19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 74

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 74
BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR Þótt stef sagnanna níu sé þannig vissulega dramatískt, er stíll þeirra afar látlaus og um leið hnitmiðaður. Setningar stuttar og knappar, lýsing- arorð skorin við nögl, engu er ofaukið. Bygging flestra sagnanna er sérkenni- leg að því leyti að þar fer fram fleiri en einni sögu í senn, stokkið er á milli ólíkra tímaskeiða eða staða, t.d. til að draga fram hliðstæður í fortíð og nútíð; þessar skiptingar skapa spennu við lesturinn og sumar sögur eru eins og púsluspil sem lýkst upp fyrir lesand- anum í lokin. A sinn hófstillta hátt lýsir höfundur af samúð hrelldum einstaklingum í miskunnarlausri veröld. Hún boðar mannúð og samhjálp gegn fordómum, grimmd og tortryggni. — I síðustu sög- unni segir m.a. frá örlögum gyðinga- konu sem sögukona hefur kynnst á lífs- leið sinni. Hún fréttir seinna að gyð- ingakonan sem bjó í Sviss hafi framið sjálfsmorð. Ung hafði hún fluið frá Póllandi með lest í gegnum Rússland í stórum hópi gyðinga. Henni hafði ver- ið síminnisstætt hversu mikinn hlýhug Rússarnir sýndu þessu flóttafólki: A brautarstöðvum stóð fólk og gafokkur mat. Heita súpu og brauð. Það rétti okkur líka teppi og sitthvað íleira. Eg fékk klapp á kollinn. Svo tók það um hendurnar á okkur og sagði eitthvað. fýg þóttist vita að það væri að telja í okkur kjark. Handtakið var hlýtt og einlægt. Þetta handtak var eins og von í miðjum hörmungum. (120). Síðar meir mætti þessi kona ýmsu andstreymi. Sögukonan syrgir örlög hennar og spyr sjálfa sig hvers vegna hún hafi gefist upp: Varð kannski enginn til að taka hlýtt og einlæglega í hendurnar á þér? Eins og forð- um. Þegar þú varst á flótta. Lítil stúlka. (124). Bókinni lýkur einmitt á þessum orð- um. Er það vel við hæfi, því eftir lestur Af manna völdum hefur lesandinn á til- finningunni að tekið hafi verið hlýtt og einlæglega um hendur hans. Og það kalla ég guðsþakkarvert... Jóhanna Sveinsdóllir. Gunnlaugur Astgeirsson Hvers má sín barn? Olga Guðrún Árnadóttir: Vegurinn heim skáldsaga (187 bls.) Mál og menning 1982 Ekki veit ég almennilega hvernig ber að skilgreina hjónaskilnaði, skil- greining fyrirbærisins veltur að sjálf- sögðu á því út frá hvaða sjónarhóli maður skoðar það, en ekki er óalgengt að heyra talað um þjóðfélagsmein, í þessu sambandi. Ekki þarf að velta þessu fyrirbæri lengi fyrir sér til þess að sjá að það er afleiðing annarra hluta sem geta verið ákafiega margvíslegir, bæði einstaklingsbundnir og almenns eðlis, samfélagsleg eða þjóðfélagsleg fyrirbæri eða hvað sem menn vilja kalla það. Eitt er víst að ef skoða á for- sendur skilnaða alveg í grunninn þá liggja þar að baki ástæður sem lúta að rótum þess lífsmáta sem tíðkast meðal flestra Islendinga og reyndar í flestum tæknivæddum nútímasamfélögum. Mætti vel telja fram urmul ástæðna en ekki verður farið út í þá sálma hér. Mergurinn málsins er þó trúlega sá að lifnaðarhættir nútímamannsins leiða til einangrunar hans, hann skapar um sig tilfinningalegan hjúp til varnar umhverfinu, hjúp sem smám saman verður að skel sem einangrar hann frá öðru fólki og gerir honum ókleift að mynda varanleg tilfinningatengsl við annað fólk. Auðvitað er þetta mál flóknara og tekur á sig margvíslegar myndir þegar við bætast einstaklings- bundnar ástæður og eiginleikar. En hvað sem vangaveltum af þessu tagi líður þá er hitt víst að hjónaskiln- aðir hafa stóraukist á seinni árum og kæmi mér ekki á óvart þó að sú fjölgun næmi tugum prósenta. Það er því ekkert að undra þó að þessa ástands sjái stað í bókmenntum okkar. Það lætur nærri að tugur frum- saminna skáldverka frá síðasta jóla- bókaflóði fjalli með einum eða öðrum hætti um skilnað hjóna og einnig má minna á ný íslensk leikrit sem fjalla um sama efni. Flest eiga þessi verk sam- eiginlegt að umfjöllun höfunda er fyrst og fremst um tilfinningastríð þeirra einstaklinga sem eiga hlut að máli — hjónanna. Það er hinsvegar fátíðara að f'ullburða skáldverk íjalli um skilnað út frá sjónarhóli barns og áhersla höfund- ar liggi á að túlka tilfiningar þess og stöðu. Vegurinn heim Aðalpersónan í nýrri sögu Olgu Guðrúnar Árnadóttur, Vegurinn heim, er Hulda, ellefu ára stúlka sem er skilnaðarbarn. Saga hennar er í stuttu máli á þá leið að foreldrar hennar skildu fyrir tveim- ur árum og nú býr hún í Englandi með móður sinni sem er gift þarlendum manni. Hið nýja hjónaband móður- innar hefur ekki fært henni mikla ham- ingju, þó hún búi við efnalega velsæld og hafi nýlega eignast dóttur. Hulda er í einkaskóla og hefur ekki náð að eign- ast þar vini og námið gengur ekki alltof vel. Hún er því mikið ein og líður fyrir óhamingju móðurinnar. Huldu hefur alla tíð þótt mjög vænt um föður sin og saknar hans mjög og a Itún nú að fara til hans í sumarleyfi- Faðirinn er einnig giftur að nýju, Maríu rithöfundi, og er yngri bróðir Huldu hjá honum ásamt með dóttur Maríu sem er nokkru eldri en Hulda. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.