19. júní


19. júní - 19.06.1980, Page 59

19. júní - 19.06.1980, Page 59
vegur hennar fer enn vaxandi í heimi enskra bókmennta. Meðan á heimsókninni stóð héldu þau hjón fjölmenna mál- stofu í Árnagarði um skáldsöguna sem bókmenntaform. Þar talaði annars vegar fræðimaðurinn og hins vegar listamaðurinn, en þetta gaf umfjölluninni vídd og dýpt, sem þátttakendur virtust kunna vel að meta. I lok málstofunnar voru bornar fram fyrirspurnir, og var ein þeirra á þá lund, hvort skáldkonunni léti betur að tjá hugmyndaheim karla en kvenna, þar eð hún kysi oft að segja sögu sína frá sjónarhóli karl- persónu. Aftók hún það með öllu og kvaðst fyrst og fremst fjalla um mannleg viðhorf og verðmæti í bókum sínum án tillits til kyn- ferðis. I svari hennar kom hins vegar fram, að hún er eindreginn stuðningsmaður kvenfrelsis og jafnréttis og vakti það áhuga 19. júní, sem þegar fór á stúfana og fékk skotið inn örstuttu spjalli við hana milli þrautskipulagðra dagskrár- atriða heimsóknarinnar. Iris Murdoch var fyrst spurð að hvaða leyti hún styddi kvenfrels- ishugmyndir nútímans og hvort endurvakning jafnréttisbarátt- unnar síðasta áratug ætti þar ein- hvern hlut að máli. „Nei, nei, ég hef verið kven- frelsismanneskja miklu lengur. Það er langt síðan ég hóf afskipti af jafnréttismálum, en þar hef ég einkum látið menntun kvenna til mín taka. Hún er nefnilega undirsstaða þess, að konur nái jafnfætis körlum, eins og öllum er ljóst, og þótt mikið sé nú um vel menntaðar konur á fjölmörgum sviðum, er átakanlega stór hluti þeirra lítt menntaður og fávís. Af þessum sökum hef ég einkum beint mér að skólanum og hef gegnum árin skrifað og talað opinberlega um nauðsyn þess, að stúlkur eigi völ á sömu námsgreinum og piltar. Þannig hef ég orðið þátttakandi í deilum, sem lengi hafa staðið í Bretlandi um menntun kvenna og þá einkum kvennafögin svoköll- uðu, handavinnu, matreiðslu o.s.frv. Meðan þessum fögum er haldið að stúlkunum eingöngu, er lítil von til þess, að viðhorf þeirra sjálfra og annarra breytist. í sama tilgangi hef ég líka haldið uppi vörnurn fyrir það skólakerfi, sem nú er á undanhaldi í Bret- landi, en þar á ég við, að menntun skuli byggjast á hæfnisprófum og samkeppni. Það er full ástæða til að óttast, að þegar allir komast í gegnum skólann án tiltakanlegrar fyrirhafnar og prófa, muni það ekki eingöngu hafa í för með sér hnignandi menntunarstig þjóðar- innar almennt, heldur muni það einkum bitna á stúlkum, þegar til lengdar lætur. Það er deginum ljósara, að í fátækum og efnaminni fjölskyldum verður menntun drengjanna látin sitja í fyrirrúmi og þeir einir eiga kost á langskóla- námi í stað þess að hæfnispróf ráði, hverjir komast áfram til fram- haldsmenntunar. Slík samkeppni yrði hins vegar til að forða mis- munun vegna kynferðis. Þetta tel ég vera nijög áríðandi frá jafn- réttissjónarmiði, því að konur verða og eiga að leggja áherslu á, að þær eru jafnmikils virði og karlar sem einstaklingar. Að öðru leyti er ég ekki kven- frelsiskona í þeim skilningi, að ég telji konur eiga að forðast karl- menn eftir mætti og alls ekki gift- ast þeim, eins og þær herskáustu vilja. Ég er heldur ekki í hópi þeirra sem einblína á vanda kvenna í heiminum og sjá ekki út fyrir hann“. Það kom reyndar fram hjá þér á málstofunni, að bókmenntir ættu ekki að túlka sjónarmið kvenna sem eitthvað annað og öðruvísi en sjónarmið karla. Ertu þar með að hafna því, að konur búi yfir sér- stæðri reynslu og að sú reynsla eigi erindi til fólks í bókmenntum? „Nei, nei, alls ekki. Það er jú augljóst mál, að allt efni er jafn- lögmætt sem yrkisefni, ef vel er á því haldið. Mér er líka fullkomlega ljós hin oft á tíðum erfiðu skilyrði, sem konur búa við, ef þær vilja beita sér á einhvern hátt eða kom- ast áfram. Það verður að sjálfsögðu að krefja þær um sömu hæfni og karla, en iðulega þurfa þær að skara fram úr, auk þess sem alls kyns fordómar eru þeim Þrándur í Götu. Sjálf fjalla ég í mínum bókum mikið um konur og þeirra veröld, erfiðleika hjónabandsins o.s.frv., en ég tel, að það verði að forðast í bókmenntum og í lífinu almennt að líta á þessar hliðar eingöngu. Mér finnst æskilegt, að hafa víðari sjóndeildarhring en svo, á svipaðan hátt og mér finnst blökkumenn ekki gagna sínum frelsishugmynd- um með því að einangra sig í hóp- um, sem líta ekki við öðrum en blökkumönnum og lesa ekki annað en það, sem blökkumenn hafa skrifað“. Að menntuninni undanskil- inni, hvaða leiðir telur þú vænleg- astar til að jafna að fullu stöðu kvenna og karla? ,Ja, þarna er erfið spurning. Vissulega hefur mikið breyst frá þeim tíma, er enska skopritið Punch fjallaði um stjórnmálaþátttöku kvenna sem hvern annan brand- ara, þegar hugmyndin kom fram Iris Murdoch á Islandi 57

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.