. En ég lét mér ekki segjast og fór að rýna i lögin. Þar sá ég það svart á hvítu, að allir hafa sama rétt til að ættleiða barn, ef ákveðnum skilyrðum er full- nægt. Eftir að þetta varð ljóst, gekk allt eins og i sögu, en ég mun vera í hópi fyrstu einstaklinganna hér- lendis, sem ættleiða barn án þess að vera í hjónabandi. Eg eignaðist dóttur mína fjög- urra daga gamla skömmu eftir að ég tók við starfi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Frá því ég vissi, að ég ætti þá von að eignast þetta barn, fannst mér að sumu leyti eins og ég gengi með það sjálf, því að ég tók sömu áhættu og aðrar mæður. Ef það hefði t. d. fæðst vanheilt, hefði það eftir sem áður orðið mitt eigið barn. Reyndar hefði ég gjarnan viljað eignast fleiri börn og helst stóra fjölskyldu, því að ég hef alltaf verið mikið gefin fyrir börn.“ Hvernig lítur dóttir þín á for- setaframboð þitt? „Hún var fyrst á móti því; hún vildi að ég yrði dagmamma, þegar ég hætti hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. En svo heyrði hún viðtal við Kristján Eldjárn og hann féll henni svo vel í geð, að hún hefur síðan verið sátt við tiltækið.“ Ertu ekki hrædd við þá breyt- ingu, sem óhjákvæmilega yrði á lífsháttum þínum og dóttur þinn- ar, ef þú verður kosin forseti? „Ég álít ekki, að sérstakir erfið- leikar yrðu því samfara. Nýtt starf krefst alltaf vissrar aðlögunar fyrir Vigdís ásamt Ástríði dóttur sinni. 23

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.