19. júní - 19.06.1980, Qupperneq 62
Björg
Einarsdóttir.
Foreldraleyfi vegna barnsburðar
— Fæðingarorlof
Umsögn KRFÍ um breytingar á almannatryggingarlögum
Óhætt mun að segja, að allt frá
stofnun Kvenréttindafélags Is-
lands árið 1907 hafi forystumenn
þess beint starfi sínu að stórum
hluta að málefnum fjölskyldunnar.
Markmið KRFÍ eru að vinna að
jöfnum rétti kvenna og karla á öll-
um sviðum samfélagsins og mönn-
um hefur verið ljóst frá upphafi, að
vettvangur fjölskyldulífs er ekki
síður mikilvægur en vinnu-
markaðurinn.
Þegar á fyrsta starfsári hóf
félagið að vinna að „frumvarpi til
laga um réttindi óskilgetinna
barna og mæðra þeirra“ og á
vegum KRFI var Mæðrafélagið
stofnað 1942 og beitti það sér mjög
fyrir málefnum mæðra og barna
þeirra.
Afgerandi þáttur í þessu sam-
hengi er, hvernig búið er að for-
eldrum og börnum þeirra á tíma-
bilinu kringum barnsfæðingu.
Leyfi til að taka frí frá störfum við
barnsburð hefur verið tryggt í ís-
lenskum lögum frá fyrstu tíð og má
þar t.d. minna á ákvæði í Grágás
og Jónsbók.
Lög um almannatryggingar
voru sett árið 1946 og voru þá
þegar ákvæði varðandi barnsburð í
þeim lögum. Launþegahreyfingin
og áhugamannasamtök hafa látið
málið til sín taka og á Alþingi hafa
verið flutt frumvörp, þingsálykt-
unartillögur og samþykktir gerðar.
Staðan nú er sú, að stór hluti
kvenna nýtur fæðingarorlofs að
einhverju leyti, enda þótt misrétti
sé mikið eftir því, hvort í hlut eiga
starfsmenn hins opinbera eða
aðrir. Ennfremur eru stórir hópar
kvenna, sem engan rétt hafa að
þessu leyti s.s. námsmenn, laus-
ráðið fólk, heimavinnandi o.fl., og
er of langt mál að fara nánar út í
það hér.
Fyrir Alþingi lá í vetur frumvarp
til laga um breytingar á lögum
um almannatryggingar nr.
67/1971 með síðari breytingum.
Helstu nýmæli, er fram komu í
frumvarpinu voru, að nú skulu
allar konur, sem lögheimili eiga á
Islandi, njóta orlofs í 3 mán. við
barnsfæðingu og að faðir getur að
ósk móður tekið orlof síðari hluta
tímans.
Ennfremur að foreldri, sem ekki
er á launum, getur sótt greiðslur
sínar til Tryggingastofnunar rik-
isins sem svarar fullum sjúkradag-
peningum einstaklings. Foreldri
sem nýtur launa skal fá greitt sem
svarar dagvinnulaunum meðan á
orlofinu stendur og fá þau laun
greidd hjá atvinnuveitanda sínum,
sem síðan á endurkröfurétt á
Tryggingastofnun ríkisins sem
svarar sjúkradagpeningum.
Ú.treikningar i greinargerð með
frumvarpinu sýna, að fullir sjúkra-
dagpeningar eru u.þ.b. 1/3 hluti af
meðaldagvinnulaunum lágtekju-
fólks. Atvinnurekandi, sem hefur
konu í starfi, er tekur fæðingar-
orlof, verður því fyrir fjárútlátum
hennar vegna umfram annað
starfsfólk. Það þýðir í raun, að
konur á barneignaaldri geta orðið
dýrari vinnukraftur en annað fólk
og þær þess vegna átt undir högg
að sækja um atvinnu, kaup og kjör.
Ýmsir hafa látið frá sér athuga-
semdir við frumvarpið og um-
sagnir. Flestir hafa varað við af-
leiðingum af þeirri greiðslutil-
högun, sem lögð er til og bent á, að
í henni felist ógnun við stöðu
kvenna á vinnumarkaðinum.
Sérstök ástæða er til að vekja at-
hygli á umsögn Jafnréttisráðs,
ályktun formannafundar Kven-
félagasambands íslands og um-
sögn KRFl, sem birtist hér í heild:
„Stjórn KRFl fagnar því, að
gert skuli ráð fyrir, að allir for-
eldrar á vinnumarkaði eigi rétt til
töku launaðs fæðingarorlofs og að
foreldrar í ólaunuðu starfi fái
greidda fæðingardagpeninga.
Verður að telja 3 mánuði algjört
lágmark i þessu sambandi.
I frumvarpinu stendur, að
fæðingarorlof skuli skilyrðislaust
hefjast a.m.k. einni viku fyrir
áætlaðan fæðingardag. Þetta telur
stjórn KRFÍ of fast skorðað, þar
sem algengt er að slíkri áætlun
skeiki allt að mánuði til eða frá, og
að margar konur geta og kjósa að