19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 71

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 71
hondum saman krifar um framkvæmd fóstureyðingarlaganna mjög ofarlega á baugi hér á landi síð- ustu árin. Megintilefni þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað að undanfornu eru lagafrumvörp þau sem Þorvaldur Garðar Kristjánsson hefur lagt fram á Alþingi um breytingar á lögunum. Eitt slíkt frumvarp lagði hann fram á síð- asta þingi ásamt 3 meðflutningsmönn- um, sem nú höfðu bæst í hópinn. Þetta frumvarp felur í sér tillögu um þreng- ingu á núgildandi lögum á þann hátt að lagt er til að heimild til fóstureyð- inga af félagslegum ástæðum verði felld brott. Málflutningur sá sem hafð- ur er uppi í greinargerð með þessu frumvarpi er með slíkum endemum að ég elti ekki ólar við hann hér. Hvet ég þó konur til að kynna sér hvað er borið á borð alþingismanna í svo viðkvæmu hagsmunamáli kvenna. Er breytinga þörf? Eg tel að reynslan hafi fyrir löngu sýnt okkur að nauðsynlegt er að lögin heimili fóstureyðingar af læknisfræði- legum og félagslegum ástæðum. Astandið fyrir lagabreytinguna 1975 sýnir þetta svo og sú athugun og undir- búningsvinna sem þar lá að baki. Brýnt er að standa gegn því að lögin verði þrengd, reyndar tel ég að þau séu túlkuð of þröngt núna í sumum tilvik- um. í daglegu starfi mínu að barna- vernd og félagslegri þjónustu verð ég því miður áþreifanlega vör við hina brýnu þörf sem er fyrir þessa heimild í lögunum. Ástæða er til að skoða ýmislegt í sambandi við framkvæmdina. Meðal annars væri vert að athuga livort ekki sé mögulegt að skilgreina nánar í reglugerð við hvað er átt með læknis- fræðilegum og félagslegum ástæðum fyrir heimild til fóstureyðingar. Ef litið er á hlutfallslega skiptingu milli þess- ara tveggja ástæðna, sést að fóstureyð- ingar af félagslegum ástæðum eru í miklum meirihluta. Vera má að þetta sýni rétta mynd en nú er vitað að oft tvinnast læknisfræðilegar og félagsleg- ar ástæður rækilega saman. Það er við- urkennt að heilsufar fólks mótast mjög af félagslegum þáttum, s.s. aðbúnaði á vinnustað, á heimili, efnahago.fl. Sagt er að fyrir breytinguna 1975 hafi konur gert sér upp þunglyndi til að fá fóstur- eyðingu en ástæður oft verið fremur félagslegar en að um geðsjúkdóm væri að ræða — eða voru konurnar orðnar þunglyndar af erfiðleikunum? Undir hvað fellur þungun þegar lykkjan bregst? Léleg getnaðarvörn — vanda- mál læknisfræðinnar? Fær kona með erfiðar félagslegar aðstæður fóstureyð- ingu af læknisfræðilegum ástæðum í þessu tilviki? Hvað með íjögurra barna móðurina um fertugt sem er orðin þreytt og þolir illa getnaðarvarnir? Eru aðstæður hennar læknisfræðilegar eða félagslegar? Þannig er margt óljóst og umræðan um hvort félagslegar ástæður eigi rétt á sér í lögunuin verð- ur gerviumræða. Auk þess ber hún vott um óskiljanlegan tvískinnung þegar þetta sjónarmið er borið fram með þeim rökum að félagslegar aðstæður geti aldrei réttlætt fóstureyðingu, það sé siðferðileg skylda að varðveita líf. Hvað með lííið þegar um er að ræða læknisfræðilegar ástæður? Ráðgjöf og fræðsla Brýnt er að hin ágætu ákvæði í I. kafla laganna um ráðgjöf og fræðslu komi til framkvæmda. I lögunum er skýrt kveðið á um að veita skuli ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir. Landlæknir skal hafa yfirum- sjón með framkvæmd og uppbyggingu en þjónusta þessi skal veitt á heilsu- gæslustöðvum og sjúkrahúsum. Allar viðurkenndar getnaðarvarnir skulu fást hjá ráðgjafarþjónustunni. Unnið skal að því að auðvelda fólki útvegun getnaðarvarna m.a. með því að sjúkra- samlög taki þátt í kostnaði þeirra. Fræðsluyfirvöld skulu í samráði við skólayfirlækni veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífsins á skyldunáms- stigi í skólum landsins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðrum námsstig- um. 8 ár eru nú liðin frá gildistöku þess- ara laga. Eg minnist þess að um eitt voru menn sammála í hinni hatrömmu umræðu sem fram fór hér á landi fyrir gildistöku þeirra. Það var um ágæti þessara ákvæða sem ég hefi nú getið. En hvað bólar á framkvæmdum? Er kynfræðslu nógu vel háttað í skólum landsins? Er almenningi tryggður að- gangur að ráðgjafarþjónustu? Eru getnaðarvarnir greiddar niður af sjúkrasamlögum? Því miður verður að svara þessum spurningum neitandi. Ekkert stórátak hefur enn verið gert í þessum efnum. Ráðgjöf og fræðsla á þessu sviði skiptir þó mestu þegar rætt er um fóst- ureyðingar. Er það ekki kjarni málsins — að koma í veg fyrir ótímabærar þung- anir? Nauðsyn er að konur taki hönd- um saman og geri skýlausar kröfur um að þessum ákvæðum verði hrint í framkvæmd. Ef til vill verður það til þess að hin öfgakennda og ömurlega umræða um fóstureyðingalöggjöfina verður úr sögunni. Gubrún Kristinsdóttirfélagsrábgjafi 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.