19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 16
við prestsembætti. Ég fékk þá skóla- systur mína, Vigdísi Finnbogadóttur, til þess að taka við þættinum til vors. — Ég held að þetta sé fyrsti þáttur al- menns eðlis sem kona var látin sjá um reglulega. í framboði — Hvernig byrjuðu afskipti þín af opinberum málum? Þegar ég fór í framboð fyrir Al- þýðubandalagið í Reykjavík árið 1971 haíði ég verið afskaplega lítil félags- kona. Þó hafði ég nokkrum sinnum verið beðin að tala eða flytja erindi — og þá notaði ég stundum tækifærið og talaði um jafnréttismál. Upp úr 1960 flutti ég ræðu hjá Stúdentafélagi Aust- urlands gegn karlaveldi og á 20 ára stúdentsafmælinu 1969 flutti égádeilu í léttum dúr gegn kvenímynd í karla- bókmenntum. Skömmu fyrir 1970 var ég beðin að flytja erindi um kvenfrelsi hjá Kvenréttindafélagi íslands. Ég veit varla hvers vegna ég var beðin um að tala — líklega sem rithöfundur - en ég man að ég ræddi m.a. nýja bú- skaparhætti, t. d. sameiginlega mats- eld eða fjölskyldumötuneyti. Það fékk ekki góðan hljómgrunn. Blýhólkurinn Það væri betra að spyrja flokkinn en mig hvers vegna ég var beðin að fara í framboð, en ég var náttúrlega búin að skrifa Leigjandann og Hvað er í blýhólkn- um?—tn í leikritinu kemur það fram að hver kona er bundin af lögum, reglum og venjum - og að vandamál kvenna eru ekki einstaklingsbundin. Blýhólk- urinn var frumsýndur í nóvember 1970. Aðdragandinn að leikritinu var sá að nokkrar listakonur boðuðu til fundar á Hótel Borg. Þetta var í upp- hafi nýju jafnréttisbylgjunnar og um- ræðuefnið var konur og listir. A þess- um fundi stakk Bríet upp á því að ég skrifaði leikrit. Hún er guðmóðir og ljósmóðir allra minna leikrita. Á þingi Aldrei gat ég greint annað en þing- menn virtu konur sem persónur en 16 það gætir vissrar tilhneigingar til verkaskiptingar. Málefni kvenna og barna eru í verkahring kvenna. Sum kvennamál verða flokksmál en önnur ekki. Þegar kemur að málum er skipta þarf peningum, þá eru konur ekki síður ósammála en karlar. Það var oft gaman að vera á þingi á þessum fyrstu árum. Flokkur minn var í stjórn og við vorum samhent í að koma málefnum kvenna í betra horf og þá var ekki ónýtt að hafa Oddu Báru Sigfúsdóttur í áhrifastöðu en hún var aðstoðarráðherra á þessum árum. rétt. Jafnlaunaráð var stofnað 1973 en það tók mig tvö ár að koma því máli gegnum þingið. Jafnlaunaráð var fyrirrennari Jafnréttisráðs og lögin um Jafnlaunaráð voru tekin nánast orð- rétt upp í lögunum um jafnrétti kynj- anna. Það er auðvitað ekki hægt að týna til Öll þingmál í einu viðtali en ég var um skeið formaður allsherjarnefndar Neðri deildar og menntamálanefndar og hafði því mikil afskipti af mennta- málum. Ég átti frumkvæði að endur- greiðslu söluskatts til rithöfunda sem Myndin er tekin á vígsludegi séra Jóns Hnefils Aðalsteinssonar. Svava og séra Jón Hnefill með einkasoninn Hans Jakob á milli sín. Stórt spor í rétta átt Það var gífurleg kerfisbreyting þeg- ar lögin um hlutdeild ríkisins í rekstri og byggingu dagvistarheimla voru sett árið 1973. Aður höíðu aðeins verið veittir styrkir á íjárlögum hverju sinni, ónógar upphæðir og ákveðnar meira eða minna af handahófi. Þá var einnig skipaður sérstakur fulltrúi í mennta- málaráðuneytinu til að annast dag- vistarmál barna. Ég er ánægð með að hafa átt hlut í þessu máli. Þar var lagð- ur grunnur að nýrri stefnu og viður- kennt af löggjafarvaldinu að dagvist- arheimili eru nauðsynleg og sjálfsögð. A þessum árum var líka sett í lög að húsmæður ættu rétt á sjúkradagpen- ingum en áður áttu þær engan slíkan var undanfari Launasjóðsins og tryggði fyrsta Ijárframlagið sem veitt var í því skyni. Og þá flutti ég tillögur um bann við kjarnorkuvopnum á ís- lensku láði, lofti og legi. Launamisréttið verst — Hvert telur þú vera mesta mis- réttið í dag? Mesta misréttið cr munurinn á tekjum karla og kvenna. Feminismi sem leggur aðallega áherslu á sameig- inlegan reynsluheim kvenna dregur athyglina frá launamisréttinu. Menn gleyma þá gjarnan því sem greinir konur að og leggja áherslu á það sem er þeim sameiginlegt. Þetta er hættu- leg stefna fyrir launabaráttuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.