19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 29
Fremur leitað
til starfsbræðranna
30 ára kerfisfræðingur
(kvk)
Sagði að tiltölulega fáar konur
störfuðu sem kerfisfræðingar, og
hún væri sú eina á sínum vinnu-
stað. Konum færi hins vegar hægt
fjölgandi í þessari starfsgrein, en
þegar hún lauk námi fyrir 10 árum
heyrði það til hreinna undantekn-
inga, að konur færu í kerfisfræði.
Hún kvaðst starfa með 3 kerfis-
fræðingum og væru þau öll jafnsett
launalega. Það væri hins vegar til-
hneiging í fyrirtækinu, sem þau
starfa við, til að láta líta út sem
einhver hinna þriggja væri yfir-
maður hennar. Samstarfsmenn
hennar kæmu alveg fram við hana
sem jafningja, en yfirmenn fyrir-
tækisins kæmu gjarnan fyrirmæl-
um til þeirra og ætluðust til, að
þeir skýrðu þau síðan út fyrir
henni.
Hún kvaðst hafa starfað hjá
bönkum og tryggingarfélögum og
þar virtist ætla að ríkja enn um
sinn ákaflega hefðbundin verka-
skipting og viðhorf yfirmanna
væru, að henni bæri að viðhalda.
Sjálf kvaðst hún ekki finna svo
mjög fyrir þessu, þar sem kerfis-
fræðingar ynnu ákaflega sjálfstætt
að sínum afmörkuðu verkefnum.
Sagði hún að þessar viðteknu
skoðanir hefðu þó sannfært sig um
það, að hún myndi aldrei kæra sig
um að fást við stjórnun, því hún
væri sannfærð um það, að karl-
menn yrðu aldrei settir til að vinna
undir hennar stjórn.
Erfiðara að fá
konur hækkaðar
Forstjóri opinb.
stofnunar (kk)
Kvaðst hafa reynslu af því að
mikil tregða væri á að hækka kon-
ur í launum, sem ynnu hjá því
opinbera. Samninganefnd ríkis-
starfsmanna, sem að mestu væri
skipuð körlum, og fulltrúar fjár-
málaráðuneytisins, virtust mjög
tregir til að heimila launahækkun í
þeim störfum, sem konur væru
einar um. Það væri orðið nokkuð
algengt, að konur ynnu ábyrgðar-
mikil störf hjá hinu opinbera án
þess að fá laun i samræmi við þá
ábyrgð, sem þær bæru. Hann
kvaðst álíta að mál liðkuðust öll, ef
karlmenn færu að vinna störfin,
sem konur gengdu nú. Þá væri
byrjað á því að hækka laun fyrir
viðkomandi starf. Sjálfur kvaðst
forstjórinn verða að játa, að konur
ættu mun auðveldara með að
vinna sig upp, eins og það væri
kallað, Lnnan sömu stofnunar.
Hann kvaðst til dæmis verða að
játa, að ef kona og karl, með sömu
menntun, sæktu um ábyrgðarmik-
ið starf í sinni stofnun hefði hann
tilhneigingu til að ráða karlinn
fremur. Þetta gerði hann, ef að
konan kæmi frá öðru fyrirtæki. Ef
hann hins vegar þekkti til vinnu-
bragða konunnar úr sinni stofnun,
teldi hann hana eiga góða mögu-
leika á að fá stöðuhækkun. Er hann
var inntur eftir skýringu á þessari
afstöðu, sagði hann að sér þætti
álitlegra að ráða karlmann, ef
hann vissi lítið um kvenmanninn.
Konur á barneignaraldri gætu