19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 77

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 77
Félagsstarf KRFI Á síðastliðnu ári átti KRFÍ 75 ára afmæli og hélt félagið upp á það með pompi og prakt eins og sjá má í 19. júní frá því í fyrra. Þrátt fyrir háan aldurogbreytta tíma skortir Kvenréttindafélagið ekki verkefni, öllu heldur vantar fleira fólk til starfa. Margir nýir fclagsmenn hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en ávallt er rúm fyrir neiri, Á aðalfundi KRFÍ, sem haldinn var 21. mars sl. flutti formaður félagsins, Esther Guðmundsdóttir skýrslu stjórnar og gerði þar grein fyrir starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi. Á aðalfundinum var Lára Sigur- björnsdóttir kjörin heiðursfélagi KRl'f en hún á að baki langt og gott starf í þágu félagsins. Af skýrslu formanns má ráða, að félagið hefur haft mörg járn í eldinum á síðasta starfsári. Vorið 1982 fóru fram kosningar til sveitarstjórna hér á landi og af því tilefni vann Kvenréttindafélagið að því að hafa áhrif á að konum íjölgaði í sveitarstjórnum, m.a. með fundarhaldi, kosningagetraun og límmiðum. Er nánar frá þessu sagt í sam- svarandi pistli um félagsblaðið í 19. júní > fyrra. Árangur kosninganna var eins og kunnugt er sá, að hlutur kvenna í sveitar- stjórnum tvöfaldaðist. Félagsfundir Utgáfa og dreifing ársritsins er jafnan lokaverkefni félagsins fyrir sumarhlé. Að hausti er þráðurinn tekinn upp að nýju og að þessu sinni hófst almennt starf með fé- lagsfundi 14. októberað Hallveigarstöðum. Þetta var rabbfundur um Alþjóðasamtök kvenréttindafélaga (IAW), en KRFÍ á aðild að þeim samtökum. Á fundinum sagði formaður frá lör sinni á þing samtak- anna sem haldið var í Finnlandi í ágúst s.l. Á þinginu var m.a. rætt um vinnumarkað- *nn auk þess sem töluverður tími fór í um- ’æöur um samtökin sjálf. Var formaður K.RFÍ kosinn í stjórn samtakannaen forseti þeirra er frú Olive Bloomer. Bryddað hefur verið upp á þeirri nýjung í starli lélagsins að halda hádegislimdi í stað hefðbundinna félagsfunda að kvöldi. Er teynslan af þeim góð og er sýnt að þeir laða <tö fleiri en almennir félagsfundir. Hafa tjór- •r slíkir fundir verið haldnir í vetur. Sá fyrsti var lialdinn 18. nóvember í veitingahúsinu Lækjarbrekku, þar sem Þorbjörn Brodda- son, dósent kom og skýrði frá niðurstöðum Jafnréttiskönnunar Reykjavákurborgar. Kvennaguðfræði var umræðuefni fundar þ. 17. febrúar einnig í Lækjarbrekkru og höfðu forsögu þar séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir og aðrar konur sem ýmist eru við guðfræðinám eða hafa lokið því, Seint í apríl var haldinn fundur með Helgu Stene, sagnfræðingi frá Noregi. Fjórði fundurinn af þessu tagi og sá fjöl- sóttasti var haldinn 11. maí s.l. að Hótel Sögu. Tilefnið var að fagna því að í kosn- ingunum til Alþingis nú í apríl hlutu níu konur kosningu eða þrefalt fleiri en nokkru sinni áður. Konurnar níu sátu fundinn og spjölluðu við fundarmenn m.a. um það hvort þessi staða kvenna á Alþingi myndi breyta einhverju innávið sem útávið. Var það álit flestra að erfitt væri um slíkt að spá en tíminn einn gæti leitt það í ljós. Ráðstefnur og aðrir fundir Á milli aðalfunda voru haldnar tvær ráð- stefnur á vegum félagsins. Sú fýrri ,,Konur og fjölmiðlar" var haldin 17. apríl 1982 að Hótel Esju í samvinnu við Blaðamannafé- lag íslands og Samband