19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 61

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 61
^ f öðrum sjónarhóli ~ Angcla Rowney — Hvað ertu að gera hér - ertu gift? „Nei, ég er bara að vinna héma. — Hvað í andsk. .. ertu þá að gera hér? Þannig bregðast íslendingar venju- lega við þegar þeir heyra að ég er Eng- lendingur og hef búið hér s.l. Qögur ár. Sennilega hef ég dvalið hér of lengi til að sjá hlutina með „glöggu gests auga“, en ég ætla samt að reyna að segja frá því hvernig enskri konu á ís- lenskum atvinnumarkaði koma fyrir sjónir ýmsir þætti mannlífsins. Jafnrétti kynjanna í atvinnulífmu sýnist álíka skammt á veg komið hér og í mínu heimalandi - flestar konur eru í lítils metnum láglaunastörfum. Há- launastörf sem virðingar njóta eru í höndum karlanna. Meira að segja eru sömu ástæður gefnar í báðum löndum fyrir misrétti; þær að konur hætti að vinna úti til að eignast börn, að þær hafi ekki starfsmenntun og að þær hafi hvort sem er engan metnað til að kom- ast áfram í atvinnulífmu. I vissum efnum er staða íslenskra kvenna enn lakari, aðallega vegna þess að þær byrja miklu yngri að eignast börn. Enskar konur eiga sjaldnast börn fyrr en um 25 ára aldur og hafa því venjulega lokið menntun sinni og byrjað að afla sér starfsreynslu. Þannig eiga þær auðveldara með að byrja aft- ur að vinna þegar börnin eru komin í skóla. Hér á landi virðist frekar vera tillmeiging til að konur eigi börnin yngri. Þær hafa því lítinn möguleika á að ljúka menntun eða starfsþjálfun og eiga þannig örðugt með að komast í sæmilega vinnu þegar þær vilja fara að starfa allan daginn utan heimilis. Eitt er það sem ólíkt er hér og í Englandi og mér þykir öðru illskiljan- legra, en það er skólatími barna. Þegar ég kom hér fyrst og heyrði um vöggu- stofur, dagheimili og leikskóla, þótti mér mikið til koma: Hvernig konur fengu barnsburðarleyfi og fóru svo aft- ur að vinna, bara rétt si svona, og börnin voru hjá dagmömmu eða á vöggustofu. Nú veit ég hins vegar að það er ekki alveg svona auðvelt að fá gæslu fyrir ung börn, en aldrei hvarfi- aði að mér að vandamálin yrðu þá fyrst eriið þegar skólagangan hæfist. I Englandi er þetta þveröfugt - það er næstum ógerlegt fyrir konu að sækja vinnu meðan barnið er innan skólaald- urs, skortur á dagheimilum er svo mikill þar. En strax og barnið byrjar í skóla, fimm ára gamalt, getur móðirin stundað vinnu eða hvað annað frá kl. 9 á morgnana til kl. 4 á daginn. Fimm ára börnum er að sjálfsögðu ekki ætlað að sitja á skólabekk 7 tíma á dag, þau eru aðallega að leika sér og teikna, en foreldrar þeirra geta verið öruggir í þeirri vissu að litið er eftir þeim þann tíma sem skólin stendur yfir. Sá vandi sem fylgir ferðum lítilla barna í og úr skóla verður líka minni með þessum hætti: þau geta verið í fylgd eldri barna, og þar sem öll börn fara í skólann á sama tíma, getur lög- reglan séð fyrir sérstöku eftirliti þar sem leið þeirra liggur yfir umferðar- götur. Þótt forsætisréðherra Breta sé kona eiga konur fáa fulltrúa í stjórnmálum, líkt og hér. Engin stjórnmálahreyfing er þar sambærilega við Kvennafram- boð, en samtök kvenna úr öllum flokk- um eru til og kallast „The 300 Club“ — og berjast fyrir jöfnum ljölda kvenna og karla á þingi, þ.e. 300. Til dæmis um hve þroskuð jafnréttiskennd breskra stjórnmálamanna er: Þegar stungið var upp á Shirley Williams í formannssæti Verkamannaflokksins, var tillögunni hafnað á þeirri forsendu að fólk myndi telja að fiokkurinn væri að herma eftir Ihaldsllokknum, sem þá haíði nýlega kjörið Margaret Thatcher til formennsku. Ekki komu mönnum slíkar mótbárur í huggegn því að kjósa karl í forsæti, enda þótt formenn ALLRA stjórnmálaflokka í mörg hundruð ár hefðu verið karlar. Þótt hér sé sem betur fer minna um tvöfalt siðgæði í skemmtanalífmu og sjálfsagt þyki að konur eigi sama rétt á að fara út að skemmta sér og karlar, þykja mér möguleikar til afþreyingar þrengri hér á Islandi. Hér er fátt um staði þar sem notalegt er að sitja og spjalla saman. Ég sakna þess að geta ekki átt „rólegt kvöld með stelpunum“ — að fara þrjár til fjórar út saman, fá okkur í glas og rabba. Annað hvort verðum við að fara á ball, þar sem ómögulegt er að tala saman og drukknir menn eru stöðugt að troða okkur um tær, eða sitja hver heima hjá annarri, sem ekki er alltaf húsrými til. Almenn hugleiðing sem mig langar að koma á framfæri: Væntanlega vegna þess hve þjóðin er fámenn virð- ist miklu minna vera um tilraunir til að víkja frá hefðbundnum samfélags- formum. Hér er t.d. minna um kommúnur, eða fjölskyldur þar sem faðirinn er heima en móðir vinnur úti. Almennt virðist mér fólk hér síður áhugasamt um að reyna eitthvað alveg nýtt, þó ekki séu allir ánægðir með núverandi skipan, það reynir frekar að lappa upp á gamla fyrirkomulagið. Eg er þó ekki að mæla með róttækustu hugmyndunum, eins og kvenna- kommúnu, en þar sem kjarnafjölskyld- an virðist ekki duga alltofvel (skilnaðir eru tíðari hér en í Englandi), væri ástæða til að reyna hvort annað sam- býlisform dygði betur. Ég vil slá botninn í þennan pistil með því að segja að mér þykir býsna gott að búa hér á íslandi, annars væri ég ekki hérna ennþá!! Angela Rowney kerjisfrœðingur. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.