19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 49
Árlega er lialdin mikil fatasýning í
Bella Center rétt fyrir utan Kaup-
inannahöfn, sem nefnd er „Fashion
Week“. Þegar María Lovísa var um
það bil að ljúka námi, var henni boðin
þátttaka í slíkri sýningu „Við vorum
líklega um tuttugu fatahönnuðir frá
öllum Norðurlöndunum, sem boðið
var til þátttöku það árið“, segir hún.
„Og það felst mikil viðurkenning í því
að fá að vera með og gott tækifæri fyrir
„nýgræðinga“.“
Myndin af Maríu Lovísu Ragnarsdóttur
fatahönnuð'i er tekin í versluninni „Marí-
urnar“. Ljósm.: Katrín Káradóttir.
Hvernig líkar svo Maríu Lovísu að
hanna og sauma föt fyrir íslenskar kon-
ur?
„Það er alveg prýðilegt. Konur í dag
vilja vera ,,smart“. Mér finnst minna
bera á fastheldni hjá þeim en áður.
Þær sem ég hef átt samskipti við vilja
gjarnan klæðast nýstárlegum fötum og
eru tilbúnar í ótrúlegt litaval á flíkun-
um, sem mér finnst mjög ánægjulegt.
Og frekar vilja þær fara eftir eigin
smekk en tískulínum utan úr heimi.
Það sem ég meina einfaldlega er, að
konur eru óragar í dag og opnar fyrir
nýstárleika í klæðaburði.“
María Lovísa
Ragnarsdóttir:
Byrjaði um fermingu
að teikna og sauma —
fatahönnuður í dag
Snemma beygist krókurinn til þess
sem verða vill, á vel við Maríu Lovísu
Ragnarsdóttur fatahönnuð, en hún
segir svo frá:
„Þegar ég var þrettán ára hannaði
ég kjóla og saumaði. Og þeir voru seld-
ir í verslun einni í Reykjavík. Nokkrar
fermingasystur mínar fermdust í kjól-
um frá mér.“
I dag hefur hún eigin framleiðslu á
boðstólum í versluninni „Maríurnar“
sem hún rekur ásamt annarri Maríu.
Fagið heillaði Maríu Lovísu snemma
og leitin að réttu lífshillunni hefur ekki
verið löng og ströng í hennar sporum.
Hún nam fatahönnun við Margr-
ethe-skólann í Kaupmannahöfn og
fleira þeirri iðn tilheyrandi í Köben-
havns Tilskærere Akademie.
í vetur var leikrit Þórunnar Sigurðardóttur um Guðrúnu Ósvífursdóttur frumsýnt hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Leikritið „Guðrún“ er, sem kunnugt er, byggt á Laxdælu.
Strax eftir frumsýningu þessa frumverks höfundar á þessu sviði hófst Þórunn handa
við að skrifa nýtt leikrit, sem er nútímaverk.
DV-mynd: F.H.
49