19. júní


19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 78

19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 78
Jafnréttisráðs. Kvenfélagasamband ís- lands á einnig fulltrúa í nefndinni en auk þess eru þrír samkvæmt tilnefningu Jafn- réttisráðs. Formaður nefndarinnar er Lilja Olafsdóttir. Nefndin hefur í vetur reynt að vekja athygli viðeigandi aðila á niðurstöð- um athugunar, sem gerð var í grunnskólum landsins á s.l. ári og leiddi í ljós að piltar og stúlkur fá ekki alltaf sömu kennslu í grein- um eins og handavinnu, íþróttum og heim- ilisfræðum. Pá er í athugun samvinna milli KRFI og ráðgjafarnefndarinnar um að koma á einhvers konar kynningu á jafnrétt- ismálum í grunnskólum og framhaldsskól- um á höfuðborgarsvæðinu, en fulltrúar Jafnréttisráðs hafa gert tilraun með slíkt í grunnskólanum á Egilsstöðum oggafst það vel. Nefnd sú, sem hefur haft endurskoðun laga nr. 78 frá 1976 um jafnrétti kvenna og karla, með höndum og formaður KRFÍ á aðild að, hefur nú lokið störfum og hefur frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla verið lagt fyrir ríkis- stjórnina. Á aðalfundi KRFÍ í vetur kynnti formaður nefndarinnar, Vilborg Harðar- dóttir, efni frumvarpsins. KRFÍ hefur árum saman átt fulltrúa í Áfengisvarnarnefnd kvenna, Landssam- bandinu gegn áfengisbölinu, Mæðrastyrks- nefnd og Landvernd. Gerði formaður fé- lagsins grein fyrir störfum fulltrúanna á síðasta aðalfundi. í Áfengisvarnarnefnd kvenna sátu fyrir hönd KRFI s.l. ár þær Júlíana Signý Gunnarsdóttir og Þóra Brynjólfsdóttir. í foríöllum Þorbjargar Daníelsdóttur sótti Júlíana Signý Gunn- arsdóttir þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu. Fulltrúar KRFÍ í Mæðrastyrksnefnd voru þær Helga Sigurðardóttir og Ingi- björg Snæbjörnsdóttir og í Landvernd þær Oddrún Kristjánsdóttir og Valborg Bents- dóttir. Samstarfið við aðildarfélögin Síðastliðið haust tók til starfa hópur sem haíði það verkefni að koma á auknum tengslum aðildarfélaga KRFÍ og félags- stjórnar. Hópinn skipa þær Helga Möller, Hlédís Guðmundsdóttir, Sigrún Sturlu- dóttir og Björg Einarsdóttir. Formönnum allra félaganna, sem eru 43 að tölu var ritað bréf þar sem gerð var grein íýrir í hverju aðild félagasamtaka að KRFÍ væri fólgin. Jafnframt var óskað eftir hugmyndum að tilhögun á samstarfi og lagt til að á árinu 1983 yrði efnt til formannafundar. Sú hug- mynd kom fram, að efna til slíks fundar í tengslum við ráðstefnu og afmælisvöku KRFÍ íjanúarlok 1983, en horfið var frá því m.a. vegna óhagstæðs veðurfars og sam- gönguerfiðleika. Námskeið í nóvember s.l. var haldið námskeið t ræðumennsku og fundarsköpum. Leið- beinandi var sem fyrr á þessum námskeið- um KRFÍ, Fríða Proppé, blaðamaður. Var námskeiðið vel sótt. Hallveigarstaðir Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er eins og kunnugt er í eigu Kvenréttindafélags Islands, Kvenfélagasambands íslands og Bandalags kvenna í Reykjavík. Á KRFI þrjá fulltrúa í hússtjórn. Húsaleigusamn- ingur hefur verið framlegndur við Borgar- dómaraembættið til tveggja ára. Húsnæði 1 kjallara á horni Oldugötu og Garðastrætis losnaði á s.I. ári og fékk KRFÍ eitt herbergi þar til afnota fyrir geymslu, en hluti hus- næðisins var síðan leigður Vesturbæjar- skóla. Töluverður viðhaldskostnaður kom til á s.l. ári en þrátt fyrir það var hússjóður skuldlaus um áramót. Á árinu voru eignar- aðilunum þremur, KRÍ, KÍ og BKR veitt- ur 10 þúsund króna styrkur hverju úr hús- sjóði til ferða- og menningarmála og hefur verið ákveðið að veita slíka styrki árlega. Utgáfustarfsemi Utgáfa fréttabréfs er orðinn fastur liður t starfsemi félagsins og á milli aðalfunda voru gefin út 4 fréttabréf. Ritstjóri er Guð- rún Egilson. Útlit og uppsetningu annast Þórhildur Jónsdóttir og Ásthildur Ketils- dóttir hefur séð um auglýsingar. 19. júní kom að vanda út í júní 1982. Aðalviðfangsefni blaðsins var atvinnulífog jafnrétti. Ritstjóri blaðsins er Jónína Mar- grét Guðnadóttir, fjármálastjóri erGuðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir og auglýsinga- stjóri Júlíana Signý Gunnarsdóttir. Stjóm Stjórn Kvenréttindafélags íslands skipa nú: Esther Guðmundsdóttir, formaður, Guðrún Gísladóttir, varaformaður, Jónína M. Guðnadóttir, ritari, Oddrún Kristjáns- dóttir, gjaldkeri og Ásthildur Ketilsdóttir, meðstjórnandi. Varamenn eru: Erna B. Halldórsdóttir, Erna Indriðadóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Jafnframt eru í stjórninni fjórir aðalmenn kosnir á lands- fundi en það eru Arnþrúður Karlsdóttir, Ásdís Rafnar, Guðrún Gísladóttir og María Ásgeirsdóttir. Skrifstofa félagsins að Hallveigarstöðuni hefur verið opin eins og venjulega á þriðju- dögum frá kl. 17.00 til 19.00 og hefur Júlí' ana Signý Gunnarsdóttir veitt henni for- stöðu. GSV Frá afmælisvöku KRFÍ í janúar sl. Fatahönnuðirnir Eva Vilhelmsdóttir og Hulda Jósepsdóttir sjást hér ásamt kynni og sýningarstúlkum sem eru í prjónafötum gerðum af Huldu. 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.