19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 39
hvað viðkomandi kona kann fyrir sér. Þar eru talin upp á þriðja hundrað mismunandi kunnáttusvið af hinum ólíkustu gerðum og þarf aðcins að krossa við þau atriði sem konan telur sig hafa einhverja nasasjón af. Með þessum hætti má komast að því að oft er býsna margt sem konur kunna og getur hugsanlega komið þeim að not- um í atvinnulífinu. Hið rétta jafnvægi Hér gefst ekki tóm til að útlista nán- ar hvernig Alene háttar ráðgjöf sinni en hér er vissulega um forvitnilegt starf að ræða þar sem markvisst er unnið að því að uppræta öryggisleysi og vanmat kvenna á sjálfum sér og hjálpa þeim að öðlast meiri stjórn á eigin lífi. Enn eitt er þó vert að geta um sem Alene leggur áherslu á í ráðgjöf sinni, en það er að gera fólki ljóst að starfs- vettvangur þess er ekki hið eina sem máli skiptir í lífinu, þótti vissulega gegni hann áríðandi hlutverki. I inn- gangsspjalli sem fylgirgögnum hennar útskýrir hún á mjög ljósan hátt hvern- ig einstaklingur er samspil þriggja meginþátta lífs síns sem allir eru jafn mikilvægir fyrir hamingju og vellíðan sérhvers manns. Þannig skiptir hún sjálfi mannsins í ,,persónusjálfið“, „samskiptasjálfið" og ,,starfssjálfið“. Persónusjálfið er manneskjan sjálfeins og hún fæðist og deyr, burtséð frá því hvað hún gerir eða hvaða sambönd hún hefur við aðra. Þar samtvinnast svo mismunandi undirþættir; hið líkamlega, hið vitræna, hið andlega og hið tilfinningalega sjálf. I máli sínu leggur Alene ríka áherslu á að þeir sem til hennar leita leggi ekki allt sitt traust og hald á eitt þessara sjálfa á kostnað hinna. Hún bendir á að karlmenn hafi til þessa mjög oft fallið í þá gryfju að veðja öllu sínu á starfssjálfið, en síðar á ævinni komast þeir svo oft að því að hamingjan er alls ekki fólgin í starfinu einu, eins og þeir höfðu alltaf ímyndað sér. Afleiðing- arnar verða vonbrigði og óánægjá þeg- ar allt er kannski um seinan. Hún var- ar konur mjög eindregið við að láta sér verða slíkt á. Það sem skipti öllu máli sé að hlúa að og styrkja alla þrjá þætt- ina nokkurn veginn jafnhliða, þannig að ef menn verði fyrir áföllum á einu sviði, geti þeir leitað styrks hjá sjálfum sér og tekið út af innistæðum hinna þáttanna tveggja. Alene Halvorson Moris mun verða á ferð hér á landi um miðjan júní og gefst þá vonandi tækifæti til að kynnast aðferðum hennar nánar en hér hefur verið lýst. Kvenréttindafélagið hefur fullan hug á að láta ekki þar við sitja. Jónína Margrét Gubnadóttir. Veistu huað Bréfaskólinn getur gert fyrir f>ig? Bréfaskólinn veitir fólki á öllum aldri aðstöðu til náms án tillits til aðseturs, uinnutíma eða fyrri menntunar. Á 40 árum hafa tœplega 30 þúsund manns léitað til Bréfaskólans og hafið nám í ýmsum námsgreinum. fiuers vegna ekki þú? Leitaðu upplýsinga í kynningarriti bréfaskólans og hjá starfsliði hans. Bréfaskolin Suðurlandsbraut 32 sími: 91-81255 LjÓSMYND : S ÞORGEIRSSON EFFCCT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.