19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 69
það býr við. Það hefur vcrið fjársvelt
frá upphafi, sú fjárhæð sem því er ætl-
að á fjárlögum dugir ekki fyrir rekstri
skrifstofunnar og þá enn síður fyrir
framkvæmdum. Að sama skapi er
Jafnréttisráð mjög undirmannað af
starfsfólki, og lengst af starfaði fram-
kvæmdastjórinn einn að öllum ntál-
um. Miðað við þau verkefni sem Jafn-
réttisráði er ætlað samkvæmt lögum,
er vonlaust að sinna þeim þegar hvorki
fólk né fé er til staðar. Nú eru tvær
stöðuheimildir hjá Jafnréttisráði, ann-
arri þeirra er skipt milli fulltrúa í rann-
sóknum annars vegar og fulltrúa sem
sinnir ritara- og öðrum skrifstofustörf-
um hins vegar. Þrátt fyrir þessa
harmatölu má ekki skilja orð mín svo
að ég telji ávinning af starfi Jafnréttis-
ráðs engan. En lítil umræða og aftur-
kippur í jafnréttismálum hefur gert
staríinu crfiðara fyrir en annars heíði
verið.“
— Hvemig hefur gengið að fram-
fylgja ákvæði Iaganna varðandi
starfsauglýsingar?
„Þegar jafnréttislögin voru sett var
greinilegt að ákvæðið um bann við
kyngreindum auglýsingum olli miklu
fjaðrafoki. Samt sem áður varð augljós
árangur af setningu ákvæðisins í
fyrstu. Þegar fram liðu stundir var aft-
ur farið að auglýsa kyngreint í störf.
Auglýsingastjórar hafa þó tekið því vel
þegar Jafnréttisráð hefur beðið um að
blöðin tækju ekki við kyngreindum
auglýsingum. Hins vegar er ljóst að
samkeppnin er mikil í auglýsingastarf-
inu og ef eitt dagblað tekur við kyn-
greindum auglýsingum, geta hin ekki,
viðskiptanna vegna, neitað að taka við
slíkum auglýsingum. Eg tel að tregða
við að koma þessu á sé einkum og sér í
lagi vegna þess að fólk skilur ekki
ástæðuna fyrir setningu ákvæðisins,
sem er sú að verið er að reyna að breyta
rótgrónum hugmyndum um skiptingu
í karla- og kvennastörf, enda hæfni
til þess að gegna flestum störfum ein-
staklingsbundin, en ekki kynbundin.“
— Hver eru helstu verkefni Jafn-
réttisráðs í dag?
,,Eins og ég nefndi er lítið fé til fram-
kvæmda hjá Jafnréttisráði. Við reyn-
um samt, og í raun og veru er ótrúlega
margt að gerast. I fyrsta lagi er Jafn-
réttisráð að fara að gefa út bækling
fyrir verðandi foreldra. í starfi hjá
Jafnréttisráði hefur Esther Guð-
mundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur og
formaður KRFI verið undanfarið að
vinna að rannsókn um konur í norræn-
um stjórnmálum. Verkefni þetta er til
komið frá norrænu jafnréttisnefndinni
og er ætlunin að rannsóknin korni að
einhverju leyti út í íslenskri útgáfu á
þessu ári. Jafnréttisráð er einnig að
hefja útgáfu fréttabréfs á næstunni, en
stefnt er að því að leggja áherslu á að
auka upplýsingastarfsemi umjafnrétt-
isráð með haustinu, og kynna starf-
semi ráðsins í auknum mæli út á við.
Þetta takmarkast að sjálfsögðu allt af
fjármagni. Einnig eru ráðstefnur á döf-
inni og ýmislegt fleira.“
— Er fyrirhuguð einhver breyt-
ing á jafnréttislöggjöfinni?
„Svavar Gestsson, félagsmálaráð-
herra, setti á stofn neí'nd til að endur-
skoða jafnréttislögin á árinu 1981. Sú
nefnd hefur nú skilað af sér tillögu til
nýrra jafnréttislaga. Er í því frumvarpi
kveðið á um margar breytingar á nú-
verandi jafnréttislöggjöf með hliðsjón
af þeirri reynslu sem orðið hefur af
þeim. Tel ég þær breytingar sem þar
koma fram ekki einungis góðar, heldur
og bráðnauðsynlegar. Vil ég þá helst
nefna þá meginbreytingu að tilgangur
framvarpsins er ekki einungis að koma
á jafnrétti, heldur og jafnri stöðu kynj-
anna, en það er munur á þessum
tveimur hugtökum.
Einn megintilgangur frumvarpsins
er að bæta stöðu kvenna, því að það er
enginn ágreiningur urn, að það eru
konur sem eru verr settar í þjóðfélag-
inu. Onnur ákvæði eru yflrleitt ítar-
legri en þau sem nú gilda. Nýmæli er
að talað er um aðgerðir atvinnurek-
anda til að jafna stöðu kynjanna á sín-
um vinnustað. Þá er talað um breyt-
ingu á skipan Jafnréttisráðs, og um
lögbundnar jafnréttisnefndir í kaup-
túnum og -stöðum. Viðurlög við brot-
um eru ákveðnari en áður, og ríkis-
stjórnin skal gera framkvæmdaáætlun
um aðgerðir í jafnréttismálum til fimm
ára, svo eitthvað sé nefnt afnýmælun-
um í þessu frumvarpi, sem vonandi
verður að lögum.“