19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 38

19. júní - 19.06.1980, Page 38
JpML irliftí Fríða Proppé. Texti og myndir. Börnin voru greinilega upp með sér að fá Erling til að segja þeim til í málaralistinni. Ljósm. Fríða Proppé. „Vantar svo til algjörlega kar 1 m ann s í m y n cl in a‘ ‘ — rætt við tvo karlmenn, sem starfað hafa við dagvistarheimili í janúarmánuði sl. fékk ungur maður launaseðil sinn, þannig merktan: „Erling Ellingsen starfs- stúlka, kr. . . .“ Mistök? — Erling leitaði réttar síns til Jafnréttisráðs, sökum þessarar kvenkenningar og svörin voru þau, að það hefðu nú borist alvarlegri kvartanir, og starfsstúlka hét hann áfram. — Til að útskýra málið þá vann Erling sem starfsmaður (Starfs- mannafélaginu Sókn) við leik- skólann Fellaborg í Breiðholti í nokkra mánuði, þ. e. frá des. sl. til páska. 19. júní bað Erling að segja frá reynslu sinni á þessum starfs- vettvangi, sem hingað til hefur verið talinn vettvangur kvenna. A. m. k. hefur það ekki verið alvana- legt, að foreldrar hitti fyrir karl- kynsstarfsmenn, er þeir koma með börn sín og sækja, á leikskóla og önnur dagvistarheimili. „Það var þá helst að eldri börnin segðu: „Hvern ert þú að sækja?“ eða þegar þau höfðu kynnst mér og ég fékk mér sæti: „Af hverju mátt þú setjast i konustólinn?“ Við erum stödd i Fellaborg. Forstöðukonan, Sjöfn Ólafsdóttir, býður upp á kaffi og segir í þessu tilefni: „Þetta með konustólana er gott dæmi um komu Erlings hing- að. Við höfum hér, eins og á öðrum barnaheimilum, sérstök húsgögn fyrir börnin og önnur fyrir okkur starfsfólkið. Hér höfðu aðeins verið kvenkynsstarfsmenn fram að því að Erling kom og fullorðinsstól- arnir fengið nafnið „konustólar“. Nú heita þeir „starfsmannastólar“, — erfiðara að bera fram fyrir ungt barn, — en eðlilegra.“ „Hvað kunningjarnir sögðu? Þeir hlógu allir,“ sagði Erling, „fyrst í stað a. m. k. og ímynduðu sér, að ég væri alla daga að skipta um bleyjur. Þeir sættust þó á þetta, eins og hverja aðra staðreynd — hvað annað?“ — Hvernig kunnir þú við starfið? „Þrælvel, ég var hér reyndar að- eins stuttan tíma dag hvern og sem þriðji maður á deild. Það var ekki erfitt. Foreldrarnir voru eiginlega lengur að ná þessu en börnin — voru ekki alveg klár á þessu.“ I þessum svifum vatt sér inn á völlinn Sigmar Karlsson sálfræð- ingur, en hann hefur eftirlit með 36

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.