19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 53

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 53
t ekki loft Björg Einarsdóttir Það gerðist með talsverðri háreysti og hæstu tónarnir létu ekki jafnvel í eyr- um allra. Út úr einnar-konu-kerfinu Það er eðlilegt að afturkast komi eftir mikla flóðbylgju. I því samhengi má minna á verklag fiskimanns sem gefur út færið sitt og heldur fiskinum á. Urtölur um að lítið haíði þokast í jafn- réttisátt bleyta bara púðrið. Það getur ekki verið skammtímaverkefni að breyta aldagömlum heíðum. Sjálfsagt hafa ýmis mistök verið gerð. Ef til vill hefur krafa margra um skilyrðislausa atvinnuþátttöku kvenna án tafar verið heldur einhliða. I hita baráttunnar yfirsást mönnum að sjálft hagkeríið var undir fingurgómum þeirra, — og jafnframt að allt tekur sinn tíma. Jarðvegurinn var einfaldlega ekki fyrir hendi. En samt sem áður náðu mörg fræ að spíra. Ef ég ætti í fljótu bragði að tilgreina árangur sem mér finnst umtalsverður, nefni ég tví- mælalaust breytta afstöðu til foreldra- hlutverksins. Á einum stað hefég látið mér um munn fara, að börnin séu munaður nútímafólks. Eg tel að stöð- ugt ílciri karlar komi auga á gildi þess að foreldraábyrgð sé jöfn og þeir axli tiana til jafns við mæður barna sinna, til góðs fyrir þau öll og samfélagið í hcild. Eg er ekki í vafa um, að börnin eru innkoma karlmannsins í hin mjúku gildi í lífinu. Mjög er einblínt á þá staðreynd að konum í ábyrgðarstöðum hefur tiltölu- lega lítið fjölgað, og ég viðurkenni að tölulegur munur er ekki til að falla fyr- ir. Þó sýnist mér stefnan í rétta átt. En raunveruleg kvennabarátta felst ekki í því að skjóta á loft spútníkum, sem falla síðan til jarðar eins og ekkert hafi í skorist. Hún felst í því að hreyft er við grasrótinni og það hefur einmitt gerst. Þetta kemur fram með ýmsu móti. Hversdagslega kannski helst í því, að gangi kona fram fyrir skjöldu, heyrast varla lengur athugasemdir um, hvað hún sé hugguleg eða öfugt, heldur spyr fólk fyrir hvað hún standi, — sem per- sóna. Við erum komin út úr einnar- konu-kerfinu, eins og það hefur verið orðað svo skemmtilega, og við erum á leið inn í margra-kvenna-kerfi. Það eru skiptar skoðanir um, hvort Kvennafrídagurinn hafi haft einhver varanleg áhrif. En að mínu mati var kvennafríið aðgerð, sem heppnaðist fullkomlega miðað við, hvernig til hennar var stofnað og hvað henni var ætlað að leiða í ljós. Með því að leggja samtímis niður störf heima og heiman í einn dag öðluðust íslenskar konur vitneskju um að allt athafnalífí land- inu er lamað án þátttöku þeirra. Og það er með þctta sönnunargagn í höndunum sem konur verða að sækja á í atvinnu- og launamálum. Það er á þeim vettvangi sem réttindin raunger- ast. I stéttarfélögunum, þessum valda- stofnunum þjóðfélagsins hafa konur mjög lítil áhrifþótt þærséu fjölmennar í samtökum launþega. Þær eru afar fáar í innsta kjarna hins lokaða valda- kerfis verkalýðshreyfingarinnar og mega sín því lítils þar. Ef þær konur, sem nú sitja á Alþingi, — og þær hafa aldrei verið fleiri, — vilja bæta almenn skilyrði kynsystra sinna í landinu eiga þær að beita sér af alefli til að knýja fram endurskoðun vinnulöggjafarinn- ar. Það mun tvímælalaust koma kon- um á vinnumarkaðinum til góða, ef starfshættir innan verkalýðshreyfing- arinnar verða lýðræðislegri. Markmidið er full samskipan Þótt sjá megi ýmis teikn um breyt- ingar í átt til jafnréttis karla og kvenna liópast konur enn í svokölluð kvenna- störf. Þær hafa oft með sér sérstök stéttarfélög og vinna út af fyrir sig að ýmsum hagsmunamálum. Þær eru 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.