19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 14
óvart eftir að farið er að æfa, hlyti ég að hafa samið leikritið sofandi. Það gerði ég ekki. Bríet hefur mjög næma tilfinn- ingu fyrir texta ot sýnir honum trún- að.“ Konan í kjallaranum — Hvenær byrjaðir þú að skrifa? Ég var 8 ára þegar ég orti fyrsta og eina ljóðið mitt á ensku. Það var um sólina og vorkomuna. — Viltu leyfa mér að heyra? Æ nei, ég hcld ekki. Hann Jónas Jónasson plataði mig til þess að fara með þetta ljóð í útvarpsþætti hér um árið. Ég held að það sé alveg nóg. Þeg- ar ég var unglingur skrifaði ég í bláa stílabók, stökur, ljóð og nokkrar smá- sögur. Æskan birti eftir mig smásögu þegar ég var 13 ára gömul. Það þótti mér mikill viðburður. Þegar ég var 19 ára fékk ég verðlaun fyrir smásögu í tímaritinu Líf of list. Sagan hét Konan í kjallaranum. Við lékum leikrit Ég man alls ekki til þess að ég fengi neina beina hvatningu til þess að skrifa, enda held ég að þess hafi ekki þurft, en pabbi tók vel því sem ég sýndi honum. Einhvern veginn var það al- veg sjálfsagt að ég skrifaði. Jökull bróðir minn var mjög drátthagur og teiknaði eingöngu framan af, þótt hann væri ungur þegar hann gaf út sína fyrstu bók. I fjölskylduboðum lékum við leikrit og við gerum það enn. Við leikum bókaheiti og málshætti allt kvöldið, bæði ungir og gamlir. Leikirnir eru samdir á staðnum. Sá sem fær hug- mynd, velur sér leikara eftir þörfum og síðan eiga hinir að giska á hvaða bóka- heiti eða málshátt verið er að leika. Það gefur auga leið að lítill tími gefst til að semja eða leikstýra svo leikendur verða að leika eins og andinn blæs þeim í brjóst — en það er mjög mikil- vægt að þeir séu trúir hugmyndinni svo áhorfendum finnist þeir ekki vera sviknir — þeir eiga, jú, að giska á hvað er verið að leika. Þetta er alveg geysi- lega gaman og mikið hlegið. Faðir 14 minn og Eysteinn, bróðir hans, voru aldir upp við þetta á Djúpavogi. Pabbi segir, að upp úr aldamótum haíi Djúpivogur verið mesta menningar- pláss á Islandi — eða jafnvel mesta menningarpláss norðan Alpaíjalla. Þar var ungmennafélag og blómleg menningarstarfsemi. — Núna er Ijórða kynslóðin farin að taka þátt í þessu hjá okkur og því enginn hörgull á leikur- um, hvort sem þarf áttræðan leikara eða tveggja ára. . . . pabbi tók vel því sem ég sýndi hon- um. Svava með föður sínum, dr. Jakobi Jónssyni. Líkt og blettur í dúk Ég fæddist þjóðhátíðarárið 1930 í Neskaupstað en frá fimm til tíu ára aldri átti ég heima í Kanada þar sem faðir minn var prestur. Þar byrjaði ég mína skólagöngu. Það var auðvitað töluð íslenska á heimilinu en þó fór svo að við systur sem erum elstar í syst- kinahópnum glutruðum niður íslensk- unni. Þo foreldrar okkar töluðu við okkur á íslensku svöruðum við á ensku og við töluðum ensku okkar í milli löngu eftir að við vorum fiutt aftur heim. Enskan hefur haft áhrif á mig þannig að ýmsar þulur, stafrófið, mán- aðardagana og fieira þess háttar get ég ekki farið með reiprennandi nema á ensku. Þetta situr fast í mér líkt og blettur í dúk sem vill ekki hverfa. í skugga stríðsins Við komum heim með Dettifossi ár- ið 1940. A nóttunni sigldi skipið ljós- laust en ég man ekki til þess að ég hafi verið hrædd. Hef líklega ekki haft vit á því. Það voru mikil viðbrigði að koma heim til íslands og ég reyndi mikið á mig til að gerast góður íslendingur. Ég held líka að mér hafi tekist það en þeg- ar ég horfi um öxl, held ég að undir niðri hafi ég öll mín unglingsár verið að bíða eftir að komast út aftur. Það er flökkunáttúra í mér — þó gæti ég ekki hugsað mér að setjast að annars staðar en á íslandi. V itundarvakning Um fermingu las ég grein eftir karl- mann sem færði rök að því að konur ættu að fá að læra ekki síður en karl- menn. Líklega hefur þá verið í gangi einhver umræða um þessi mál. Ég man enn hvað ég varð hissa því mér hafði aldrei dottið í hug annað en þetta væri sjálfsagt og þyrfti ekki réttlætingar við. Þetta var líklega í fyrsta skipti sem ég gerði mér grein fyrir að ég tilheyrði sérstökum — óæðri? - fiokki í þjóðfélag- inu. Ég var alltaf ákveðin í að læra og þó ég velti fyrir mér ýmsum framtíðar- störfum, varð það alltaf niðurstaðan að ég ætlaði að verða „kona við skrif- borð“. Hins vegar vaíðist stundum fyrir mér að koma hugsanlegum eigin- manni fyrir í þessum framtíðardraumi en það endaði með því að ég setti hann við annað skrilborð beint á móti mínu. Ætli sé ekki óhætt að segja að þessi draumur hafi ræst að öðru leyti en því að við Jón Hnefill höfum sitt hvort vinnuherbergið? Sjálfstraust stúlkna Að loknu stúdentsprófi fékk ég styrk frá American Scandinavian Founda- tion og var við nám í Smith College í Massachusetts í Bandaríkjunum á ár- unum 1950-52 og þaðan tók ég B.A. próf í enskum og amerískum bók- menntum. Smith er kvennaháskóli. Eg var á móti sérskólum áður en ég fór en álit mitt breyttist eftir dvölina þar. Eg held að sjálfstraust stúlkna aukist því þær gegna öllum embættum í þessu sjálfstæða ,,þjóðfélagi“ sem skólinn er. Auðvitað er þessi skoðun mín á sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.