19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 9
breytast við aukinn Qölda kvenna og þá hvernig. Kristín Kvaran varð fyrst fyrir svörurn. Hún hefur ekki setið á þingi áður og sagðist því aðeins geta stuðst við ímyndunaraflið í svari sínu, en hún gerði sér í hugarlund að það yrði óhjákvæmilega líflegra á Alþingi og til að slá á léttari strengi — að öllum líkindum hvað útlit þingmanna varð- aði, naumast myndu þær ganga um á dökkum jakkafötum eins og karlarnir! Ragnhildur Helgadóttir sagði að það hefði orðið breyting í sjálfu sér, konur heíðu hingað til verið ósköp fáliðaðar í þinginu og aukningin myndi breyta miklu um svipmót þess. Ragnhildur bætti við að hér væri stigið spor í þá átt að Alþingi gæfi rétta spegilmynd af þjóðinni og enn fremur lét hún í ljós þá von að flokkarnir tækju nú betur við sér hvað hlutdeild kvenna snerti. Sigríður Dúna svaraði spurningunni hiklaust játandi. Hún sagðist þeirr- ar skoðunar, að konur hefðu annan framgangsmáta og viðhorf en karlar og með auknum fjölda kvenna hlyti því yfirbragð þings að breytast, ekki að- eins að útliti, heldur og málflutningur og starfshættir. Sígríður Dúna ítrekaði þetta með að hvetja konur til að vera ekki feimnar við að halda á lofti kven- legum sjónarmiðum og verðmætamati — þótt það kynni að reynast erfitt á stundum. Jóhanna Sigurðardóttir kvað reynsluna verða að skera úr um svarið. Hún vék líka í orðum sínum að hlut fjölmiðla í stjórnmálunum, sagði það e.t.v. ekki síður mikilvægt að íjölga konum í fjölmiðlastétt en á þingi; með slíku myndi vægið í fréttaflutningi breytast. Og eitt af því sem vissulega gæti breyst við aukinn fjölda kvenna á þingi, væri að auka umræðu um mál þeirra. Gurún Helgadóttir kvaðst ósam- mála hinum þingmönnunum að flestu leyti og var ekki viss um að stofnunin myndi nokkuð breytast. Um það hver styrkur kvennahreyfmgunni yrði að svo auknum hlut kvenna á þingi, voru allar þingkonurnar sammála um, að svo hlyti að vera bæði beint og óbeint, en Guðrún ítrekaði að þar eð konur sættu harðari gagnrýni en karlar væri aðeins til ein lausn — vinna og vinna áfram. Kvennamál — karlamál í þeirri umræðu, sem einatt er í gangi um stjórnmálaþátttöku kvenna, hefur þeirri skoðun verið varpað fram oftar en einu sinni, að konur hljóti að taka þátt sem konur, þ.e. að viðfangs- efni og málsmeðferð tengist kynbund- inni reynslu þeira og viðhorfum, frem- ur en t.d. reynslu bundinni við stétt. Um þetta eru síður en svo allar sam- mála, en þó virðist sem krafan um jafn- ari hlut kynjanna m .a. á valdastólum þingsins, byggi í sjálfu sér á þessari skoðun. Naumast væri jafn ákaft knúið á um fleiri konur á þingi, ef ekki væri álitið sem svo, að þær greindu sig frá þingkörlunum. Naumast væri aukning kvenna á Alþingi þvílíkt fagnaðarefni, ef ekki væri gert ráð fyrir að þær gerð- ust þar talsmenn öðru vísi viðhorfa en þeirra, sem víkja úr sætum fyrir þær. w. ■ Jóhanna Sigurðardóttir Umræðan um kvennamál annars vegar og karlamál hins vegar tengist þessu nokkuð. Um hana gildir hið sama og um kynbundin viðhorf eða ekki — þar sýnist hverjum sitt. Það heyrir þó til undantekninga ef stjórn- málakonur grípa ekki til orðsins kvennamál þegar átt er við vissa mála- flokka, s.s. málefni barna, heilbrigðis- mál og réttindi kvenna. A fundi KRFÍ bar þetta nokkuð á góma. Á það var bent að í raun réttri heyrðu öll mál til beggja kynja og að varasamt væri fyrir konur að eigna sér vissa málaflokka, þar með yrðu karlarnir ,,stikkfrí“ eins og það var orðað. Undir þetta getum við eflaust flestar tekið. En auðvitað er það ljóst af stjórnmálasögunni, af skiptingu kynja í nefndir og ráð, af oddamálum kvenfélaga og kvenna- samtaka nú og kvenna á þingi eða í sveitarstjórn, að vissir málaflokkar hafa annað hvort verið afhentir konum eða þá þær hafa tekið þá fúslega upp á sína arma nema hvort tveggja sé. Bar- áttan snýst e.t.v. ekki síður um það að gera kvennamálin að málum karlanna líka — og öfugt. Fram hjá því verður naumast gengið að vegna hlutverka- skiptingar í samfélaginu standa sum mál konum nær en körlum og þess vegna er það síst að furða, þótt þær sýni þeim meiri alúð. Og það hafa þær gert. Það eru sömu rauðu þræðirnir sem ganga í gegn um, ekki aðeins þing- sögu kvenna, heldur félagsstörf á nær öllum sviðum. Þrátt fyrir fæð sína á opinberum vettvangi hafa þær starfað ötullega og átt frumkvæði að fjölda mála, sem nú orðið heyra undir opinbera geirann eða þykja sjálfsögð þjónusta. Nefnd hafa verið dæmi um slíkt hér að ofan og enn mætti bæta lengi við. Það voru t.d. konur í bæjarstjórn, scm l'engu í gegn fyrsta barnaleikvöllinn og komu á föst- um fjárveitingum til leikvalla í fjár- hagsáætlun bæjarins. Það voru einnig konur í bæjarstjórn, sem áttu frum- kvæði að matargjöfum til fátækra barna árin 1909 — 1935, og það voru konur, sem knúðu á um hreinlætis- eftirlit með mjólkurvörum á sínum tíma. Störf kvenfélaga í þágu Iíknar- og menningarmála er alkunn. Og enn eru konur um allt land að beina kröftum sínum að þessum svonefndu kvenna- málum, starfandi á sviðum, sem standa þeim nærri. En því er verið að velta vöngum yfir þesu hér, að þær væntingar sem gerðar eru til þingmannanna níu sem hóps, eru fyrst og fremst á þeim sviðum. Um það virtist a.m.k. enginn ágreiningur á Framhald á bls. 41 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.