19. júní


19. júní - 19.06.1983, Side 54

19. júní - 19.06.1983, Side 54
með öðrum orðum inni í einhvers kon- ar hólfum sem þær voru upphaflega settar í eða flúðu í, meðan karlasamfé- lagið var algert, og þær nánast undan- tekning frá reglunni. Mörgum er eðli- lega sárt um hólfin sín, því að þau veita vissa vernd, en geta jafnframt lokað fólk af. Mín skoðun er raunar sú að dagar sérstakra félaga fyrir konur séu ekki enn taldir, en þar þurfi að breyta um starfshætti, því að þau taka mið af þjóðfélagi sem var. Við þurfum að laga þau að nútímalegri háttum, og hlut- verk þeirra á umfram allt að vera það að gera konur hæfari til þátttöku í sam- skipuðu þjóðfélagi, og þegar því er náð erlendis fá þau miklu erfiðari vaxtar- skilyrði. Hér ættu öll börn að geta notið sín. En það eru einmitt launamálin sem eru einn helsti þröskuldurinn fyrir eðlilegri og áreynslulausri samskipan. Þótt piltar hafi löngun til að starfa á hefðbundnum vettvangi kvenna úti í þjóðfélaginu láta þeir hin lágu laun sem greidd eru fyrir ,,kvennastörfin“ aftra sér. Það gæti svo farið að fólk fáist almennt ekki til að vinna að uppeldis- og líknarmálum og öðrum „kvenna- störfum“, því að sú þróun verður ekki stöðvuð að konur sæki í æ ríkara mæli inn á hefðbundið verksvið karla. braut, — hina viðteknu braut karl- mannsins. Hér finnst mér sem fingri sé drepið á kjarna málsins. Jafnréttisbarátta nú- tímans er ekki einhliða strekkingur kvenna yfir á svið karla. Hún er nær því að vera fjölbrautarkerfi, þar sem frjáls- ar manneskjur deila með sér mjúkum gildum og hörðum. Fullvaxið fólk haslar scr völl hlið við hlið og deilir að eigin vali eða með samkomulagi innri og ytri ábyrgð á heimili og íjölskyldu. Og niðurstaðan af þessum vanga- veltum er sú að mikið er í húfi fyrir karlmanninn, ef hann á ekki að daga uppi og festast í því að viðhalda stöðu Vilji kvenna til að láta að sér kveða . . . Hér mótmæla kvennalistakonur 1983 þegar þeim var meinað að kynna málstað sinn í sjónvarpinu samhliða stjórnmálaflokkunum. eru hólfin óþörf. En ég ítreka að þetta tekur allt sinn tíma. Ein helsta forsenda fyrir fullri sam- skipan karla og kvenna er brey tt starfs- val. Þar eiga uppalendur stóran leik og þeir þurfa að vaka yfir því að börnin velji sér ekki náms- og starfsbrautir af vana eingöngu og að ástæðulaus for- dæmi vísi ekki veginn. Uppeldisstörf eru ræktunarstörf, þar sem þess þarf að gæta að sérhver jurt fái vaxtarskil- yrði við hæfi. Foreldrar þurfa að gera sér ljóst, að upplag og eiginleikar barn- anna skipta meira máli við val þeirra á námi og starfi en flest annað. Og ég tel að Islendingar meti börn mikils. Víða Að hafa ákveðinn standard í bíl Fyrir nokkrum árum voru sýndir hér í sjónvarpinu Þættir úr hjónabandi eftir Ingmar Bergmann. í uppgjöri því, sem hann lét fara fram milli hjón- anna virtist niðurstaðan sú að konunni voru allir vegir færir en karlinn átti yfir höíði sér stöðnun eða jafnvel afturför. Það var eins og höfundur vildi með þessu segja, að karlar væri langt komn- ir með að nýta llesta sína möguleika, en konur helðu enn ný svið til að leita inn á. Eiginmaðurinn í umræddu hjónabandi sá aðeins fyrir sér eina sinni með ýmiss konar hégóma, eins og t.d. ákveðnum standard í bíl og öðru álíka. Þótt það sé sennilega ekki til neitt félag sem harmar fækkun karla á þingi svona opinberlega eru þeir víst ein- hverjir, sem líta þessa þróun óhýru auga, og það er ekki óalgengt sjónar- mið hjá körlum að ekki megi hleypa konum of langt. En áfram fara þær samt. Almennt tel ég að framvindan í jafnréttismálum verði ekki eins rykkj- ótt og byltingarkennd og hingað til, - en markvissari. Það kemur m.a. til afend- urmati á því, sem gefur lífinu gildi og verður bæði konum og körlum til hags- 'bóta. 54

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.