19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 49

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 49
Árlega er lialdin mikil fatasýning í Bella Center rétt fyrir utan Kaup- inannahöfn, sem nefnd er „Fashion Week“. Þegar María Lovísa var um það bil að ljúka námi, var henni boðin þátttaka í slíkri sýningu „Við vorum líklega um tuttugu fatahönnuðir frá öllum Norðurlöndunum, sem boðið var til þátttöku það árið“, segir hún. „Og það felst mikil viðurkenning í því að fá að vera með og gott tækifæri fyrir „nýgræðinga“.“ Myndin af Maríu Lovísu Ragnarsdóttur fatahönnuð'i er tekin í versluninni „Marí- urnar“. Ljósm.: Katrín Káradóttir. Hvernig líkar svo Maríu Lovísu að hanna og sauma föt fyrir íslenskar kon- ur? „Það er alveg prýðilegt. Konur í dag vilja vera ,,smart“. Mér finnst minna bera á fastheldni hjá þeim en áður. Þær sem ég hef átt samskipti við vilja gjarnan klæðast nýstárlegum fötum og eru tilbúnar í ótrúlegt litaval á flíkun- um, sem mér finnst mjög ánægjulegt. Og frekar vilja þær fara eftir eigin smekk en tískulínum utan úr heimi. Það sem ég meina einfaldlega er, að konur eru óragar í dag og opnar fyrir nýstárleika í klæðaburði.“ María Lovísa Ragnarsdóttir: Byrjaði um fermingu að teikna og sauma — fatahönnuður í dag Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill, á vel við Maríu Lovísu Ragnarsdóttur fatahönnuð, en hún segir svo frá: „Þegar ég var þrettán ára hannaði ég kjóla og saumaði. Og þeir voru seld- ir í verslun einni í Reykjavík. Nokkrar fermingasystur mínar fermdust í kjól- um frá mér.“ I dag hefur hún eigin framleiðslu á boðstólum í versluninni „Maríurnar“ sem hún rekur ásamt annarri Maríu. Fagið heillaði Maríu Lovísu snemma og leitin að réttu lífshillunni hefur ekki verið löng og ströng í hennar sporum. Hún nam fatahönnun við Margr- ethe-skólann í Kaupmannahöfn og fleira þeirri iðn tilheyrandi í Köben- havns Tilskærere Akademie. í vetur var leikrit Þórunnar Sigurðardóttur um Guðrúnu Ósvífursdóttur frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikritið „Guðrún“ er, sem kunnugt er, byggt á Laxdælu. Strax eftir frumsýningu þessa frumverks höfundar á þessu sviði hófst Þórunn handa við að skrifa nýtt leikrit, sem er nútímaverk. DV-mynd: F.H. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.