ísl. auglýsinga- stofa. Um ráðstefnuna vísast í 19. júní í fyrra en þar var fjallað um liana. „Að koma aftur á vinnumarkaðinn" er yfirskriftin á síðari ráðstefnunni, sem fram fór að Kjarvalsstöðum 29. janúar á þessu ári. Var hér um framhald að ræða á þeirri umræðu sem hófst um þetta efni í 19. júní 1982. Á ráðstefnunni voru flutt 12 fram- söguerindi þar sem málið var reifað frá ýmsum sjónarhornum og fjallað var um leiðir til úrbóta. Þátttakendur í ráðstefn- unni voru rösklega 100 talsins, þarafmargt utanfélagsfólk, og sýnir það að hér er um brýnt hagsmunamál að ræða. Voru ráð- stefnunni gerð allgóð skil í fjölmiðlum. Fundargerð hennar er í undirbúningi og verður síðar send þátttakendum auk þess sem hægt verður að fá hana gegn vægu gjaldi á skrifstofu félagsins. Um undirbún- ing og framkvæmd ráðstefnunnar sáu þær Björg Einarsdóttir, Xlagdalena Schram og Þórunn Gestsdóttir. .Aimælisvaka félagsins var haldin að Kjarvalsstöðum 30. janúar. Kynntar voru bækur um og/eða eftir konur, ungar tónlist- arkonur komu fram og tveir fatahönnuðir voru kynntir. Afmælisvakan var hin glæsi- legasta og sáu þær María Ásgeirsdóttir, Ásthildur Ketilsdóttir og Júlína Signý Gunnarsdóttir um undirbúning. 8. mars héldu Kvenfélagasamband ís- lands, Kvenréttindafélag íslands og Bandalag kvenna í Reykjavík sameiginleg- an fund um friðar- og afvopnunarmál. Til- drög þessa fundar eru þau að á s.l. sumri hittust nokkrar konur og ræddu um að stofna friðarhreyfingu íslenskra kvenna. Þessar konur kölluðu síðan fleiri konur til liðs við sig og þar á meðal formenn félag- anna þriggja. Konurnar hafa starfað í sínu eigin nafni en ekki sem fulltrúar félaga eða félagasamtaka. Þessi hópur, sem hefur ver- ið kallaður friðarhópur kvenna sendi frá sér friðarávarp til allra kvenfélaga í landinu og hvatti þau til að kynna ávarpið innan síns félags og óskað var eftir því að félögin létu í ljós álit sitt á því hvort stofna ætti friðar- hreyfingu íslenskra kvenna. Félögin þrjú, þ.e. KRFÍ, KÍ og BKR tóku sig því saman og héldu fund þar sem ávarp og starf friðarhóps kvenna var kynnt. Framsögumcnn á fundinum voru Elín Pálmadóttir, blaðamaður og Kristín Ást- geirsdóttir, sagnfræðingur. Fundinn sóttu um 50 manns. í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: „Fundur haldinn á vegum Kvenfélaga- sambands íslands, Bandalags kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélags íslands að Hallveigarstöðum 8. mars 1983, tekur heils hugar undir ávarp friðarhóps kvenna og leggur til að hafinn verði hið allra fyrsta undirbúningur að stofnun frið- arsamtaka íslenskra kvenna.“ Starfsemi útávid Snemma á síðasta ári bárust félaginu til- mæli um að það tilnefndi konur í samstarfs- hóp með öðrum félagasamtökum til að at- huga um stofnun samtaka til að koma á fót kvennaathvarfi í Reykjavík. Stjórnin tilnefndi þær Ásdísi Rafnar og V’alborgu Bentsdóttur 2. júní 1982. Voru svo stofnuð Samtök unt kvennaathvarf. Á annað hundrað manns gerðust stofnfélag- ar. KRI’Í gerðist styrktaraðili á stofnfundi og allmargir félagar KRFÍ gengu þá í sam- tökin. Kvennaathvarf var svo opnað í Reykja- vík í byrjun des. 1982. Fljótt kom í Ijós að full þörf var á starfsemi þessi. Þær Ásdís og Valborg hafa verið virkir félagar í samtök- unum frá byrjun. Formaður KRFÍ á sæti í ráðgjafarnefnd 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.