19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 78
Jafnréttisráðs. Kvenfélagasamband ís-
lands á einnig fulltrúa í nefndinni en auk
þess eru þrír samkvæmt tilnefningu Jafn-
réttisráðs. Formaður nefndarinnar er Lilja
Olafsdóttir. Nefndin hefur í vetur reynt að
vekja athygli viðeigandi aðila á niðurstöð-
um athugunar, sem gerð var í grunnskólum
landsins á s.l. ári og leiddi í ljós að piltar og
stúlkur fá ekki alltaf sömu kennslu í grein-
um eins og handavinnu, íþróttum og heim-
ilisfræðum. Pá er í athugun samvinna milli
KRFI og ráðgjafarnefndarinnar um að
koma á einhvers konar kynningu á jafnrétt-
ismálum í grunnskólum og framhaldsskól-
um á höfuðborgarsvæðinu, en fulltrúar
Jafnréttisráðs hafa gert tilraun með slíkt í
grunnskólanum á Egilsstöðum oggafst það
vel.
Nefnd sú, sem hefur haft endurskoðun
laga nr. 78 frá 1976 um jafnrétti kvenna og
karla, með höndum og formaður KRFÍ á
aðild að, hefur nú lokið störfum og hefur
frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla verið lagt fyrir ríkis-
stjórnina. Á aðalfundi KRFÍ í vetur kynnti
formaður nefndarinnar, Vilborg Harðar-
dóttir, efni frumvarpsins.
KRFÍ hefur árum saman átt fulltrúa í
Áfengisvarnarnefnd kvenna, Landssam-
bandinu gegn áfengisbölinu, Mæðrastyrks-
nefnd og Landvernd. Gerði formaður fé-
lagsins grein fyrir störfum fulltrúanna á
síðasta aðalfundi. í Áfengisvarnarnefnd
kvenna sátu fyrir hönd KRFI s.l. ár þær
Júlíana Signý Gunnarsdóttir og Þóra
Brynjólfsdóttir. í foríöllum Þorbjargar
Daníelsdóttur sótti Júlíana Signý Gunn-
arsdóttir þing Landssambandsins gegn
áfengisbölinu.
Fulltrúar KRFÍ í Mæðrastyrksnefnd
voru þær Helga Sigurðardóttir og Ingi-
björg Snæbjörnsdóttir og í Landvernd þær
Oddrún Kristjánsdóttir og Valborg Bents-
dóttir.
Samstarfið við aðildarfélögin
Síðastliðið haust tók til starfa hópur sem
haíði það verkefni að koma á auknum
tengslum aðildarfélaga KRFÍ og félags-
stjórnar. Hópinn skipa þær Helga Möller,
Hlédís Guðmundsdóttir, Sigrún Sturlu-
dóttir og Björg Einarsdóttir. Formönnum
allra félaganna, sem eru 43 að tölu var ritað
bréf þar sem gerð var grein íýrir í hverju
aðild félagasamtaka að KRFÍ væri fólgin.
Jafnframt var óskað eftir hugmyndum að
tilhögun á samstarfi og lagt til að á árinu
1983 yrði efnt til formannafundar. Sú hug-
mynd kom fram, að efna til slíks fundar í
tengslum við ráðstefnu og afmælisvöku
KRFÍ íjanúarlok 1983, en horfið var frá því
m.a. vegna óhagstæðs veðurfars og sam-
gönguerfiðleika.
Námskeið
í nóvember s.l. var haldið námskeið t
ræðumennsku og fundarsköpum. Leið-
beinandi var sem fyrr á þessum námskeið-
um KRFÍ, Fríða Proppé, blaðamaður. Var
námskeiðið vel sótt.
Hallveigarstaðir
Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er eins
og kunnugt er í eigu Kvenréttindafélags
Islands, Kvenfélagasambands íslands og
Bandalags kvenna í Reykjavík. Á KRFI
þrjá fulltrúa í hússtjórn. Húsaleigusamn-
ingur hefur verið framlegndur við Borgar-
dómaraembættið til tveggja ára. Húsnæði 1
kjallara á horni Oldugötu og Garðastrætis
losnaði á s.I. ári og fékk KRFÍ eitt herbergi
þar til afnota fyrir geymslu, en hluti hus-
næðisins var síðan leigður Vesturbæjar-
skóla. Töluverður viðhaldskostnaður kom
til á s.l. ári en þrátt fyrir það var hússjóður
skuldlaus um áramót. Á árinu voru eignar-
aðilunum þremur, KRÍ, KÍ og BKR veitt-
ur 10 þúsund króna styrkur hverju úr hús-
sjóði til ferða- og menningarmála og hefur
verið ákveðið að veita slíka styrki árlega.
Utgáfustarfsemi
Utgáfa fréttabréfs er orðinn fastur liður t
starfsemi félagsins og á milli aðalfunda
voru gefin út 4 fréttabréf. Ritstjóri er Guð-
rún Egilson. Útlit og uppsetningu annast
Þórhildur Jónsdóttir og Ásthildur Ketils-
dóttir hefur séð um auglýsingar.
19. júní kom að vanda út í júní 1982.
Aðalviðfangsefni blaðsins var atvinnulífog
jafnrétti. Ritstjóri blaðsins er Jónína Mar-
grét Guðnadóttir, fjármálastjóri erGuðrún
Sigríður Vilhjálmsdóttir og auglýsinga-
stjóri Júlíana Signý Gunnarsdóttir.
Stjóm
Stjórn Kvenréttindafélags íslands skipa
nú: Esther Guðmundsdóttir, formaður,
Guðrún Gísladóttir, varaformaður, Jónína
M. Guðnadóttir, ritari, Oddrún Kristjáns-
dóttir, gjaldkeri og Ásthildur Ketilsdóttir,
meðstjórnandi. Varamenn eru: Erna B.
Halldórsdóttir, Erna Indriðadóttir og
Hrafnhildur Sigurðardóttir. Jafnframt eru
í stjórninni fjórir aðalmenn kosnir á lands-
fundi en það eru Arnþrúður Karlsdóttir,
Ásdís Rafnar, Guðrún Gísladóttir og
María Ásgeirsdóttir.
Skrifstofa félagsins að Hallveigarstöðuni
hefur verið opin eins og venjulega á þriðju-
dögum frá kl. 17.00 til 19.00 og hefur Júlí'
ana Signý Gunnarsdóttir veitt henni for-
stöðu. GSV
Frá afmælisvöku KRFÍ í janúar sl. Fatahönnuðirnir Eva Vilhelmsdóttir og Hulda
Jósepsdóttir sjást hér ásamt kynni og sýningarstúlkum sem eru í prjónafötum gerðum
af Huldu.
78