19. júní


19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.1980, Blaðsíða 66
Þær mæta betur.“ Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. Áhrif kvenna Framh. af bls. 8. sjálfar en ekki verið sóttar eins og áður var. Eins held ég að það sé mjög mikilvægt fyrir konur að fá úr því skorið hvar þær standa, vita hver stuðningur þeirra er, þó hann sé ekki eins og best væri á kosið. Þar er þó eitthvað til að fóta sig á, og vinna að því að bæta. Dagbjört: Eg held að prófkjör hafi verið jákvæð yfirleitt fyrir konur og er þeirrar skoðunar að konur hafi þar meiri möguleika en með öðru fyrirkomulagi. En þarna veltur á miklu hvernig fram- kvæmdin er. Soffía: Eg held að miðað við að fá fleiri konur inn á þetta svið þurfi vissa forvinnu konum til stuðnings. Það þarf að kynna þær, ýta þeim fram og standa á bak við þær. Ef verið er að fá konur fram innan flokkanna er skynsamlegt að koma sér saman um ákveðnar per- sónur og standa svo duglega að baki þeim til að tryggja þeim ár- angur. Dagbjört: Þarna gæti samstaða kvennanna komið til skjalanna. Erna: Ég held að þá séum við farnar að skammta okkur bara 64 konum vissa formúlu eða kvóta- kerfi sem tekur mið af fordómum sem við þurfum að vinna gegn og viðhöldum þeim þannig á vissan hátt. Eg varð mjög vör við að kon- ur í prófkjörsbaráttu virtust líta eingöngu á konurnar sem keppi- nauta sína. Það var líka talað um að konurnar hafi verið of margar og unnið hver gegn annarri þess vegna. En hvernig getum við talað um að það þurfi að vera margar konur tilbúnar í slaginn ef við ætl- um aðeins að skammta okkur 4—5 á móti karlahópnum? Rannveig: En var ekki talað um að karlmennirnir hafi tekið frá konunum eða öfugt, eða að þeir hafi verið of margir? Dagbjört: Eða þeir dregið fylgi hver frá öðrum. Það hefði þó verið sanni nær. Erna: En hvað um kosningabar- áttuna sjálfa. Hvað finnst ykkur um þá aðferð sem stundum hefur orðið vart að konur ganga mjög fyrir því að þær séu konur, eigin- lega eins og einni meginforsendu fyrir því að þær eigi erindi. Dagbjört: Sumir gera þetta, aðrir varast það alfarið. Rannveig: Þetta er nú vandmeð- farið. Soffía: Maður kýs konu fyrst og fremst af því hún er hæf og í því tilviki að hennar skoðanir og við- horf falli saman við manns eigin. Mér finnst það líka út af fyrir sig rétt ef um tvo einstaklinga, karl og konu er að ræða sem maður telur álíka hæf, að konan sé kosin, þó ekki sé til annars en að jafna metin. Það er búið að gera nógu mikið af því að kjósa karla vegna þess að þeir eru karlar. Þá er bara ekki spurt þannig. Dagbjört: Mér finnst skilyrðis- laust að ef um er að ræða tvo ein- staklinga og jafnhæfa að þá skuli konan kosin. Erna: Nú hefur verið gripið til þess víða um lönd að setja í lög eða reglugerðir forréttindi vissra þjóð- félagshópa í því skyni að bæta upp þar sem talið er að á hallist í rétt- indum þeirra, svo sem um inn- göngu í skóla, um stöður o. fl. Finnst ykkur koma til greina að setja einhverjar slíkar reglur hér fyrir stjórnmálaflokkana um t. d. ákveðinn kvóta kvenna á listum hjá þeim? Við getum sagt 50:50? Soffía: Eg óttast nú að svona lagað væri erfitt í framkvæmd og ótal leiðir yrðu til að fara i kringum þetta. Það er fyrst og fremst hug- arfarsbreyting sem vantar. Við höfum jafn mikið við þessa gömlu fordóma að stríða þrátt fyrir svona lagasetningu. Þessi mál verða að ávinnast. Það er einnig hætta á að lagasetning á borð við þessa kynni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.