19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 5

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 5
KRFÍ fagnaði kjöri níu kvenna á þing með hádegisverðarfundi að Hótel Sögu þann 11. maí sl. Á myndinni hér að ofan má sjá nokkrar úr hópnum, þær Jóhönnu Sigurðardóttur og Kristínu Halldórsdóttur til vinstri og andspænis þeim þær Kolbrúnu Jónsdóttur, Ragnhildi Helgadóttur, Salóme Þorkelsdóttur og Guðrúnu Agnarsdóttur. S Ur pokahorni reynslunnar Pínulítil vangavelta í tilefni níu þingmanna á fundi Kvenréttindafélagsins Magdaiena Schram. Hvað svo sem okkur kann að þykja um úrslit síðustu Alþingis- kosninga, er þó eitt víst — allar fögn- um við auknum hlut kvenna. Níu konur og 51 karl — naumast jafn- raeði enn þá, en þó drjúgt spor í áttina. Síðan Ingibjörg H. Bjarna- son tók fyrst íslenskra kvenna sæti á Alþingi árið 1922 hafa aðeins 12 konur verið kosnar á Alþingi, 4 kjördæmakjörnar, 8 landskjörnar. Árin 1942 - 1946 og 1953 - 1956 átti engin kona sæti á þingi og aldr- ei hafa þær verið fleiri en þrjár í senn, en þrjár konur hafa verið á þingi frá því árið 1971. En á því næsta verða þær sem sagt níu. Svo mikil aukning hlutfallslega er vissulcga fagnaðarefni. Jafnvel tölu- stafurinn — níu — líkt og ýtir undir þá tilfinningu! í þessu samhengi vísar hann ómeðvitað til orðsins nýr — til kaflaskila og viðbragðsstöðu á einn eða annan máta. Umfjöllun fjölmiðlanna á þætti kvenna í kosningaúrslitunum, fregnir og myndir úr hádegisverðar- boði heima hjá einni úr hópnum, op- inn fundur Kvenréttingafélagsins með konunum níu; þetta og lleira hefur ítrekað hugmyndina að samstæðum /lópi, sem nokkurs er af að vænta sem slíks, hópi sem kynni að geta unnið saman þvert á flokksböndin. Þá hug- mynd, að ný staða sé upp komin með nýjum konum. En auðvitað er það fjarri sanni, að allar þingkonurnar séu nýjar. Fjórar þeirra eru fyrir löngu vel kunnar af stjórnmálaþátttöku sinni og vel heimavanar í sölum Alþingis, þær Jó- hanna Sigurðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Salóme Þorkelsdóttir og Guðrún Helgadóttir. Fimm eru ný- græðingar: Kristín Kvaran, Kolbrún Jónsdóttir (Bandalag Jafnaðar- manna) og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir (Samtök um Kvennalista). En þótt þær hafi þannig mislanga reynslu að baki og komi úr fimm ólíkum stjórnmálasamtökum, hafa þær orðið að sætta sig við það, hvort sem þeim líkar vel eða miður, að vera litnar vonaraugum sem kvenna- hópur sérstaklega. Saman marka þær verulegan áfanga í baráttu kvenna fyr- ir jafnari hlut í stjórnsýslunni og það er fyrir þá sök, að þeim er fagnað svo mjög- Þetta var t.d. staðfest að nokkru með fundarboði Kvenréttindafélags ís- lands að Hótel Sögu skömmu eftir kosningar eða þann 11. maí — og þá ekki síður í þeim fyrirspurnum, sem lagðar voru fyrir þingmenninga. Þar var spurt af vonarhug og bjartsýni og e.t.v. afóskhyggju, sem ekki er á rökum 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.