19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 72

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 72
BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR Jóhanna Sveinsdóttir Af manna völdum Álfrún Gunnlaugsdóttir: Af manna völdum - tilbrigði um stef (124 bls.) Mál og menning 1982 Álfrún Gunnlaugsdóttir er Reykvík- ingur að uppruna. Hún stundaði há- skólanám í Sviss og á Spáni og lauk doktorsprófi í miðaldabókmenntum frá háskólanum í Barcelona. Hún starfar nú sem dósent í almennum bókmenntum við Háskóla Islands. Álfrún hefur því lengi verið viðriðin bókmenntir, þótt bókin sem hér um ræðir sé fyrsta frumsamda verk hennar á sviði fagurbókmennta. AJ manna völdum er safn níu ónafn- greindra smásagna eða frásagnar- þátta. Undirtitill hennar er „tilbrigði um stef‘. Sögurnar eru að mörgu leyti ólíkar hvað varðar sögusvið og per- sónur; sumar gerast á Islandi, aðrar erlendis: á Spáni, í Sviss, Frakklandi, jafnvel Túnis. Auk þess er vísað til atvika í Póllandi, Rússlandi og Brasil- íu. Sumar sagnanna eru sagðar út frá sjónarhóli barna, aðrar fullorðins fólks af ýmsu sauðahúsi. En undírtítill bókarinnar gefur til kynna að sögurnar hverfist um sama þemað. Segja má að bókin sé á sína vísu stefja (fúga), margraddað verk þar sem hver röddin afannarri cndur- tekur sama stefið í mismunandi tón- 72 hæð. Því í öllum sögunum má finna persónur sem berjast við ótta í ein- hverri mynd, og fylgifiska hans, örygg- isleysi og einsemd: Orsök óttans er oft- ar en ekki olbeldi af manna völdum, hvort sem um er að ræða skoðanakúg- un og vopnabeitingu fasískra yfirvalda á Spáni (IV. og V.), oíbeldi sem karlar beita konur í skjóli hjónabands (VI.), eða það ofbeldi sem fullorðnir geta beitt börn, oft óafvitandi, með því að hirða ekki um að útskýra fyrir þeim þau fyrirbæri sem rekja má óttann til. Stundum kallar ofbeldið fram of- beldi hjá fórnarlambinu, á óviðráðan- legan hátt, eins og hjá ungri námskonu á Spáni sem hleypur í hópi stúdenta undan vopnuðum lögreglumönnum, upp á líf og dauða, fram hjá einsöml- um lögreglumanni sem stúdentaskar- inn helði getað myrt. Komin í skjól hugsar hún með sér, skelfd og undr- andi: Og hver var hún þesi stúlka sem stóð með krepptan hnefa og hrækti á einkennisbún- ing? Sem misþyrmdi öðrum, þó ekki heíði það verið nema í huganum? Hver var hún? (44 — 45). Undan áþreifanlegri kúgun vopna- valds getur manneskjan stundum ílúið sem fætur toga í skjól, sé hún heppin. Og hún þekkir alltént óvin sinn. En andlegt ofbeldi er öllu óáþreifanlegra, fórnarlambinu oft ósýnilegra. Eigin- konurnar tvær sem koma við sögu í VI. fiýja yfirráðasemi eiginmanna sinna hvor inn í sína blindgötu: önnur í drykkjuskap og sjálfsmorðstilraun, hin verður ofsóknarbrjáluð. ,,Þær reyna að flýja. Hvor á sinn hátt,“ segir húshjálp þeirra (77). Pfins og áður er getið eru sumar sög- urnar skrifaðar út frá sjónarhóli barna, með þeim hætti að lesandinn skynjar atburði sagnanna og samskipti full- orðna fólksins með takmörkuðum skilningi barnanna. Svo er um eina listfengustu sögu bókarinnar, VI. Það er 3. persónu saga, sögð frá sjónarhóli lítillar stúlku sem býr hjá ömmu sinni. Álfrún Gunnlaugsdóttir Sú vinnur fyrir þeim sem húshjálp á allmörgum heimilum. Litla stúlkan fer með ömmu sinni í húsvitjanir og verð- ur vitni að ýmsu sem vekur hjá henni ugg. Hvers vegna breytast húsmæð- urnar svona? Stundum leikur ein þeirra á als oddi og vill gefa henni silfurskeið, en svo drekkur hún líka úr skrýtnum glösum, segir undarlega hluti og fellur í yfirlið; önnur gerir henni líka stundum allt til hæfis, en á það svo til að ógna ömmu hennar með hnífog vola uppi í rúmi eins og óþekk- ur krakki; skyldi hann Sigmundur gamli sem dó rata til Guðs þó hann hafi verið blindur í lifanda lífi? Og skyldi mömmu hennar batna á spítal- anum? Allt þetta veldur telpunni mik- illi angist og kvöl sem hún reynir að birgja inni: hún kyngir grátnum, en matnum á hún erfiðara með að kyngja, því allt þetta undarlega og skelfilega sem hún skilur ekki hefur framkallað hjá henni langvarandi lystarleysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.