19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 35

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 35
BÖRNIN - ATVINNULÍFIÐ - SKÓLINN þeim eftir þörfum hvers og eins. Sem dæmi um aukna hagræðingu fyrir bæði heimili og skóla má nefna tilraunir með skólanesti sem hafa reynst ágæt- lega og í framtíðinni gætu skólarnir ef til vill með aðstoð örbylgjutækninnar boðið upp á fjölbreyttara fæði en þau fá flest í hádeginu heima hjá sér, án þess að það þurfi að vera mjög kostn- aðarsamt fyrir skólana. Og framtíðar- draumurinn er sá að börnin þurfi ekki að fara nema einu sinni á das: í skól- ann.” Skólatími — samvistir fjölskyldunnar Við ræðum nú skólatíma barnanna og Áslaug segir að henni finnist æski- legt að lengja skóladag yngstu barn- anna, en hins vegar mætti ef til vill stytta hann hjá elstu árgöngum grunn- skólans. „Leggja þarf meiri áherslu á að kenna börnunum að læra meðan þau eru ung. Rannsóknir á öllu námi sýna að námið er einstaklingsbundið og persónulegt, nemandinn þarf að fá að glíma við viðfangsefnin sjálfur og það þarf að leggja mun meiri áherslu á sjálfstæð vinnubrögð nemendanna allt frá upphafi skólagöngunnar. Þess vegna þarf skóladagur yngri barnanna að verða lengri, hvert barn þarfaðgeta unnið verkefnin á þeim tíma sem hent- ar því best, og þau þurfa að fá að læra í leik, kennslufræðilega skipulögðum leik. Með því móti verða þau betur undirbúin undir framhaldsnám og allt annað nám síðar á lífsleiðinni.” — Nú hefur mikið verið rætt um breytt hlutverk skólanna á undan- fömum árum, að uppeldishlutverk skólanna hafi aukist. Hvað viltu segja um það? , Jú, það hefur vissulcga aukist mik- ið. En hins vegar er ég á þeirri skoðun að yfirleitt þurfi foreldrar að sinna börnum sínum betur en þeir gera í dag. Skóladagarnir eru einungis um 170 á ári hverju og börnin því mun fieiri daga með foreldrum sínum en kennurunum. Ég held að mun meiri áherslu ætti að leggja á að foreldrar ræddu við börnin sín og fræddu þau um eitt og annað. Börn læra ekki ein- göngu í skólunum en það er orðið of algengt í dag að foreldrar kenni skól- unum um allt sem miður fer. Börnin þurfa einnig mjög mikið á því að halda að byggja upp persónulegt samband við einhvern fullorðinn, og kennari sem er með 25—30 nemendur í bekk hefur ekki tök á að sinna hverju og einu barni á sama hátt og foreldrarnir. Ef hægt væri að hjóða upp á sama vinnudag fyrir alla, heimilisfólkið færi saman á fætur á morgnana og borðaði saman morgunverð og aftur kvöldverð á kvöldin, þá tel ég að búið væri að ná fram þó nokkurri kjölfestu sem vantar. Matartíminn er venjulega besti sam- verutími fjölskyldunnar og því mjög slæmt ef heimilisfólk sest jafnvel aldrei niður saman svo dögum skiptir til að njóta samveru og ræða ýmis hvers- dagsleg málefni. Innra starf skólans Ymislegt þyrfti einnig að lagfæra í innra starfi skólanna, m.a. með auk- inni samkennslu og meiri sveigjan- leika. Þá þyrfti vinnudagur kennar- anna einnig að vera sem líkastur til að þeir gætu skipulagt samstarf. Mikil- vægt er einnig að sami kennarinn geti kennt yngstu nemendunum sem flestar námsgreinar þannig að hann kynnist nemandanum á sem flestum sviðum. Breyta þarf því viðhorfi að líta á sumar námsgreinar sem aukagreinar og bera minni virðingu fyrir þeim en t.d. bók- legu greinunum, en ég tel að þær fjórar bóklegu greinar sem samræmdu prófin eru tekin í hafi ýtt undir þetta viðhorf. Síðast en ekki síst þarf að auka tengsl milli heimila og skóla til mikilla muna ef góður árangur á að nást í skólastarfinu.” Það er nú farið að nálgast hádegi og við þurfúm að hafa hr'aðann á til að keyra langar vegalengdir heim á leið til að taka á móti börnunum okkar úr skólanum. Við spyrjum Áslaugu að síðustu hvort allt tal um samfelldan skóladag verði ekki orðið úrelt eftir nokkur ár, þegar hver og einn getur setið heima hjá sér með tölvuna sína og lært það sem hann lystir? ,,Nei,” segir Áslaug um leið og við stöndum á fætur. ,,En tölvan getur leyst af hendi ýmis vandamál sem fylgja fræðslulílutverki skólanna og hefur áreiðanlega í för með sér enn frekari breytingar á kennarahlutverk- inu, hlutverk hans verður meira skipu- lags- og leiðbeinendastarf.” Valgerður Jónsdóttir i—i—i i r í i i m i i—i 111 rn 11 riTi I II I II II II mm n i i 11 i i i i jrm wú <s BltUNÍABOTAFELAG ISUANDS 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.