19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 51

19. júní - 19.06.1980, Page 51
Guðrún Egilson. Konur í ábyrgðarstöðum eru mjög undir smásjá — rætt við Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara „Yfirleitt alls staðar erlendis eru konsertmeistarar karlmenn, og út- lendum hljómsveitarstjórum og einleikurum, sem hingað koma, virðist oft koma á óvart, að ég skuli vera konsertmeistari. Eitt sinn kom það fyrir, að gestahljómsveitar- stjóri taldi mig vera óþarflega af- skiptasaman einkaritara. Á einum tónleikum tók svo einleikari í höndina á fremsta manninum í annarri fiðlu í stað þess að heilsa mér, eins og venja er. Það fyndn- asta var, að þessi einleikari var kona,“ segir Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari í viðtali við 19. júní. Það var með herkjum að blaða- manni tókst að króa hana af eina klukkustund á milli tónleikahalds og inntökuprófa við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Meðan við spjöll- uðum saman hringdi síminn í sí- fellu og Guðný þurfti að sinna fyr- irgreiðslu við nemendur sína, skrifstofu hljómsveitarinnar og jafnvel fjölmiðla. Framundan voru svo miklar annir vegna Listahátíð- ar i Reykjavík. „Það er stundum eins og maður sé að tefla á tæpasta vað,“ segir Guðný brosandi. „Undanfarnir mánuðir hafa verið mjög erfiðir, því að auk starfa minna með hljómsveitinni og kennslunnar hef ég leikið einleik og farið í tónleika- ferðir með Philip Jenkins út um landið. Við höfum mikið spilað saman „dúó“ og einnig tríó ásamt Hafliöa Hallgrímssyni, og að ári hefur okkur verið boðið í tónleika- ferð til Svíþjóðar. Framundan hjá mér eru líka þrjár aðrar tónleika- ferðir til útlanda, ein til Norður- landa, ein til Israels og ein til Bretlands.“ — Hvernig gengur íslenzku tónlistarfólki að koma sér á fram- færi erlendis? „Það gengur upp og ofan. Hér er til dæmis enginn umboðsaðili fyrir tónlistarfólk. Kannski þykir fólki ekki taka því að hafa umboðsskrif- stofu fyrir þessar fáu hræður hér, sem eru gjaldgengar á erlendum markaði, svo að við verðum að standa í þessu sjálf. Það er svo sem ekkert skemmtilegt að skrifa bréf til útlanda og mæla með sjálfum sér og vita nokkurn veginn fyrir 49

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.