19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 70

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 70
Guðrún Kristinsdóttir \()NIJR TAKI Guðrún Kristinsdóttir félagsráðgjafí s Sigurðar S. Magnússonar prófessors á Kvennadeild Landspítalas í útvarps- þætti um fóstureyðingar þ. 11. jan. 1983: ,,eftir langa reynslu finnst mér ég geta treyst konum til að taka þessa ákvörðun, en það verður að gæta þess að konan sé yfirveguð og taki ekki ákvörðun um fóstureyðingu í örvinglun . . .en ég verð að segja eins og er að ég hef mikla trú á íslenskum konum og ég tel að ástæðan fyrir lágri tíðni fóstureyð- inga á Islandi sé þeirra mikla ábyrgðartilíinning." Nokkur umræða á sér stað öðru hverju um fóstureyðingar og sýnist þar sitt hverjum. Margar konur kreíjast fulls réttar, svokallaðra frjálsra fóstur- eyðinga, sem framkvæmdar yrðu á löglegan hátt en án íhlutunar og mats sérfróðra aðila. Sumir, aðallega fólk, er kennir sig við kirkju og kristni, telja að fóstureyðingar eigi alls ekki rétt á sér. Flestir telja þó trúlega réttastan þann hátt sem nú er hafður á hér á landi, en nú er konum tryggður réttur til lög- legra fóstureyðinga ef þær uppfylla ákveðin Iögfest skilyrði. Núgildandi ,,lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynfíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir” voru sett 1975 og komu í stað eldri laga frá 1935 og 1938. Þau bundu enda á ófremdarástand og rýmkuðu möguleika kvenna til að fá fóstureyð- ingu hér á landi. Aður hafði konum verið gert mjög erfitt fyrir að fá heimil- aða fóstureyðingu. Alvarlegar læknis- fræðilegar ástæður voru skilyrði fyrir slíku leyfi þótt við mat á þeim mætti taka tillit til félagslegra aðstæðna. 1975 voru félagslegar ástæður teknar inn auk læknisfræðilegra. Andstæðingar rýmkunar á lögunum héldu því fram að fóstrið ætti kröfu á vernd og að tryggja bæri réttaröryggi þess. Þeir héldu því m.a. fram að rýmri löggjöf myndi auka „lauslæti” og að konur myndu nota aðgang að fóstur- eyðingum sem getnaðarvörn. Þessi skoðun sýndi gegndarlausa fordóma gagnvart konum og mikla vanþekk- ingu á þessari aðgerð. Hvernig hefur tekist til? Konur hafa notfært sér þann rétt sem þeim var tryggður og löglegum fóstureyðingum hefur fjölgað hér eftir setningu laganna. Það skyldi engan undra því þörfm var brýn. Fóstureyð- ingum hefur þó fjölgað mun minna hér en í nágrannalöndunum. Sem dæmi um tíðnina borið saman við önnur lönd má nefna að fjöldi fóstureyðinga á hverjar 1000 konur á aldrinum 15-49 ára var árið 1980 9,0 á íslandi, 19,0 í Danmörku, 14,6 í Noregi, 18,5 í Sví- þjóð og 12,2 í Finnlandi. Fóstureyð- ingatíðni er fremur lág hér miðað við þessi lönd sem betur fer. Fyrir setningu laganna var vitað að ólöglegar fóstureyðingar fóru fram hér á landi þótt auðvitað væri eríitt að giska á fjölda þeirra. Fkki er vitað lil að ólöglegar aðgerðir fari fram hér núna. Þetta er mjög gleðileg breyting því ólöglegar fóstureyðingar voru smánar- blettur á íslensku þjóðfélagi, stór- hættulegar heilsu kvenna og mjög auð- mýkjandi fyrir þær. Nokkuð var um að konur færu utan til þess að fá gerðar fóstureyðingar. Þessum ferðum hefur trúlega stórfækkað og er gott til þess að vita því þær voru mjög erfiðar konum. Enn er eitthvað um slíkar ferðir, t.d. ef konum er synjað um aðgerð hér og svo mun líklega verða meðan ákvörðunar- valdið er ekki hjá konunni sjálfri. Eins og mörgum er kunnugt um er mikilvægt að fóstureyðingar fari fram eins snemma á meðgögutímanum og unnt er, því hættan við aðgerð vex eftir því sem á líður. ’fölur sýna að mörgum konum er þetta vel ljóst því að Iang- flestar aðgerðir fara fram fyrir lok 12. viku eins og æskilegast er. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við getum verið ánægðar með þegar reynt er að meta hvernig til hefur tekist með fram- kvæmd núgildandi laga. Um það atriði vil ég ekki ræða meir hér en vitna í mikilvæg ummæli dr. SjálfsákvördunarTétturinn Kvennahreyfingar standa þéttan vörð um rétt kvenna til fóstureyðinga en krefjast einnig góðra getnaðar- varna, ráðgjafar, fræðslu og félagslegr- ar aðstoðar vegna barneigna. Baráttan fyrir fullum sjálfsákvörðunarrétti í þessu efni er mikilvægur þáttur jafn- réttisbaráttunnar og byggist aðallega á þeirri staðreynd að án hans njóta konur ekki fulls sjálfsforræðis og þeim mun einnig mismunað vegna efnahags og búsetu ef þær eru háðar opinberum matsaðilum við umsókn um fóstureyð- ingu. Fóstureyðing er neyðarúrræði sem alltaf á að standa konum til boða. Seint verður komið í veg fyrir ótíma- bærar þunganir. Þær stafa ekki ein- göngu af vanþekkingu eða skorti á getnaðarvörnum. Þær stafa því miður einnig af ótta kvenna við að gera kröfur til karla, að eiginmaður krefst „réttar síns”, að konur stofna til sambanda vegna einmanaleika og rótleysis svo ekki sé minnst á nauðgun. Baráttan fyrir fullum sjálfsákvörð- unarrétti í þessu efni hefur ekki verið 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.